Thad er ekki ad ordlengja thad, vid erum i sjounda himni her i Isfahan. Folk hrifst af fegurdinni, vinsemdinni, matnum, blidunni i vedrinu og svo framv
I dag var frjals dagur og vid russudum um markadinn. Thad urdu fagnadarfundir i teppabudinni og Hossein og their allir bidja fyrir serstakar kvedjur til fyrri Iranfara, Hossein sendir thakklaeti til Dominik og einnig mundi hann ad sjalfsogdu eftir Sigurdi og Jonu og Gullu pe en hun er her odru sinni.
Tharna satum vid lengi og drukkum te og skodudum(og keyptum) mottur og teppi.
Tha var minaturlistamadurinn gladur ad hitta okkur og svo er med flesta, kunnuga jafnt sem okunnuga.
I gaer var skodunarferd um thessa ogleymanlega, ovidjafnanlegu Imam mosku, farid i fjorutiu sulna hollina, Lokiotullah moskuna og vidar. Allt vakti hrifningu enda a Isfahan ser ekki margar likar.
A eftir forum vid ut ad borda, Stefania a afmaeli i dag og hefur thegar verid sunginn afmaelissongurinn og i kvold faer hun smagjof og tertu.
A morgun er armenska hverfid a dagskra og vonandi krem karamel i hadegisverd- a la Gudmundur Petursson.
Thad bidja allir ad heilsa og thra fra ther ad heyra og thad a vid um alla tho kat vid seum her.
Thursday, April 16, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Lára og Þorsteinn voru rétt að koma heim til sín. Ferðin gekk vel og allt stóð eins og stafur á bók. Slæðan er komin í þvott. Kossar og kveðjur til "hrútsins" Stefaníu.
Svo djúprættur er dónaskapur manns að ég þakkaði ekki Pezzmann, Alí og Múhammeð. Skilaðu þakklæti og kveðju til þeirra.
Á heimleiðinni las ég í Social Intelligence eftir Coleman. Hún er ma. um þig og þína snilli.
Gömul kona sagði að ef maður gæti ekki þakkað nógu vel fyrir sig væri eins gott að sleppa því. Ég get ekki þakkað þér nógu vel.
Þorsteinn (og Lára)
Lóan er komin og kætast því landsmenn þar á meðal ég.
Drafnarstígur fagnar mér í hvert sinn. Er að sinna ömmustelpum þessa dagana. Hlakka til að sjá ykkur Gullu hressar og kátar eftir ferðina. Fylgist með ykkur. Kæra kveðjur til þeirra sem ég þekki.
Edda
Guðmundur Pétursson óskar ykkur góðrar lystar á creme caramel og öðrum dásemdum Írans og er sjálfur gulur og grænn af öfund eins og og svo oft áður.
ummm creme caramel í Íran hljómar of vel :)
Kv. The Hat Lady
Hmmm, teppabúð, það ætti að hljóma vel fyrir systur mína og móður, Hildi og Margréti.
Hafið það sem best. Sakna þess að sjá ekki myndir úr ferðinni.
Bestu kveðjur að heiman.
Ingólfur
Teppabúð og creme caramel, ég veit að mæðgurnar Hildur og Margrét kætast ;-) bestu kveðjur með óskir um áframhaldandi góða ferð og skemmtun. Elín Björk
Post a Comment