Tuesday, February 23, 2010

Afmælisbókarlisti kominn á sérhlekk hér til hliðar

Mín ágætu

Tæknistjórinn setti sérstakan hlekk fyrir áskrifendur afmælisbókarinnar en nú bætast við 10-30 á hverjum degi svo hann verður uppfærður reglulega.
Bið þá sem hafa skrifað sig að athuga listann og hvort þeir eru ekki örugglega á honum.

Við Gulla pé ætlum að útbúa sérstakan og fallegan lista sem fylgir bókinni yfir þá sem gerast áskrifendur.

Það er þegar orðinn marglitur hópur, og vítt og breitt um heiminn verður bókin send því pantanir hafa borist frá ýmsum Norðurlöndum, Þýskalandi, Ítalíu, Bandaríkjunum, Sviss og Ástralíu og ég vona að við getum bætt hressilega við, náð allavega 500 þegar listinn verður útbúinn.

Bæði Hrafn og Illugi veita ötult liðsinni, svo og Birna Karlsd, Elísabet Ronaldsdóttir og fleiri.

Um það bil tveir/þriðju hafa þegar greitt, takk fyrir kærlega og ég reikna með að aðrir geri það um mánaðamót.

En á þennan lista vantar marga sem ég vona að verði með.
Greinarnar í bókinni eru skemmtilegar, fróðlegar, fyndnar og allt þar á milli. AUk þess myndir af flestum sem koma við sögu og raunar langtum fleiri.

Prentmet segir mér að fyrstu eintökin verði afhent 3/3.Það er ansi flott dagsetning.

Og svo bið ég um liðsinni ykkar og vonast til að heyra frá þeim sem skína á listanum og þeirra sem skína með því að vera ekki þar. En úr því má öllu saman bæta.

Munið jemen@simnet.is

No comments: