Vegna áskorana hefur verið ákveðið að efna til Íranferðar í september. Menn kynni sér ferðaáætlun og hafi samband á jemen@simnet.is til að tilkynna þátttöku.
Ferð til Írans 3.-17.sept 2014
1. dagur
Flogið er með Flugleiðum til Frankfurt. Þar hinkrum við um stund en tökum svo LH síðdegis og er flogið beint til Teheran. Leiðsögumaður okkar Pezhman Azizi. Síðan er farið á Laleh hótelið og menn hvíla sig til kl 11
2.dagur Morgunverður
Farið á glæsilegt teppasafn sem er í göngufæri við hótelið. Hádegisverður og að svo búnu til flugvallar. Flogið til Kerman. Kerman er ævaforn borg og fyrstu heimildir um byggð eru frá 3.öld fyrir Krist. Borgin liggur í jaðri hinnar firna víðáttumiklu eyðimerkur Dasht Lut og er skýlt af hrikalegum Paytfjöllum. Kerman var mikilvægur áningarstaður á silkileiðinni til forna.
Í Kerman gistum við á Parshóteli sem er 5 stjörnu hótel.(íranskur mælikvarði). Við tökum því rólega og göngum snemma til náða
.
3.dagur morgunverður
Síðan er skoðunarferð um Rayen kastalavirkið, garð prinsanna og farið til útbæjar Kermans Mahan. Hádegisverður. Skoðun Ganjalikhan bygginguna þar sem gefur að líta sögulegar minjar frá aðskiljanlegum tímum. Við skoðum ævagamalt baðhús, rannsökum á markaðinní Kerman þar sem margt er að sjá og skoða. Dúkar og teppi frá Kerman eru í hávegum höfð. Kvöldverður í Kerman og að honum loknum farið í koju og snemma næsta morgunn er lagt af stað til Sjiraz.
4. dagur morgunverður
Lagt af stað til Sjiraz. Á leiðinni er stoppað víða við eftirtektarverða staði, svo sem við Saltvatnið, Sarvestan höllina frá ævagömlum tíma. Borðum hádegisverð á litlu veitingahúsi í Neyriz. Við komum undir kvöld til Shiraz. Gistum á Pars hóteli sem er fallegt og þægilegt hótel, miðsvæðis í borginni.
5,dagur, morgunverður
Skoðunarferð um Shiraz, farið í Fjólubláu moskuna, kastalavirkið og gamalt speglahús. Förum að minnismerki persneska skáldsins og súfistans, Hafez. Einnig skoðum við Eramgarðana og vitjum annars skálds, Saadis en Íranir gera skáldum sínum hátt undir höfði. Væri ráð að líta við á bazarnum.Kvöldverður og gist á Pars.
6. dagur morgunverður
Nú er stefnan stungin út til Persepolis, sem margir telja hápúnkt Íranfarar. Það var borg Akkamenida og bygging hennar hafin á tímum Dariusar mikla u.þ.b 518 fyrir Krist. Þegar borgin var fullbyggt náði hún yfir 125 þús.fermetra svæði og var efalaust mesta afrek og djásn hins forna Persaveldis með útskornu húsum, bænastöðum, súlnagöngum og fleiru. Næstu Persakóngar sátu þar en þegar Alexander mikli Grikkjakonungur kom á svæðið um 318 f. Kr. lagði hann eld að borginni. Samt hefur tekist að bjarga ásjónu þessa gimsteins með þrotlausri vinnu og rannsóknum.
Eftir að við höfum skoðað Persepolis keyrum við nokkra kílómetra þar sem er Nekropolis- borg hinna dauðu- og þar eru grafir fjögurra konunga hoggnar inn í klettabelti.
Við borðum hádegisverð skammt frá Persepolis og höldum aftur til Sjiraz og gerum þá stuttan stans við Kóranhliðið. Gist í Sjiraz.
7.dagur morgunverður.
Lagt af stað til Jazd. Á leiðinni vitjum við Pasargad sem er grafhýsi Kýrusar, sem var fyrsti konungur Persa. Við sjáum elsta sýprustré sem um getur, stoppum til að sko‘ða hið fræga vatnsleiðslukerfi (Qanat) og víðar. Við komuna til Jasd förum við á Moshir al Mamalek hótel, borðum þar og gistum. Hótelið er mjög sérstakt, lækur liðast um garða og skrækir páfagaukar fagna okkur. Herbergi afar falleg.
8. dagur morgunverður
Skoðunarferð um Jasd. Við skoðum Amirchakmagh torgið, göngum um gamla bæinn sem er sérstakur, förum í hús eldsins, skoðum vatnssafnið og förum í Dowlat garðana og borðum þar hádegisverð. Þá er farið að Turni þagnarinnar þar sem Zorostrianar sem eru fjölmennir í þessari borg bjuggu um sína látnu.
Jazd er óvenjuleg borg og afar myndræn og fróðlegt að kynna átrúnaði stórs hluta íbúa. Þeir hafa oft verið ranglega kallaðir elddýrkendur en í raun trúðu þeir á árstíðarnar fjórar og meginöfln fjögur.
Borðaður kvöldverður og gist í Moshir al Mamalek.
9. dagur morgunverður
Þá liggur leiðin til Esfahan og á leiðinni er komið við í vagnlestastöð og síðar í kastalavirki. Heimsækjum vefarahjón í Nain og skoðum fleiri staði á leiðinni. Við komu til Esfahan tjekkum við inn á Aseman, fallegu hóteli sem stendur við Lífgjafarfljóti‘ð sem rennur um morgina. Borðum þar og gistum.
10. dagur morgunverður
Farið í armenska hverfið, skoðum hinar undursamlegu brýr yfir fljótið sem eru mörg hundruð ára gamlar og nú notaðar sem göngubrýr. Við skoðum Chehel höllinameð mögnuðum málverkum, skoðum Ali Qoli baðhúsið og lítum við á Stóra baxarnum. Gist á Aseman
11.dagur morgunverður
Leiðin liggur á torgið í Esfahan sem er ólýsanlegt að stærð og fegurð með görðum sínum og gosbrunnum, að ógleymdum mörg hundruð litlum verslunum með allt milli himins og jarðar. Við skoðum Ali Qapu höllinn og Imammoskuna sem varla á sér hliðstæðu í heiminum. Einnig mosku Loffollad og að því loknu væri ráð að fá sér te á skrítnu og skemmtilegu tehúsi á markaðnum. Við sækjum einnig heim vini okkar í teppabúðinni. Gist á Aseman
12. dagur. Morgunverður
Frjáls dagur í Esfahan. Máltíðir eru innifaldar þennan dag líka. Fararstjóri og leiðsögumaður verða innan seilingar fyrir þá sem það kjósa.
13.dagur Morgunverður
Við leggjum af stað til Teheran. Komum við í Kashan og skoðum þar falleg, gömul hefðarhús sem er verið að gera upp fyrir söfn ofl. Við lítum inn í Fingarðana ofl. Við komuna til Teheran tjekkum við inn á Laleh hótelinu og gistum þar.
14.dagur morgunverður
Við förum á þjóðminjasasfnið sem er eftirminniglegt og glæsilegt safn, komum við í Skartsafninu þar sem sjá má gersemar síðustu keisarafjölskyldu og á fleiri staði eftir því sem tími leyfir.
Kvöldverður og síðan geta menn lagt sig um hríð og
15.dagur um miðnætti fáum við kökusneið, te og kaffi í lobbínu á Laleh og þvínæst lagt af stað til flugvallarins. LH vélin okkar fer í loftið kl. 3:15 og við komum til Frankfurt árla morguns. Nokkurra tíma bið þar en tökum svo FI vél heim og er áætlað að hún lendi í Keflavík kl. 15:35
Innifalið í ferði:
Flug og allir skattar
Gisting, miðað við tvo í herbergi
Fullt fæði
Aðstoð við vegabréfsumsókn
Allur akstur
Flug innan Írans
Skoðunarferðir á alla staði sem eru taldir í leiðarlýsingu
Kaffi/te og kökur á löngum akstursleiðum
Kort af Íran
Vatnsflaska á dag
Íslenskur fararstjóri og íranskur, enskumælandi leiðsögumaður
Ekki innifalið:
Vegabréfsáritun
Þjórfé til íranska leiðsögumannsins og bílstjóranna
Aukagjald fyrir eins manns herbergi
1 comment:
Hvað kostar ferðin fyrir einn og fyrir tvo?
Post a Comment