Tuesday, March 2, 2010

BÓKIN ER TILBÚIN--- en ekki hafa allir áskrifendur borgað

Jæja, góðan daginn, öll.

Var að fá hringingu frá Guðmundi í Prentmet. Fyrstu eintök eru tilbúin og ég fer síðdegis að ná í þau og læt ykkur svo vita um afhendingu ofl.

Á hinn bóginn hafa ekki allir áskrifendur greitt og það þykir mér súrt í brotið þó mikill meiri hluti hafi gert það. Ástæðan er m.a. sú að við Gulla Pé erum að útbúa Áskrifendalista og á honum hefði ég kosið að hafa alla áskrifendur.

Því sendi ég þessa tilkynningu til ykkar og líka til þeirra sem hafa ekki gert upp.

Á morgun mun svo afhending hefjast og læt ykkur vita um stað og stund.

En bið þá sem skrifuðu sig fyrir bókinni, einkum og sér í lagi í afmælinu mínu að kippa þessu í liðinn. Enn er hér númerið 342 13 551212 og kt 1402403979.

Þá vil ég allra vinsamlegast biðja þá sem hafa ekki skráð sig enn að gera það í einum grænum svo sem flestir geti verið með á hinum merka afmælislista.

Prentmetsforstjóri segir að bókin sé hin fegursta útlits og ég hlakka til að sjá hana.
Til þess að þetta geri það gagn sem að hefur verið stefnt allan tímann þurfa amk hundrað að bætast við og helst ekki síðar en núna. Þá endurtek ég þakkir ´mínar tilm þeirra sem hafa borgað.

Skrifið ykkur, kæru, og borgið og svo hefst sem sagt afhendingin á morgun og næstu daga.

3 comments:

Unknown said...

Sæl Jóhanna - Til hamingju með bókina, ég hlakka líka til að sjá hana og lesa.
Ef ég get eitthvað hjálpað til, þá er ég fús að keyra um bæinn og afhenda bókina. Þú lætur mig bara vita.
kkv. eva :)

Anonymous said...

Það væri örugglega vel þegið. Hvar býrð þú aftur? Svona upp á að fara í hverfi sem þú ert sæmilega kunnug í?
Kveðja
JK

Unknown said...

Ég bý í Sílakvísl á Ártúnsholti, er ekkert sérstaklega kunnug en kann vel á vegakort.

Bestu kveðjur
eva