Friday, May 1, 2009

Eigum við að bjóða Pezhman til Íslands?

Óska öllum gleðilegs hátíðisdags

Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að bjóða íranska gædinum okkar Pezhman Azizi til Íslands sumarið 2010. Mig langar að kanna undirtektir við hana hér og nú og á næstunni.
Pezhman hefur verið leiðsögumaður okkar í fimm ferðum af sex þangað og verður einnig með okkur í haust ef þátttaka fæst. Hópurinn sem var í þriðju ferð og Pezhman gat ekki tekið af sérstökum ástæðum hitti hann þó nokkrum sinnum því hann kom tvívegis og borðaði með okkur.

Pezhman hefur notið mikilla vinsælda meðal íslensku hópanna enda einstaklega fróður, segir skemmtilega frá og er natinn og hugulsamur við alla. Hann hefur einnig lagt drjúgt lóð á þá vogarskál að kynna fólki annað Íran en það bjóst við.

Mér fyndist því ekki saka að athuga hvort undirtektir fást við þessa hugmynd. Þá myndum við skjóta saman, hver Íranfari borga einhverja smáupphæð, kannski 4-5 þús. kr eftir því hvað margir yrðu með og síðan skyti einhver skjólshúsi yfir hann hér í Reykjavík og svo skiptum við okkur í lið að fara með hann út á land og einhverjir væru ugglaust til í að bjóða honum í mat eða snúast eitthvað með hann.
Einnig yrði efnt til eins eða tveggja samkvæma þar sem flestir/allir Íransfarar mættu og þá fengju sem flestir tækifæri til að hitta Pezhman og rifja upp gamlar og góðar endurminningar.
Þetta yrði sirka tíu daga ferð
Hefur þegar verið fært í tal við hann en ég vil ekki binda neitt fastmælum fyrr en ég veit hver ykkar afstaða er
Þetta yrði með áþekku sniði og þegar Sýrlandsfarar tóku sig til um árið og buðu sýrlenska gædinum okkar, Maher Hafez hingað

Ég leyfi mér að biðja ykkur að skrifa álit ykkar í ábendingadálkinn eða senda mér imeil jemen@simnet.is Allt tekur þetta sinn tíma hvað varðar undirbúning svo mér finnst rétt að senda þessa fyrirspurn út núna.

Minni ykkur svo rétt í leiðinni á afmælisaðalfundinn okkar í Kornhlöðunni við Bankastræti nk sunnudag kl. 14 þar sem talað verður um Marokkó og sýndar myndir, að loknum aðalfundarstörfum og etnar gómsætar tertur.

8 comments:

Anonymous said...

Mér líst vel á þessa hugmynd.
G. P.

Dominique said...

Mér finnst þetta frábær hugmynd, Pezhman er búinn að gefa okkur svo mikið að hann á skilið að kynnast betur Íslandinu og mynda sér eigið álit. Miðað við alla vini hans á Fésbókinni er ég sannfærð um að þetta mun takast ! Ég býð mig fram alla vega til að fara með hann út á land eða vera með til að slá Stóra og góða veislu.

Anonymous said...

Er opin fyrir þessari hugmynd og vil leggja í púkk. En hvernig er með fjölskyldu hans ? Ég man eftir konu hans og dóttur er það hugmynd að bara hann komi? hefur fjölskyldan stækkað? bara forvitin. Jóna.

Unknown said...

Ég tek að sjálfsögðu þátt í þessu, hann var sannarlega frábær. Fríða Bj.

Anonymous said...

Enn er ég bara að kanna undirtektir, kæra Jóna. Þær hafa verið jákvæðar en ekki nándar nærri allir kíkja á sinn póst fyrr en eftir helgi.
Kona hans og dóttir mundu ekki koma með ef úr Íslandsferð yrði.
Gleðilegt hvað vel hefur verið tekið í þetta af þeim sem ég hef heyrt frá. Einhverjir fleiri láta mig etv vita á sunnudagsfundi og svo trúlega einhver svör í næstu viku. Sjáum svo til.
KvJK

Anonymous said...

Góð hugmynd! Hann er sannarlega frábær leiðsögumaður og það væri fallegt að bjóða honum hingað til að upplífa Ísland og Íslendinga "at home". Ég er alveg til að styðja áformið.
Catherine

Unknown said...

Ég er með.kv.inga óskars

Anonymous said...

Ég styð þessa hugmynd heilshugar, hann á það skilið eftir frábæra leiðsögn og þolinmæði við okkur. Kveðja, Gurrý