Monday, May 25, 2009
Hinn fríði Jemen/Jórdaníuhópur- greiðslur Íranfara
Þessi mynd var tekin síðasta kvöldið okkar í Sanaa nú á dögunum. Fremri röð f.v.
Ágústa, Guðrún Davíðsd, Nouria Nagi, Sigríður, Kolbrún, JK
Aftari röð ´Rúrí, Helga Ásm, Kristín Emilía, Gerður, Valur, Erna, Margrét, Stanley, Vaka, Kristín Vilhjálmsd, Bergþór, Kristín Thorlacius, Guðrún C, Ágúst, Eyþór, Dóra, Ásdís, Þorgerður og Birna.
Mikill indælis hópur.
Enn er veruleg vöntun á því að Íranfarar í apr. láti mig vita um þátttöku á myndakvöldi. Hvar eruð þið eiginlega. Aðeins helmingur hefur svarað mér og ég VERÐ að láta Þau á Litlu Brekku vita.
Þá kemur hér greiðsluplan fyrir Íranfara í október og gjöra svo vel og borga skv. því svo allt gangi upp hjá mér.
Þeir sem hafa borgað staðfestingargjaldið 50 þús borga sem hér segir Þeir sem hafa EKKI borgað staðfestingargjaldið greiði það nú um þessi mánaðamót
1.júní 135 þús(per mann)
1.júlí 135 þús (per mann)
1.ág. 130 þús (per mann)
Það verður fundur með þessum hópi í ágúst til að fylla út áritunarblöð og fleira, seinni hluta þess mánaðar. Gjöra svo vel að hafa það bak við eyrað. Fer með hóp til Marokkó í byrjun sept og þá verður allt að vera klappað
Ítreka að ég get bætt við í þessa ferð og einnig Egyptalandsferðina. Hefja skal greiðslur í hana eigi síðar en um næstu mánaðamót, þ.e. júní/júlí. Hafiði heyrt þetta áður?
Ég ítreka líka að menn mættu láta mig vita um Pezhman hugmyndina. Annars gefum við það frá okkur
Meira hvað er erfitt að fá svör. Hjúkk- hvað ég verð stundum frústreruð yfir því. Svo maður tali virkilega fágaða íslensku.
Minni svo Marokkófólk á sína greiðslu nú um mánaðamótin. Á réttum tíma, vinsamlegast
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hvaða, hvaða, fólk er bara svo afslappað í góða veðrinu. Ég kem galvösk á þriðjudag með nokkrar myndir sem ég tók í Íransferðinni til að minna okkur á stórkostlega ferð, hlakka til að sjá okkar einstaklega góða hóp, kveðja, Gurrý
Post a Comment