Góðan daginn öll
Við höfum haft áhyggjur af því síðan óeirðir brutust út í Jemen og skólahald lagðist að mestu af þar um sinn að við gætum lítið gert til hjálpar.
Nú hittumst við Rannveig Guðmundsdótti, Ragný Guðjohnsen, Guðlaug Pétursdóttir og ég sem eigum sæti í stjórn Fatimusjóðs í vikunni og ræddum þetta eina ferðina enn.
Þar lagði ég fram þá tillögu að meðan málum væri háttað á þennan veg skyldum við
1. greiða fyrir vatnsverkefni í Eþíópíu
2. senda fjárupphæð til hjálpar hungruðum börnum í Jemen.
Tveir hópar fóru til Eþíópíu í vor eins og margir vita og þar rann upp fyrir ýmsum hversu stórkostlega lífsgæði fólks batna ef það hefur aðgang að hreinu vatni. Sem er ekki sjálfgefið þótt erfitt sé fyrir okkur vatnssóðana að skilja það.
Hjálparstofnun kirkjunnar er með vatnsverkefni í landinu: byggð er eins konar sundlaug, safnað í það regnvatni og hreinsitöflur settar ofan í og eftir nokkurn tíma er vatnið hreint og hæft til drykkjar. Slíkt kemur miklum fjölda manns að gagni og verður beinlínis lífsbjörg fyrir fólk.
Eitt slíkt verkefni kostar 1,8 milljón.
Við samþykktum að leggja þá upphæð og verður hún afhent Hjálparstofnun innan tíðar.
Einnig hafa hóparnir tveir lagt í púkk og munu afhenda þá upphæð eftir seinna myndakvöldið nú 14.júní og skal það renna til aðstoðar við konur og börn, m.a. bólusetningar og til styrktar kvennasamtökum í Eþíópíu.
Okkur finnst hart að hverfa frá Jemen og ég held að flestir séu sama sinnis. Fréttir þaðan herma að um 40 prósent barna búi þessa mánuðina við hungur og skort og meðan svo er verður varla ætlað að þau séu send í skóla. Við ákváðum því að leggja 3 milljónir hjálpar og leitum nú að pottþéttum samtökum í Jemen sem gætu komið þessu í framkvæmd.
Einnig eru bundnar vonir við að ástandið þar skáni og við getum tekið upp á ný það sem sjóðurinn var stofnaður til að gera: að styðja börn í skóla.
Það væri fróðlegt að heyra skoðanir ykkar á þessum ráðstöfunum okkar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
14 comments:
Flott framtak hjá Fatímusjóðnum.
kv. ER
Styð allt hjálparstarf - hvort sem er í Jemen eða Eþíopíu.
Gott að vita að sjóðurinn nýtist í þessi verkefni.
Kveðja,
Guðrún C.
Góð ráð og gagnleg.
Kv. Jóna E.
Sæl öll og þó sérstaklega stjórn Fatímusjóðsins,
Mér líst vel á þetta og vonandi tekst að ná sambandi við einhverja í Jemen sem séð geta um þetta með sóma.
Kveðjur,
Síðasta ábending var frá Elísabetu Gunnarsdóttur
Frábært framtak hjá ykkur í stjórn VIMA.
Sigga Ásgeirs
Bara gott mál og þarft.
Óskar Ægir
Takk fyrir síðast.
Þar sem ég kem úr Vatnsveitu Rvk og þekki aðeins sögu þess fyrirtækis, hvernig þetta var hjá okkur fyrir einni öld. Vatnsþró kemur samfélaginu öllu til góða, flott framtak hjá þér Jóhanna styð þig í þessu.
Samþykki tillöguna frá fundi okkar 8.júní um stuðning við Eþíópíu og Jemen.
Kv.
Gulla
Gott að heyra að peningar nýtast!
Með kveðju
Marjatta
________________________________________
Já, það er aldeilis gott að heyra!
Yst
Jóhanna,
Vil aðeins bæta við. Guðmundur Björnsson héraðlæknir sagði þessi fleygðu orð
"Vér verðum annaðhvort að flytja bæinn að vatni eða vatn að bænum"
Vatn er líka heilsugæsla, 1906 veiktust 98 af taugaveiki í Reykjavík útaf menguðu vatni
Þá notuðu bæjarbúar 18 lítra af vatni á sólarhring nú notum við 200lítra
Gulla
Sæl Jóhanna,
Ég styð ákvörðun stjórnar um að nota peningana til góðra verka, hvort heldur það er í Jemen eða Eþíópíu. Það er skelfilegt að hugsa til þess að börn svelti. Vatnsverkefni eru mjög þörf, en gjarnan má hugsa til þess að koma upp klósettum í leiðinni til þess að draga úr mengun drykkjarvatnsins og veita ungum sem eldri konum öryggi til þess að sinna þörfum sínum.
Bestu kveðjur,
Kristín
Sæl.
Mér finnst mjög gott ef peningar sem til eru verði notaðir til góðs, þörfin er svo mikil. Sérlega finnst mér gott að hjálpa vegna vatnsleysis í Ethíópíu sú hjálp ætti að duga til lengri tíma.
Kveðja,
Margrét Guðmundsdóttir
Það er sjálfsgat að Fatimusjóðurinn styrkji verkefni þar sem þörfin er mest, hvort sem það er í Eþíópíu eða Jemen. Það er einstaklega verðugt verkefni og þér til sóma eins og ávallt, Jóhanna.
Dominique
Post a Comment