Sunday, April 5, 2009
Kosningar til YERO-þings- börn Péturs og Þóru J sigruðu
Nouria sendi mér þennan pistil áðan:
Þann 30.mars sl fóru fram í annað skipti kosningar til þings sem miðstöðin okkar í YERO kom á laggirnar í hitteðfyrra.
Öll börnin eiga rétt til setu á þinginu en kosnir eru sérstakir talsmenn stúlkna annars vegar og drengja hins vegar. Til að hafa rétt til að bjóða sig fram sem talsmenn verða börnin að vera 14-17 ára. Verksvið talsmanns er að varðveita og gæta hagsmuna YERO krakkanna. Auka með þeim ábyrgðarkennd og sjálfstrú svo þau geti síðar bætt hag manna í Jemen.
Allir eiga rétt til að taka til máls og kappkostað er að leysa málin eftir friðsamlegum/diplómatiskum leiðum. Hvers kyns hagsmunamál sem yngri börnin leggja ekki í að bera fram sjálf skulu rædd við talsmennina sem kynna þau á þinginu og umræður fara fram.
Misbeiting valds er stranglega bönnuð og forseti þingsins skal gera sitt til að efla með börnunum sjálfstraust og sjálfstæði.
Átta drengir og fjórar stúlkur buðu sig fram sem talsmenn, þau hafa öll nú orðið nokkra tölvukunnáttu og notuðu hana óspart til að kynna stefnumál sín, útbúa spjöld og síðan var stefnuskrá hvers þeirra hengd upp í YERO miðstöðinni.
HANAN AL MATARI: Baráttumál hennar:
Skipuleggja menningarnámskeið og fræðsluferðir á söfn og sögustaði.
Efla íþróttaiðkun.
Á baráttuspjöldum sínum hvatti Hanan einnig til að börnin sýndu hugrekki, hjálpuðu hvert öðru og fylgdu eftir draumum og markmiðum sínum.
STUÐNINGSMENN HANANS: Jóna Einarsdóttir og Jón Helgi Hálfdanarson
ADNAN AL HAMBOUSSI lagði áherslu á rétt kvenna í sinni kosningabaráttu. Hann vill efla handmenntakennslu fyrir bæði kynin, stofna íþróttalið meðal yngstu barnanna og herða áróður fyri
bættri heilsugæslu.
STUÐNINGSMAÐUR: PÉTUR JÓSEFSSON
GHAIDA MOHAMMED ALI vill að frí sé á miðvikudögum og laugardögum svo að börnin geti þá sinnt listsköpun einvörðungu, svo sem teiknun og málun, tónlist og einnig íþróttur. Hún vill skipuleggja sérstakan fund einu sinni í mánuði þar sem einvörðungu verði ræddar nýjar hugmyndir sem ýta mætti í framkvæmd í miðstöðinni. Hún vill einnig auka heimsóknir á söfn og stuttar ferðir út fyrir Sanaa
STUÐNINGSMAÐUR: ÞÓRA JÓNASDÓTTIR
Eftir snarpa en menningarlega kosningabaráttu var gengið til atkvæða
Talsmaður pilta var kjörinn Adnan Al Hamboussi og stúlknanna Ghaida Mohammed Ali. Rétt á hæla Ghadiu kom svo HANAN al Matari og undu allir glaðir við enda lýðræðinu fylgt í hvívetna.
Mér fannst rétt að setja þetta hér inn og óska stuðningsmönnum þeirra þriggja sem bestum árangri náðu til hamingju með krakkana sína.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
HÚRRA HÚRRA!!! Þetta er gleðilegt og er mjög stolt. En og aftur góða ferð, verð með ykkur í anda.
Bk.
Þóra J.
Glæsilegur árangur og glæsilegt framtak!
Kær kveðja,
Inga
Ég bara verð að komast í ferð með þér til Jemen en gat ekki farið í vor eins og ég sagði þér víst. Er útilokað að þú farir með hóp næsta vor???
Kv/Sigr.Pé
Gleðilegar fréttir og við erum stolt af Yero og börnunum sem þar eru að búa sig til að erfa landið. Takk fyrir,kv. Jóna og Jón Helgi.
Það er frábært að finna fyrir baráttu barnanna, glæsileg niðurstaða. Hlakka óendanlega mikið til að hitta börnin og kynnast menningunni þeirra. Þorgerður Anna
Post a Comment