Thursday, February 18, 2010
Afmælisbókin---
Nassim, stúlkan sem ég styrki í Jemen og JK. Nassim hefur náð miklum árangri í tölvukúnst, og meðal helstu hugsjónamála hennar er að berjast gegn gattneyslu í Jemen.
Sæl veriði öll
Seinna í dag munum við gera upp við prentsmiðjuna fyrir bókina! En bjartsýni mín er svo mikil að ég vonast til að þegar allir hafa skráð sig sem vilja leggja málinu lið og gert upp þessar 5 þús. kr getum við verið með í höndunum 4 milljónir.En þá þurfa líka allir að hjálpast að og á það treysti ég.
Drjúgur slatti hefur þegar greitt en nú verðum við að taka betur á. Þakka mikið vel þeim sem hafa greitt og bið menn að afla fleiri áskrifenda.
FJÓRAR MILLJÓNIR gætu ráðið úrslitum um hvort við getum keypt nýju stöðina og búið hana þeim tækjum og tólum sem ég tel að þurfi að leggja fram.
Svo er ég viss um að margir vilja hjálpa. Málefnið er gott og þarft og ég er full eftirvæntingar að segja Nouriu frá þessu en vil ekki gera það fyrr en málin skýrast.
Bið ykkur að hafa í frammi blíðlegan áróður, skrá ykkur fyrir bókinni og borga hana sem skjótast.
Hún kemur út eftir viku og þá verða allir látnir vita. Hún verður send til þeirra úti á landi sem hafa pantað og borgað og mun reyndar fara víðar, því ein pöntun er komin frá bekkjarsystur minni í Ástralíu!
En fyrst og fremst treysti ég á VIMA félaga og veit þeir vippa sér í málið hið fyrsta.
Minni enn á reikninginn 342 13 551212 og kt. 1402403979.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Sæl Jóhanna og til hamingju með afmælið. Viltu skrá mig á bókarlistann og ég sendi greiðslu í dag.
Guðrún Sverrisdóttir
Það geri ég með mestu gleði, Guðrún og þakka þér fyrir.
JK
Post a Comment