Sunday, March 7, 2010

Allt gengur þetta bærilega---senn Líbanon/S'yrland

Sæl veriði

Áskrifendur hafa verið duglegir að koma og ná í sínar bækur og margir hafa tekið bækur til fólks í grennd við sig. Takk fyrir það. Í gær keyrði Eva Benjamínsdóttir
út bækur vítt og breitt um bæinn og nú eru í útkeyrslunni Illugi og Vera annars vegar og Axel Axelsson hins vegar. Svo þó nokkur hópur fær þá sína bók í dag. Vonandi tekst að koma þeim sem pantaðar hafa verið út fyrir miðja viku- altjent þeim sem greitt hafa.

Enn vantar þó mikið á að menn hafi náð í bækur og ég bið um liðveislu. Og hvet menn til að gera upp pantaða bók, smávegis misbrestur á því sem kemur mér spánskt fyrir sjónir. Það segir sig nokkurn veginn sjálft að ég ætla ekki að eyða næstu mánuðum í rukkun til þeirra sem klára ekki dæmið. Ef fólk skráir sig fyrir bók þá borgar það, tiltölulega einfalt mál.

Nokkrir hafa verið afar ötulir að hafa nýjum áskrifendum einkum þeir Illugi og Hrafn og fyrsta milljónin er komin inn á FAtimusjóðinn. En seljist allar getum við lagt í hann samtals fjórar milljónir og það er markmiðið.
Svo vinsamlegast hafið uppi áróður og fólk getur pantað á jemen@simnet.is og reikningurinn er 342 13 551212 og kt. 1402403979. Láta nöfn og kennitölu ykkar koma fram.
Þar sem áskrifendalistinn lengist stöðugt þarf að uppfæra hann reglulega og er það vel.

Líbanons/Sýrlandsferð nálgast
Í vikunni sendi ég svo bréf til Líbanons og Sýrlandsfara með ráðleggingum og ábendingum. Ferðin nálgast og ég vænti þess að allir séu farnir að hlakka til. Allir hafa fengið sína miða og önnur gögn að best ég veit.

Konfekt og bókasala í ferðamálaskólanum
Ég hef verið með tíma í Ferðamálaskólanum sem er uppi á höfða undanfarnar vikur og lauk því sl föstudag. Þá voru nemendur svo elskulegir að færa mér konfekt og keyptu slatta af bókum. Gaman að því.

Ekki meira í bili. En athugið að skima eftir fleiri áskrifendum.

1 comment:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna

Móttókum bókina þína í dag og má segja að ég hef ekki getað slitið mig frá henni.
Búin að lesa flestar greinarnar mér til mikillar ánægju.
Allt frábærar greinar og það má með sanni segja “Það er ekki á þig logið ! “
Við Sigurður erum þér ævinlega þakklát fyrir allar ánægjulegu ferðirnar, sem hafa auðgað okkar tilveru.

Bestu kveðjur

Jóna