Friday, February 26, 2010

Bændaferðaferðin í haust er uppseld--muna afmælisbók


Frá gamla markaðnum í Damaskus

Góðan daginn
Það er gaman að segja frá því að Bændaferðaferðin til Líbanons og Sýrlands næsta haust er uppseld. Ferðin er frá 30.sept-14.okt. Fékk lista yfir þátttakendur áðan og sé þar mér til ánægju nokkra félaga úr VIMA ferðum. Mér skilst að menn geti skráð sig á biðlista þar sem enn er langt í ferðina.

Okkar ferð á þessar slóðir er í fína lagi og brátt mun ég senda til allra smábréf. Öllum greiðslum er lokið og allt í stakasta.

Nokkrir íhuga greinilega ferðir og spyrjast fyrir um hitt og annað og ég skrifa það niður allt saman en best væri ef menn söfnuðu sér saman og tækju ákvörðun, þá væri unnt að halda málinu áfram.

Þá vil ég náttúrlega minna á afmælisbókina en fyrstu eintök verða tilbúin 3/3. Þá verður haft samband við sem allra flesta sem greitt hafa og byrjað að senda bækur út á land og til útlanda.
Undirtektir hafa verið ákaflega góðar, um 318 hafa skráð sig þegar þetta er skrifað og nokkrir kaupa fleiri en eina bók, gaman að því. Og ég þakka Birnu Karlsd sérstaklega fyrir hvað hún hefur verið ötul og sent á samstarfsfélaga sína. Það er sniðug hugmynd sem hefur skilað sér vel.
Einnig hefur Hrafn verið snöfurlegur í þessu og safnað hópi áskrifenda.
Vona að allmargir greiði í dag en nú hafa um 238 greitt, sem eru ágætis heimtur.

Illugi ætlar að senda Facebookvinum sínum bréf um helgina og fleira mætti nefna. En allmargir VIMA félagar sem ég reiknaði með að tækju undir sig stökk eru enn fjarri.
Vinsamlegast sendið mér póst og pantið eintak! Allt í Fatimusjóð og við gætum keypt húsið sem bíður okkar og virðist ákjósanlegt í alla staði.

Við Gulla Pé gerum svo veglegan lista um helgina sem mun fylgja bókinni.Byrjum að vinna í því þegar Gulla er búin í vinnunni í dag.

Munið sem sagt reikningsnúmerið 342 13 551212 og kt. 1402403979, 5 þús. kr. Vonast til að hátt í 500 bækur geti farið út í næstu viku en það tekst náttúrlega aðeins með ykkar hjálp.

Nú ætlum við Eyðimerkurljónið út að sinna erindum og hlakka til að fagna nýjum áskrifendum þegar ég kem aftur seinna í dag. En gleymi heldur ekki að þakka þeim mörgu sem hafa skráð sig og flestir borgað. Það gleður mig sannarlega.

No comments: