Monday, July 11, 2011

Hvernig væri að læra dálítið í landafræði - Íran 2 inn á síðuna seinni hluta vikunnar

ATHUGIÐ AÐ EÞÍUÓPUFERDIR KOMNAR á HLEKKINN SINN- SJá til hægri á síðunni


Frá Eþíópíu

Mér datt í hug þegar ég fylgdist með fréttunum á RUV áðan að það væri sniðug hugmynd að taka á ný upp kennslu í landafræði: það var talað um ferlega þurrka í Austur-Afríku og sýndar myndir af Sómalíu, Kenya og Eþíópíu eins og þar væru alls staðar þurrkar sem hafa valdið ferlegu tjóni og stefnt þúsunda mannslífa, ekki síst kvenna og barna í voða.
Málið er: þurrkar hafa leikið hið stríðshrjáða land Sómalíu grimmt og fólk hefur í þúsundatali reynt að streyma yfir til Eþíópíu og Kenya til að bjargast af.

Þetta var villandi frétt því sem betur fer eru ekki þurrkar sem herja á Kenya og Eþíópíu. Bara hafa það bak við eyrað

Ekki er þetta svosem ný bóla og það vita allir félagarnir sem hafa farið í ferðir að menn rugla saman gerólíkum löndum, hvort sem er innan Arabalanda eða nágrannalanda þeirra. En ekki betra fyrir það.


Fyrsti hópurinn sem fór til Írans. Árið 2006 í lok febrúar. Síðan var farin önnur ferð um haustið og síðan hafa verið ein til tvær ferðir á ári og þótt Sýrland hafi enn vinninginn í ferðafjölda kemur Íran þar fast á hæla.

Ætla bara að segja ykkur að Íranáætlunin nýja, þ.e. um norður og vesturhluta landsins og endað í Isfahan mun trúlega koma inn á síðuna seinni hluta vikunnar.
Þá verður einnig sett fram hugmynd um hvenær hún verði og bráðabirgðaverð gefið upp.

En það má geta þess að þá er flogið til Tabritz í norðri, keyrt í suðurátt, m.a farið til Hamadan, Kermanshah og Zanzan og loks til Isfahan. Tólf manns hafa skrifað sig áhugasama í þessa ferð en við verðum að ná 20 svo af verði.
Í þessa ferð sýnist mér vera komnir fyrri Íranfarar sem lengi hafa sýnt hug á að fara aftur og sjá meira af þessu makalaust heillandi landi.
Ekki þarf þó að taka fram að allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir eins og þar stendur.

Allt er að verða klappað og klárt fyrir Uzbekistan í september, miðar tilbúnir o.s.frv. en ég býst við að halda fund til að afhenda ferðagögn strax eftir verslunarmannahelgi.
Sama dag býst ég við að efna í fund með fyrri Eþíópíuhópnum. Tekið skal fram að þar duttu tveir út svo ég get bætt við í hana.

2 comments:

Anonymous said...

Er með brennandi fróðleiksþorsta núna. Var búin að gleyma hvað það er gaman að hlakka til.....;-) KV. SG

JK said...

Gott að heyra, Sveina.
KvJK