Sael oll
Komum adan til Sjiraz, thessarar undurljufu borgar, naeturgala og skalda. Menn eru nu uppi a herbergjum og eftir ruman halftima forum vid ut ad borda. Her a flugvellinum tok a moti okkur adalbilstjorinn minn i Iranferdunum Mohammed AZlmaspour og urdu med okkur fagnadarfundir. Adstodarsdrengurinn heitir Ali og utbytti fallegum skjodum fra ferdaskrifstofunni.
Allt hefur gengid eins og i sogu hingad til. Flugferdin var natturlega long til Teheran en menn toku tvi af stakri hreysti og salarro. Farangur skiladi ser, Pezhman gaed var maettur - og mer finnst vid aettum nu senn ad fara ad bjoda honum til Islands fyrst vid hofum farid yfir 100 geta markid. Homahotel allt i finu lagi, mjog svipad Laleh. Sidan svafu menn ut en voru samt duggulitid syfjadir i gaer eins og vid var ad buast.
Skodudum hallir fyrverandi keisara og thotti nog um iburdinn og leyfi mer ad segja sums stadar smekkleysuna. Einnig til husakynna Khomeinis truarhofdingja og thotti monnum thetta miklar andstaedur.
Vedur var milt og vid hresstumst vid goda gongu, bordudum a hotelinu og skemmtum okkur datt og Pezhman var natturlega tilbuinn med daglegan brandara. Sidan tindust menn snemma i rumid enda voru allir eins og yutsprungnir i morgun. Tha var skodad hid makalaust fagra teppasafn og listasafnid sem er rett hja.
Held thad se ohaett ad segja ad allir seu gladir og anaegdir, finnst afsloppun og vinsemd i folki en umferdin er natturlega jafn brjalaedisleg sem fyrr t.d. i Teheran.
A morgun er dagsferd um Sjiraz, farid i Appelsinuhollina med speglaverkinu, bleiku moskuna, heimsokn i truarskoli og ad grafhysi Hafezar skalds sem Iranir kalla sinn Shakespeare
Ef timi vinnst til gaeti verid ad vid litum vid a markadnum.
Vid bidjum oll fyrir kaerar kvedjur og vonum ad thid verdid idin ad fara inn a sidun a thar sem faestir farsimar virka her.
Margblessud i bili fra kata Irangenginu
Wednesday, April 8, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Ji en gaman að lesa þetta.....þetta er eins og í einhverri bók ! Alveg veit ég að hún Inga vinkona mín er að "fíla þetta í tætlur" eins og maður segir! Ég var uppi á Landspítala í 9 tíma í gær, ásamt flestum úr fyrrverandi tengdafjölskyldu, amma þeirra Fjólu og Áka dó svo í morgun. Þetta bar svo brátt að og er mikill söknuður.
Bestu kveðjur til Íran !!! Linda
Gaman að heyra frá ykkur Íranförum Eg upplifi ævintýrið aftur þegar ég svaf yfir mig og hafði ekki tíma fyrir morgunmat og lenti svo í afmælistertu í rósargarðinum. Bið að heilsa þeim sem ég þekki, Gullu og Jóhönnu, Ellen og Jóni Arnalds. Við Jón Helgi leggjum svo í okkar ferð til Tyrklands á mánudag og losnum við fjölmiðlaþrasið sem fylgir kosningum. Lifið í lukku, Jóna.
Vantar næturgala og kannski skáld líka hér á Króknum, en ég bið að heilsa ykkur, Jóhönnu, Gullu, Höllu - að ógleymdum Hafez og Pezhman! Fréttabréfið mikla er að mótast ;-) Kær kveðja og góða ferð áfram.
Hæ gaman að heyra að þið skemmtið ykkur vel. Við Eva og Melirnir erum að leggja afstað upp í bústað.
Gleðilega Páska
kv. Hulda, Lilja, Snorri, Sverrir, Fanný og Daníel
Hér skín sólin glatt. Bið að heilsa þér Jóhanna mín og Gullu líka og öllum þeim sem ég þekki.
Er með ykkur í anda.
Bkv. Þóra J.
Sendum góðar kveðjur af Hólnum...
luv all around
Gaman að lesa um ævintýrin ykkar. Hafið það sem best og gleðilega páska. Kærar kveðjur til mæðgnanna Hildar og Margrétar frá Elínu Björk og fjöslkyldu
Hljómar eins og algjör ævintýraferð! Bið kærlega að heilsa Gurrý Guðfinns... og óska ykkur öllum gleðilegra páska :o)
Vá enn gaman hjá ykkur, mjög skemmtileg lesning alltsaman! Endilega skilaðu kveðju til Guðríðar mömmu minnar og góðvinar okkar, Stefaníu.
Heil og sæl Jóhanna.
Finn fyrir smá öfund, en ég skíða af miklum móð með ömmustelpunum mínum upp á hven dag.
Bið að heils Gullu og öðrum sem ég þekki.
Kv. Edda
Sæl Jóhanna!
Biðjum þig fyrir kveðju til Láru og Steina og sendum Láru innilegar hamingjuóskir á afmæli hennar.
Bestu kveðjur
Anna Eyjólfsdóttir og Sigurður Júliusson
(Jórdaníu og Sýrlandsfarar 2008)
Post a Comment