Saturday, May 9, 2009

Laerdomsrikur og ljufur Jemendagur

Sael oll
I morgun theysti hopurinn i heimsokn i Yeromidstodina og var thad ollum ad eg hygg ogleymanleg stund. Nouria fagnadi okkur vel og margs var spurt og husakynni skodud.
Flestir i hopnum sem stydja born hittu thau, te. Birna hitti Ahlam, Amal gekk rakleitt i fangid a Voku, Eythor hitti strakinn sinn og systur hans sem modir hans styrkir, vel for a med Asdisi og AMdjad sem hun styrkir, Gudrun Emilsdottir hitti Bosru sem Catherine modir hennar styrkir og Thorgerdur og Dora hittu tvo af bornunum sem Hjallastefnan styrkir.
Svo gengu menn um, skodudu myndir krakkanna og vinnu kvennanna a fullordinsfraedslunamskeidinu og gerdu hin rausnarlegustu kaup. Margir voru snortnir ad kynnast thessu merkilega starfi sem tharna er unnid og nokkrir letu i ljos ahuga a ad taka ad ser born thegar naesta skolaar hefst.
Thorgerdur og Dora munu vera dagstund i skolanum thegar vid komum aftur fra Sejjun og hitta tha konurnar a fullordinsfraedslunamskeidinu og raeda nanar vid Nouriu.

Hun rifjadi upp godar stundir sem hun atti a Islandi fyrir halfu odru ari og bad fyrir kaerustu kvedjur til vina sinna margra a Islandi, ekki sist Gullu pe, Eddu og Thoru Jonasd, Asdisi Ben og Maju Kr og Olofu, Elisabetu Ronaldsd og Borgarfjardarpia ofl ofl.

Thetta var virkilega ind;l hehimsokn.
Ssvo var keyrt til Thula thar sem Fatima beid okkar med dukad hadegisverdargolf med amk tuttugu rettum og atu allir a sig gat Eg sagdi theim nanar fra Fatimu og hvernig hun er i reynd kveikjan ad thessu starfi okkar i Jemen. Vid hylltum hana og foreldra hennar akaft fyrir rausnarskapinnn.

Flestir foru svo i verslun hennar, en ymsum fannst hun selja harla dyrt en eg hafdi sagt theim ad hun vaeri skeleggur og akafur kaupmadur. Margir gerdu kaup vid hana og adra en allir strakarnir i Thula thyrptust a vettvang eins og venjulega og thotti sumum nog um gledilaetin i theim.
Vid erum fyrsti ferdamannahopurinn sem kemur til Thula a thessu ari og kannski ekki ad undra thott menn vildu halda ad okkur varningi sinum.

I kvold forum vid ad borda a Al Manqual sem eg man ekki hvort er libanskur eda jordanskur stadur og i nott flugjum vid svo til Mukalla og keyrum yfir eydimerkur og sanda nidur i dalina storkostlegu og til Sejjun thar sem vid gistum a Hawta Palace i 2 naetur. Forum um nagrannabyggdir og sloppum vaentanlega lika af vid sundlaugina.

Byst ekki vid ad senda pistil thadan en vona ad allir seu i godu standi hvort sem rikisstjorn er komin eda ekki og hvet menn til ad skrifa inn a abendingadalkinn kvedjur til okkar.
Sael i bili og allir bidja ad heilsa og eru i sama solskinsskapinu og vedrid sem leikur vid hvern sinn fingur.

13 comments:

Unknown said...

Frábært að ferðast með ykkur á netinu! :)

Afi Gamli said...

Væri ekki betra fyrir okkur aumingjana á Íslandi sem ekki höfum efni á að ferðast um heimin, að þið sem flengist um allar trissur skrifuðu íslensku með Þ og Ð í staðinn fyrir th eða d. Að skrifa Æ í stað ae og ó, í, ú og á í stað o, i, u og a???
Það er ofureinfalt að gera þetta hvar sem maður er í heiminum.

Anonymous said...

Ferðin hljómar spennandi og mamma sennilega í essinu sínu að fá að vera á flakki. Sendi kveðjur til mömmu Kollu. Kveðja Nina

Anonymous said...

Ljúfar kveðjur frá Borgarfjarðarpium og börnum. Vildi svo gjarnan vera komin með ykkur í leirlitaða fegurðina....
bráin

Anonymous said...

Ferðalýsingin vekur upp ljúfar minningar, vildi óska að ég væri aftur með í för. Kær kveðja til þín, Birnu og annarra góðra ferðafélaga úr Egyptalandsferðinni.
Sigr.Ásgeirs

Unknown said...

Kærar kveðjur til ykkar allra, en þó einkum Birnu K. Frábært að lesa um ævintýri ykkar svona nánast í beinni útsendingu. Hlýtur að vera magnað fyrir ykkur að hitta börnin.

Liðið á Barðaströnd 5.

Anonymous said...

Kær kveðja frá okkur Evu. Við minnumst Jemenferðar í fyrra með mikilli gleði. Kveðja til allra og vonandi stendur Pálmalundur fyrir sínu.
Axel.

Anonymous said...

Sæl og blessuð öll.
Það er frábært að fá að fylgjast með ferðinni hérna á síðunni og láta sig dreyma um fjarlægð lönd.
Ég á mömmu þarna sem mig langar að senda kveðju í tilefni af mæðradeginum, Helga Ásmunds heitir hún og er sú allra besta.
Mamma til hamingju með mæðradaginn, blómin bíða eftir þér þegar þú kemur heim og ég vona að þú hafir ekki látið dýrtíðina hjá Fatímu fæla þið frá...
knús og kossar
Björg Geirsdóttir og co

Hjördís said...

Sendi mínar bestu kveðjur til allra mæðra í ferðinni en þó sérstaklega mömmu minnar hennar Birnu svona í tilefni mæðradagsins. Vona að þið hafið það gott og njótið ferðarinnar.

Hjördís

Anonymous said...

Sæl amma sól ég vona að þú hafir það gott úti. Í píanótímanum gekk mér mjög vel og ég fékk hrós fyrir handstillingu. Slapp næstum með allt en þarf aðeins að pússa meira La Cumprasita. Hún vill greininlega hafa það sem svona almennilegt lag eins þegar ég spila Skemmtarann það er svona sem ég spila oftast fyrir fólk en nú vill hún að ég byrji að spila svona flott lög eins og þetta. Núna er ég með A dúr, La Cumprasita, menuett og æfingu. Með nýju æfingabókina fékk ég mjög gott tvær stjörnur og fyrir skuggadansin fékk ég frábært og La Cumprasita mjög gott stjarna. Elsku amma mín ég sakna þín svo voðalega mikið.

Fyrir þig :

Elsku amma mín,

ég sakna þín.

Ég og þú erum vinir,

Líka hinir.

Ég vona að þú skemmtir þér vel ég bið að heilsa hinum.

Kveðja: Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir.

Góða nótt

Anonymous said...

Til afa gamla
Takk fyrir abendinguna.
KvJk

Anonymous said...

Kveðjur til Jemen, Yero og ferðalanga frá Íslandi. Gleymið ekki að kaupa hunang. Bara að minna ykkur á að kaupa, kv. Jóna og Jón Helgi.

Anonymous said...

Kveðjur til þeirra sem ég þekki.
Ferðast með ykkur í huganum.
Drafnarstígur hefur það gott og klæðist sumarskrúða.
Búin að panta Græna heimaþjónustu fyrir þig. (sláttur og þrif í garðinum)
Hlakka til að fá fréttir frá Jemen
Kv. Edda