Thursday, March 18, 2010

Palestína? Fréttabréf? Svo tygja menn sig til Líbanons/Sýrlands

Góðan og blessaðan daginn öll

Það kann að hljóma kaldhæðnislega að efna í hópferð til Palestínu á þessum tímum en VIMA félagar hafa engu að síður sent mér imeil eða haft samband og hafa einir 8 lýst áhuga á að við færum til ferð þangað. Það væri margt vitlausara en við þurfum að vera fleiri og ekki skal búist við lúxus og fínheitum í slíkri ferð. Hef ekki gert neitt frekar í því máli en tekið niður nöfn þeirra sem eru áhugasamir og mun afla mér upplýsinga ef 15-18 manns ákveða sig. Vil ekki að við verðum fleiri að sinni.

Þá hafa þó nokkrar fyrirspurnir borist um Jemen og um Íran og því er öllu vinsamlega svarað en best væri að hópur tæki sig saman og þá skal ég sjá um restina.

Látið þetta ganga til þeirra sem þið haldið að hefðuð hug á einhverri slíkra ferða.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að Líbía er í augnablikinu lokuð vestrænum ferðamönnum uns Gaddafi jafnar sig á þeirri móðgun sem hann telur að sonur hans og fjölskylda hafi orðið fyrir í Sviss. Og lokaði þá bara á alla Vesturlandabúa.



Nú búast Líbanons og Sýrlandsfarar til brottfarar á sunnudag og muna að vera mætt á þeim tíma sem ég hef sent öllum ferðalöngunum. Muna einnig að það er ekki hundraö í hættunni þó eitthvað gleymist því það eru nokkrar verslanir í þessum löndum báðum
En vegabréf, miðar og þess háttar má vitaskuld ekki gleymast að hafa með sér.
Ræðismaður okkar í Damaskus sem hefur sýnt síðustu hópum mikla gestrisni mun trúlega bjóða okkur heim. Hann er hinn elskulegasti maður svo og hans frú. Þau eiga einnig lítið kaffihúsagallerí sem er gaman að skoða

1,7 millj. komið inn fyrir bókina en meira þarf til
Er mjög þakklát þeim sem hafa keypt afmælisbókina og nú hefur 1,7 millj. kr bæst inn á byggingarsjóðinn.
Mun fara til Jemens seinna í vor. Vonandi ganga þá frá húsakaupum svo ný miðstöð gæri tekið til starfa næsta haust. Væri það ekki rétt unaðslegt.

Þar sem ég hef bjartsýni að leiðarljósi eins og fyrri daginn má betur ef duga skal. Seinni helmingur upplags kom í hús í gær og vinsamlegast gerist áskrifendur og borgið og bókin verður send snarlega.

VIL GETA ÞESS AÐ EDDA RAGNARSDÓTTIR OG TRÚLEGA GUÐLAUG P'ETURSD'OTTIR annast málið á meðan ég er í burtu og eftir sunnudag skal því hafa samband við þær. En svo er líka hægt að panta í löngum bunum í dag og á morgun. Einnig biðja vini og kunningja eða kaupa annað eintak. Það er fljótt að koma og skal tekið fram að bókin verður alls ekki endurprentuð.

Stjórn VIMA kom saman til fundar hjá Herdísi Kristjánsd á dögunum. Fréttabréf í undirbúningi og aðalfundur og set það inn áöur en mjög langt um líður.
Hlakka til Líbanons og Sýrlandsfarar. Kaupið bókina. Þá er sælan ekki í sjöunda veldi heldur langtum ofar.

2 comments:

Anonymous said...

Tveir til viðbótar hafa látið í ljós Palestínuáhuga. Verð í sambandi síðar um málið þegar/ef þátttaka næst.
Kveðja
JK

Anonymous said...

Góða ferð Jóhanna og ég vona að bókin verði uppseld þegar þú kemur til baka er bjartsýn líka, kv úr Hveragerði JHH oh Jóna