Wednesday, February 10, 2010

Útskriftarveisla hjá Yero





Mynirnar hér að ofan sendi Nouria mér í gær og sýnir miðsvetrarprófsútskriftarfagnað einkum eldri krakkanna sem luku vel heppnuðu tveggja vetra sérstöku tölvunámi á dögunum. Var slegið upp veislu af því tilefni og talsmenn krakkanna gerðu könnun í sínum hópum um hvernig búninga þau langaði til að klæðast og konurnar sem eru í fullorðinsfræðslunni, skilst mér að hafi saumað þá en efnið fékkst fyrir lítinn pening hjá innflytjenda.

Það er augljóst að krakkarnir eru hinir hreyknustu en það eru flest eldri barnanna okkar sem hafa notið stuðnings öll árin sem gátu þreytt tölvuprófið. En það er líka augljóst á hinni myndinni - en ýmsum gestum var boðið til athafnarinnar- að þrengslin eru ofboðsleg og því gæti það gert gæfumuninn ef okkur tækist að krækja í það hús sem við höfum fengið augastað á og ég hef áður minnst á.

Rétt er að taka fram að takist vel til með sölu afmælisbókarinnar sem krakkarnir mínir eru nú að gefa út, mun skila sér það sem á vantar.
Munið því að veita liðsinni og gerist áskrifendur - og allmargir hafa þegar gert það og meira að segja snarað inn greiðslu. Verðið er 5 þús. og reikningsnúmerið er 342 13 551212 og kt 1402403979. Athuga að ykkar kennitala þarf að koma fram. Í síðasta pistli sagði ég smávegis frá bókinni og hverjir skrifa í hana.
Handrit fór i prentun í morgun og verður vonandi til í næstu viku eða rúmlega það. En þó svo góður afsláttur sé veittur og alls konar vinna innt af hendi þarf auðvitað upp í kostnað áður en hagnaður fer að skila sér.

Svo vonast ég til að heyra frá ykkur og þakka þeim sem þegar hafa lagt greiðslu inn á reikninginn.

No comments: