Tuesday, April 28, 2009

Kátína og afmæliskökur á aðalfundi




FIMM ára afmæli Vináttu- og menningarfélags Miðausturlanda verður minnst á aðalfundinum okkar n.k. sunnudag 3.maí kl. 14 í Kornhlöðunni við Bankastræti.

Á dagskránni:
JK flytur skýrslu stjórnar fyrir síðasta ár
Reikningar lagðir fram
Stjórnarkjör

Að þessum störfum loknum er verðlaunaafhending til tveggja Íranfara sem urðu hlutskarpastir í stjörnumerkjakeppninni í síðustu Íranferð.

Einnig verður kynnt verðið á Íranferð 1.-14.okt nk. og dagsetningar á Egyptalandsferðinni.

Að svo búnu mun Örnólfur Árnason, þýðandi og rithöfundur tala um Marokkó og segja frá því í máli og myndum.

Önnur mál

Þetta ætti að verða líflegur og hressilegur fundur og myndarlegar tertur á boðstólum. NÝIR félagar og gestir eru boðnir velkomnir.
Menn eru hvattir til að mæta stundvíslega. Munið félagsgjöldin

Ferðafélögum þykir gaman að hittast og rifja upp ferðir og hlakka til þeirra næstu en hópur fer einmitt til Jemen/Jórdaníu upp úr helginni.

2 comments:

Anonymous said...

Eigi einhverjir fyrri Jemenfarar riala eða dínara væri ég meira en til í að kaupa þá. Þó ekki minnstu myntinar af riölum.
Jóhanna K

Anonymous said...

lesa allt bloggid, nokkud gott