Saturday, April 24, 2010

Bærilegur léttleiki tilverunnar - og vitaskuld fjölmenni á aðalfundi VIMA að venju


Frá Damaskus

Eins og verið hefur frá stofnun VIMA létu félagsmenn sig ekki vanta á aðalfundinn í Kornhlöðunni í dag og mættu þar um 50 glaðbeittir félagar. Mörður Árnason var fundarstjóri að venju og stóð sig vel að vanda.

JK flutti skýrslu um starfsárið og rifjaði fyrst upp að á starfsárinu hafa verið farnar fimm ferði.


Frá Egyptó

og tóku þátt í þeim 140 félagar. Þar af voru 67 sem voru að fara í sína fyrstu ferð sem sýnir að endurnýjun hefur verið með sóma. Þetta árið (2009) voru tvær ferðir til Írans, sú seinni í október en hin fyrir síðasta aðalfund.


Frá Petra í Jórdaníu

þ.e. til Jemen/Jórdaníu, Marokkó (fyrsta hópferð okkar þangað)Íran, Egyptalands og nú nýverið komu 34 Sýrlands og Líbanonsfarar heim.


Persneskt teppi.


Frá Fez í Marokkó.

Allar ferðirnar gengu vel þó svo töf hafi orðið á Líbanons/Sýrlandsferð vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Allir tóku því af mestu ró og ferðin lukkaðist afskaplega vel.

Vikið að Jemenmálum og þótt óneitanlega væri þyngra undir fæti sl sumar að safna styrktarmönnum, tókst að fá stuðningsfólk fyrir öll okkar börn, 133 talsins.
Næsta haust hafa sex stúlkur unnið sér rétt til að hefja háskólanám. Ákveðið hefur verið að reyna að styrkja þær- vitum að vísu ekki fyrr en í sumar hvort allar fara í háskólann. Guðrún Halla og Birna Karlsd munu koma til liðs og aðstoða við að mynda 3-5 manna hópa um hverja stúlku svo að við þurfum ekki að fækka börnum sem við styðjum.

Þetta eru eftirtaldar stúlkur
Sara Moh. Saleh Al Hamli - stuðningsm Svala Jónsdóttir
Ahlam Yahya al Hatem - stuðningsmaður Birna Karlsdóttir
Asma Attea al Hakami- stuðningsmaður Herdís Kristjánsdóttir
Hajet Yihia Al Mansoor- stuðningsmaður Hjallastefnan
Amal Abdu al Kadasi - stuðningsmaður Vaka Haraldsdóttir
og Ahlam Abdullah Al Keybesi- studd af Birnu Sveinsdóttur.

Þá var rætt um fréttabréf og fundi í skýrslunni og vikið að ferðum sem gætu orðið á árinu. Mér sýnist að þáttaka sé fyrir hendi í Palestínuferð í ca. sept. og mun láta vita um það eftir ferð til Jemen og Jórdaníu í maí þar sem við munum huga að í fyrsta lagi húsakaupum fyrir nýja miðstöð og í öðru lagi kanna möguleika á að búa til skikkanlega Palestínuáætlun.

Eftir stjórnarkjör þar sem allar stjórnarkonur voru endurkosnar við ómældan fögnuð, þe. JK, Edda, Guðlaug, Herdís, Ragnheiður Gyða og Dóminik var svo röðin komin að ræðumanni okkar, Viðari Þosteinssyni. Hann talaði um Palestínu og fjallaði umfram allt um innviði samfélagsins, leitaðist við að varpa ljósi á þá erfiðleika sem Palestínumenn byggju við, af hverju þeir stöfuðu og hvað gæti verið framundan.



Meðal annars kom fram að það stæði Palestínumönnum fyrir þrifum að hafa ekki eignast sterkan leiðtoga að Arafat gengnum. Hann lýsti einnig hugmyndafræði Hamas og kom fram hjá honum athyglisverð túlkun á hugmyndafræði og starfi þeirra samtaka sem "alþjóðasamfélagið"(þ.e. Bandaríkin eins og Viðar orðaði það) lítur á sem ein allsherjar hryðjuverkasamtök sem ekki sé ástæða til að eiga við orð.

Viðar var spurður margs að loknu erindi og leysti greiðlega úr þeim spurningum og var virkilega fróðlegt að hlusta á hann.

Ég hafði meðferðis tíu afmælisbækur og ruku þær út og vantaði fleiri svo ég tók niður pantanir og bið um fleiri pantanir. Nú hafa náðst 3,2 milljónir af þeim 4 milljónum sem mig langar að inn komi sem framlag til húsakaupanna í Jemen. Það er glæstur árangur og þarf nú aðeins lokahnykkinn til að allt gangi upp.

Óhætt að segja að menn voru afskaplega ánægðir með fundinn og gaman að sjá þarna nýja og gamla félaga. Menn fengu sér tertur og kaffi/te og áttu þarna mikla ágætisstund.

Wednesday, April 21, 2010

Munið öll eftir fundinum, laugardag



Hér er mynd af Viðari Þorsteinssyni sem talar á fundinum á morgun, laugardag, um málefni Palestínu. Myndin er raunar tekin þar haustið 2008.

Hvet félaga til að mæta á fundinn og hlusta á Viðar. Á undan eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla JK, reikningar og stjórnarkjör. Einnig tillaga um nýjan vinnuhóp sem verði JK til liðsinnis vegna Jemenbarna okkar.

Hef með mér hópmynd af Líbanons/Sýrlandshópnum sem ég lét gera á pappír fyrir þátttakendur í ferðinni.

Eins og hefur komið fram ætla ég svo að fara til Jemen í næsta mánuði að huga að húsamálum. Afmælisbókin mín verður til sölu því nú þarf að gera lokaátak í sölu hennar svo markmið náist.

Ekki sakar að geta þess að ég var kvödd í heimsókn í barnaskóla Hjallastefnunnar á dögunum og fékk þar fegurstu afmælisgjöf, listaverkaegg eftir Koggu og hundrað þúsund krónur í sjóðinn.

Nú hef ég lagt inn 2,7 milljónir í hússjóðinn vegna bókarinnar og amk 400 þús bíða. Það gera um 3,1 milljón svo enn vantar nokkuð upp á að það takist sem ég stefndi að.
En ég hef trú á að þetta gangi með því að fleiri komi að, kaupi eina aukabók eða e-ð slíkt.
Sjáumst svo á morgun kl 14 stundvíslega í Kornhlöðunni.

Monday, April 19, 2010

Líbanons og Sýrlandsfarar við Kastala riddaranna



Hinn fríði Líbanons og Sýrlandshópur með Kastala riddaranna í baksýn.
T.f.v. fremri röð: Kari Berg, Magdalena Sigurðardóttir, Ísleifur Illugason, Þórarinn Svavarsson, Hildigunnur Ólafsdóttir, Jóhanna K, Eyþór Björnsson, Katrín Þórarinsdóttir og Jasmín Þóarinsdóttir
Miðröð f.v. Kolbrá Höskuldsdóttir, Elva Jónmundsdóttir, Catherine Eyjólfsson, Málfríður Håkansson, Jóna Eggertsdóttir, Sara Sigurðardóttir, Ásrún Baldvinsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Sigrún Eygló Sigurðardóttir, Kristín Thorlacius, Hjördís Geirdal, Margrét Friðbergsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir
Aftast f.v. Illugi Jökulsson, Kristín Bjarnadóttir, Ólafur Jóhannesson, Jón Skúlason, Sigríður Ásgeirsdóttir, Matthildur Valfells, Bergþór Halldórsson, Halldóra Ásgeirsdóttir, Högni Eyjólfsson, Viðar Eggertsson, Sveinn Kjartansson og Abdul bílstjóri. Á myndina vantar Walid leiðsögumann

Einstaklega skemmtilegur hópur, jákvæður og hress og verður tilhlökkunarefni að halda myndakvöld með honum áður en mjög langt um líður.

Vona að sem flestir hafi nú fengið fréttabréfið nýja, ef ekki þá berst það í dag eða á morgun. Vek sérstaklega athygli á fjölbreyttu efni þess en ekki síst aðalfundinum á komandi laugardegi kl. 14 í Kornhlöðunni.
Hvet alla til að gera upp sín félagsgjöld.
Minni á að efni, að loknum aðalfundarstöfum ætti að vekja sérstakan áhuga, en Viðar Þorsteinsson mun tala um Palestínu og innviði og stjórnun. Skýra út hver er munur á Hamas og Fatah og afhverju þessir hópar virðast ekki geta komið sér saman.

Á fundinn ætla ég einnig að taka með mér nokkur eintök af afmælisbókinni í þeirri von að fleiri vilji festa kaup á henni.

Fylgist með síðunni því ég set næsta pistil inn sirka á fimmtudag

Saturday, April 10, 2010

Munið að taka frá 2 tíma laugardag 24.apr. - fréttabréf væntanlegt- bréfberar óskast ofl

Aðalfundurinn okkar í ár verður í Kornhlöðunni í Bankastræti( bak við Lækjarbrekku) laugardag 24. apríl nk kl. 14. Vinsamlegast takið tvo tíma frá og mætið þar vel og stundvíslega. Vil taka fram að þar verður einnig hægt að kaupa afmælisritið sem krakkarnir mínir gáfu út í tilefni stórafmælisins míns nýlega.

Myndakvöld Líbanons/Sýrlandsfara verður trúlega snemma í maí, þarf að kanna tíma t.d. Lundarreykjadalsfólks því okkur langar til að allur hópurinn hittist. Þetta var svo spes ferð.



Hér á myndinni sjást þau sýrlensku forsetahjónin Asma og Basjar sem eignuðust marga aðdáendur, leyfi ég mér að halda í ferðinni á dögunum. Til fróðleiks má svo bæta við öðrum vinum þeirra til fróðleiks að það hefur fjölgað um eina litla telpu í fjölskyldunni svo nú eru börnin orðin þrjú. Þetta er sérstaklega nefnt fyrir Ragnheiði Gyðu sem er áhugamanneskja, ásamt mér um hagi þeirra hjóna.



Í næstu viku kemur út fréttabréfið okkar og eru þar læsilegt efni, þar má nefna seinni hluta Íransgreinar Höskuldar Jónssonar, Finnbogi Rútur Finnbogason, arabískunemandi í Damaskus skrifar um upplifun sína af Sýrlandi. Dóminik Pledel Jónsson um líbönsk vín, í tilraunahúsinu er réttur frá Alsír, Vera Illugadóttir skrifar um hr. Ibrahim og Blóm kóransins og er þá fátt eitt talið.
Myndin af póstkassanum er birt til að minna ástúðlegu bréfberana okkar á að gefa sig fram aftur. Það sparar okkur verulega fjárhæð ef fólk vill bera út bréfið og félagssjóðurinn er magur.

Við síðasta fréttabréf fengum við góða aðstoð og ég bið fólk að láta mig vita hvar það gæti tekið bréf og komið þeim til skila. Og fengið sér hressingargöngu í leiðinni.
Nokkuð hefur borið á að fólk láti ekki vita um breytingu á heimilisfangi, gerið það nú í einum grænum.



Á aðalfundinum sem áður er nefndur 24. apríl mun Viðar Þorsteinsson - að loknum hefðbundum aðalfundarstöfum, ræða um Palestínu og einkum og sér í lagi þær fylkingar Hamas og Fatah sem elda þar grátt silfur saman og þær deilur koma m.a. í veg fyrir að Palestínumenn geti staðið sameinaðir gegn Ísraelum.Viðar þekkir vel til og verður án efa fróðlegt að hlýða á mál hans og án efa má beina til hans spurningum.

Á aðalfundinum hefur einnig verið ákveðið að skipa sérstaka YERO nefnd til aðstoðar JK vegna barnanna í Jemen og til að veita liðsinni varðandi skriffinnsku og öflun nýrra stuðningsmanna fyrir næsta ár.

Vonast svo til að skreppa til Jemen eins og áður hefur komið fram, en það verður líklega ekki fyrr en í maí og örugglega ekki fyrr en ljóst er hvort afmælisbókin mun skila því fé sem sárlega vantar svo við getum gengið frá húsakaupunum.

Því bið ég menn um liðsinni, kaupið bókina fyrir ykkur, til gjafa, til stuðnings verkefninu eða bara til að fá eigulega og læsilega bók í hendur.

Vona að sem flestir Kákasuslandafarar hafi sent Soffíu okkar nýgiftu kveðju, setti imeilið hennar í ábendingadálkinn hér fyrir neðan.

En umfram allt: FJÖLMENNIÐ Á AÐALFUNDINN, gerið upp félagsgjöld og KAUPIÐ AFMÆLISBÓKINA.

Og sendið póstinn svo áfram.

Wednesday, April 7, 2010

Soffía er gift! Sendum henni hamingjuóskir. Kaupendalisti uppfærður



Góðir hálsar
Var að fá þau tíðindi frá Soffíu sem var vinsæll leiðsögumaður í Georgíu í eina hópnum sem hefur farið til Kákasuslandanna að hún hefði tekið afdrifaríka ákvörðun og gift sig og sendir okkur myndir af sér og eiginmanninum.

Ég hef þegar sent henni kærar kveðjur og þykir við hæfi að við óskum henni innilega til hamingju. Einstök stúlka, blíð, gjöful og sérlega fríð sýnum og aflaði sér sérstakrar vísu frá Guðmundi Pé í ferðinni.

Hún hefur lokið lagaprófi fyrir allnokkru og hyggst fara í framhaldssnám senn. Hún biður fyrir kærar kveðjur til þeirra sem voru í Kákasuslandahópnum.



Afmælisbókarlistinn

Listi yfir þá sem hafa keypt afmælisbókina. Langflestir hafa greitt en ég bið þá sem af einhverjum ástæðum hafa ekki gert það að ganga frá því hið snarasta. Örfáir sem höfðu látið í ljós áhuga og eru á listanum hafa ekki fengið bók af þeirri einföldu ástæðu að þeir finnast ekki og þurfa því að gefa sig fram.
Listinn er að mestu í stafrófsröð en einhverja vantar á hann.

Vona að fleiri gefi sig fram. Hvar eru nú hinir vænu VIMA félagar? Sakna ýmissa nafna, m.a. sumra sem styðja Jemenbörn og fleiri.
Látum nú þetta verða að veruleika.

1. Aðalbjörg Karlsdóttir
2. Aðalheiður Birgisdóttir
3. Aðalsteinn Bergdal
5. Aðalsteinn Eiríksson
6. Agnes Amalía Kristjónsdóttir
7. Albína Thordarson
8. Alma Hrönn Hrannardóttir
9. Alma Jenny Guðmundsdóttir
10. Andrea Róberts
11. Andrés Sigurvinsson
12. Andri Snær Magnason
13. Anita Jónsdóttir
14. Anna Bjarnadóttir(Sviss)
15. Anna Eyjólfsd/Sigurður Júlíusson
16. Anna Geirsdóttir
17. Anna Guðrún Ívarsdóttir
18. Anna Hildur Hildibrandsdóttir (Bretlandi)
19. Anna Jenny Rafnsdóttir
20. Anna Kristine Magnúsdóttir
21. Anna Margrét Birgisdóttir
22. Anna Matthildur Axelsdóttir
23. Anna R. Ingólfsdóttir
24. Anna Sigríður Pálsdóttir
25. Anna Stefánsdóttir
26. Anna Torfadóttir
27. Anton Helgi Jónsson
28. Ari Gísli Bragason
29. Arndís Björnsdóttir
30. Arnheiður Tryggvadóttir
31. Atli Ásmundsson/Þrúður Helgadóttir
32. Atli Gíslason
33. Atli Viðar Þorsteinsson
34. Auður Bessadóttir
35. Auður Jónsd/Þórarinn Leifsson
36. Auður Þorbergsdóttir
37. Axel Axelsson/Eva Pétursdóttir
38. Axel Árnason Njarðvík

39. Ágúst Einarsson
40. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir
41. Álfheiður Ingadóttir
42. Árni Bergmann
43. Árni Páll Árnason
44. Árni Pétur Guðjónsson
45. Ásbjörn Óttarsson
46. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir
47. Ásdís Haraldsdóttir
48. Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir
49. Ásgeir Haraldsson
50. Áslaug Bergsteinsdóttir
51. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
52. Áslaug Hulda Jónsdóttir
53. Áslaug H. Kjartansson
54. Áslaug Magnúsdóttir
55. Ásmundur Daði Einarsson
56. Ásrún Baldvinsdóttir
57. Ásta Júlía Kristjánsdóttir
58/59. Ásta Kristín Davíðsdóttir
60. Ásta R. Jóhannesdóttir
61. Ásta Þorvaldsdóttir
62. Ásthildur Sveinsdóttir


63. Baldur Kristjánsson
64. Bára Friðriksdóttir
65. Bára Hjaltadóttir
66. Bergljót Davíðsdóttir
67. Bergljót Friðriksdóttir
68. Bergljót Guðmundsdóttir
69. Bergljót Stefánsdóttir
70. Bergþór Halldórss/Margrét Friðbergsdóttir
71. Bergþóra Birgisdóttir
72./73. Bernhard Petersen
74. Birgitta Halldórsdóttir
75-80. Birna Karlsdóttir
81. Birna Lárusdóttir
82. Birna Markúsdóttir
83. Birna Sveinsdóttir
84. Bjarndís Júlíusdóttir
85. Bjarnheiður Guðmundsd/Sigfinnur Þorleifss
86. Bjarni Karlsson
87. Björg Elíasdóttir
88. Björgvin G. Sigurðsson
89. Björk Sverrisdóttir
90. Björn A Lárusson
91. Björn Bjarnason
92. Björn Karlsson
93. Björn Stefánsson
94. Björn Valur Gíslason/Þuríður Rósenbergsd
95. Borghildur Ingvarsd/Sigurpáll Jónsson
96. Bragi Kristjónsson
97. Bryndís Símonardóttir
98. Brynhildur Ragnarsd/Ólafur Bjarnason
99. Brynja Tomer
100. Brynja Tómasdóttir
101. Brynjólfur Ólason
102. Bylgja Stefánsdóttir
103. Böðvar Guðmundsson(Danmörku)

104. Catherine Eyjólfsson
105. Cecil Haraldsson

106. Dagbjört Erla Magnúsdóttir
105. Dagbjört Snæbjörnsdóttir
106. Dagur B. Eggertsson
107. Davíð Baldursson
108. Davíð Þór Björgvinsson/Svala Ólafsdóttir og fjölsk
109. Davíð Logi Sigurðsson(Líbanon)
110. Dominik Pledel Jónsson
111. Dóra Einars

112. Edda Andrésdóttir
113. Edda Gísladóttir/Þröstur Laxdal
114. Edda Jóhannsdóttir
115.-120. Edda Ragnarsdóttir
121 Eðvarð Ingólfsson
122. Eggert Þór Bernharðsson
123. Egill Helgason
124. Eiður Guðnason
125. Einar Albertsson
126. Einar Kr. Guðfinnsson
127. Einar Ólafsson/Guðbjörg Sveinsdóttir
128. Einar Þorsteinsson
129. Elín Agla Briem/Hrafn Jökulsson
130. Elín Pálmadóttir
131. Einar Máf Guðmundsson
132. Elín Skeggjadóttir
133. Elína Hrund Kristjánsdóttir
134. Elísa Valgeirsdóttir
135. Elísabet Gunnarsdóttir
136. Elísabet Jónasdóttir
137. Elísabet Jökulsdóttir
138. Elísabet J. Þórisdóttir
139-142 Elísabet O. Ronaldsdóttir
143/144. Ellen Júlíusdóttir/Jón L. Arnalds
145. Elva Jónmunsdóttir
146. Erla Kristjánsdóttir
147. Erla Ólafsdóttir
148. Elínborg Jóna Rafnsdóttir
149. Erla Strand
150. Eva Benjamínsdóttir
151. Eva Júlíusdóttir
152. Eva Sigurbjörnsdóttir
153. Eva Yngvad/SIgurjón Sigurjónsson
154. Eygló Yngvadóttir
155. Eyþór Björnsson

156. Felix Bergsson
157. Finnbogi Páll Finnbogason
158. Fjóla Markúsdóttir, Danmörku
159. Fríða Björnsdóttir
160 Friðrik Erlingsson

161. G. Olga Clausen
162. G.Pjetur Matthíasson
163. Garpur Elísabetarson
164. Geirlaug Þorvalsdóttir
165. Gerður Björnsdóttir
166. Gerður Jensdóttir
167. Gerður Pálmadóttir, Hollandi
168. Gísli Galdur Þorgeirsson
169. Gísli Ólafur Pétursson
170. Gíslína Björnsdóttir
171. Gréta Baldursdóttir
172. Gréta H. Sigurðardóttir
173. Guðbjartur Hannesson
174. Guðbjörg Edda Árnadóttir
175. Guðbjörg Eggertsdóttir
176. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
177. Guðbjörg Jóhannesdóttir
178. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
179. Guðjón Kristinsson/Jóna Sveinsdóttir
180-181 Guðlaug Pétursdóttir
182.Guðlaugur Gauti Þorgilsson
183. Guðlaugur Þór Þórðarson
184. Guðmunda Elíasdóttir
185. Guðmunda Jónsdóttir
186. Guðmunda Kristinsdóttir
187. Guðmundur Andri Thorsson
188. Guðmundur Jóh. Óskarsson
189. Guðmundur Kr. Guðmundsson/Ólöf S. Magnúsdóttir
190. Guðmundur Pétursson
191. Guðmundur Sverrisson
192. Guðni Kolbeinsson
193. Guðni Th. Jóhannesson
194. Guðni Mar Harðarson
195. Guðný Andrésdóttir
196. Guðríður Jónsdóttir
197. Guðrún Á. Magnúsdóttir
198. Guðrún Birna Guðmundsdóttir
199. Guðrún C. Emilsdóttir
200. Guðrún Edda Gunnarsdóttir
201. Guðrún Eggertsdóttir
202. Guðrún Eva Mínervudóttir
203. Guðrún Gísladóttir, Danmörku
204. Guðrún S. Gíslad/Illugi Jökulsson
205. Guðrún Halla Guðmundsdóttir
206. Guðrún Helgadóttir
207. Guðrún Hreinsdóttir
208. Guðrún Kristinsdóttir
209. Guðrún O. Halldórsdóttir
210. Guðrún S. Guðjónsdóttir
211. Guðrún S. Jónsdóttir
212. Guðrún Sesselja Arnardóttir
213. Guðrún Sverrisdóttir
214. Guðrún Þorvarðardóttir
215. Guðrún Ægisdóttir
216. Guðrún Ögmundsdóttir
217. Gunnar Sigurjónsson
218. Gunnlaugur Stefánsson
219. Gunnþór Kristjánsson/Inga Ingimundardóttir
220. Gústaf Óskarsson

221. Hafdís Aradóttir
222. Hafdís Haraldsdóttir
223. Hafdís Vilhjálmsdóttir
224. Halla B. Þorkelsson
225. Halla Jóhanna Magnúsdóttir
226. Halla Magnúsdóttir
227. Halldór Baldursson
228. Halldór Björnsson
229. Halldór Einarsson
230. Halldór Gunnarsson
231. Halldóra Ásgeirsdóttir
232. Halldóra N. Björnsdóttir
233. Hanna Birna Kristjánsdóttir
234. Hanna Kristín Stefánsdóttir
235. Haraldur Haraldsson
236. Haraldur Kristjánsson
237. Haraldur S. Magnússon
238. Haukur Bergsteinsson
239. Helgi Seljan
240. Heiða Þórðardóttir
241. Heiðar Jónsson
242. Helga Harðard/Sturla Jónsson
243. Helga Möller
244. Helga Kristín Einarsdóttir
245. Helga Kristjánsdóttir
246. Helga Luna Kristinsdóttir
247. Helga Margrét Gígja
248. Helga R. Óskarsdóttir
249. Helga Sverrisdóttir
250. Helga Þórarinsdóttir
251. Helgi Ágústsson/Hervör Jónasd
252. Helgi Jónsson
253. Helgi S. Guðmundsson
254. Herdís Kristjánsdóttir
255. Herta Kristjánsdóttir
256. Hildigunnur Ólafsdóttir/Jón Skúlason
257. Hildur Bjarnadóttir
258. Hildur Einarsdóttir
259, Hildur Guðmundsdóttir
260. Hilmar Skagfield(USA)
261. Hjördís Geirdal
262. Hjördís Kvaran Einarsdóttir
263. Hjördís Magnúsdóttir
264. Hjörleifur Guttormsson
265. Hlín Sverrisdóttir
266. Hrafn Andrés Harðarson
267. Hrafn Þorgeirsson
268. Hrafnhildur Baldursdóttir
269. Hrafnhildur Kristín Jónsdóttir
270. Hrefna Þorvaldsdóttir
271. Hreinn Hákonarson
272. Hrönn Häkansson
273. Hulda Hrönn M. Helgadóttir
274. Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir
275. Högni Eyjólfsson
276. Höskuldur Jónsson/Guðlaug Sveinbjarnard

277. Iðunn Steinsdóttir
278. Inga Guðbrandsd/Hjalti Þórðarson
279. Inga Hersteinsdóttir
280. Inga Hlöðversdóttir
281. Inga Jónsd/Þorgils Baldursson
282. Ingibjörg Baldursdóttir
283. Ingibjörg G. Guðmundsdóttir
284. Ingibjörg Hulda Yngvadóttir
285. Ingibjörg Ingvadóttir
286. Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir
287. Ingibjörg Valgeirsdóttir
288. Ingibjörg Þórisdóttir
289. Ingigerður Jónsdóttir/Jón Halldórsson
290. Ingólfur Hartvigsson
291. Ingveldur Jóhannesd/Jörundur Traustason
292. Ingvar Hjálmarsson

293. Ína Jónasdóttir
294. Íris Björk Kristjánsdóttir
295. Ísleifur Illugason

296. Jenny Anna Baldursdóttir
297. Jenny Karlsdóttir
298. Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir
299. Jóhanna Ingibjörg Viggósdóttir
300. Jóhanna Kristjánsdóttir
301. Jóhanna Leopoldsdóttir
302. Jóhanna Sigurjónsdóttir
303. Jóhanna Þorkelsdóttir/Magnús Bjarnason
304- 305. Jóhannes Jónsson
306. Jón Aðalsteinn Baldvinsson
307. Jón Dalbú Hróbjartsson
308 Jón Daníelsson
309. Jón Eysteinsson
310. Jóna Eggertsdóttir
311´. 312 313. Jóna Einarsdóttir/Jón Helgi Hálfdanarson
314. Jóna Þorleifsdóttir/Sigurður B. Þorvaldsson
315. Jónína Leósdóttir
316. Jórunn Sigurðardóttir
317. Jósefína Friðriksdóttir
318. Júdith Júlíusdóttir
319. Júlía María Alexanderdóttir
320. Júlíana Gottskálksdóttir
321. Júlíus Hafstein
322. Júlíus Vífill Ingvarsson
323. Jökull I. Elísabetarson/Kristín Sigurðard

324. Karl Brynjarsson
325. Karólína Guðnadóttir
326. Katrín Eyjólfsdóttir
327. Katrín Jakobsdóttir
328-330. Katrín Mixa
331.-341. Katrín Ævarsdóttir
342. Kjartan Jóhannsson
343. Kjartan Magnússon
344. Kjartan Trausti Sigurðsson
345. Kolbrá Höskuldsdóttir
346. Kristian Guttesen
347. Kristinn Ágúst Friðfinnsson
348. Kristinn Kristinsson
349. Kristín Björnsdóttir
350. Kristín Daníelsd/Valur Guðmundsson
351.352 Kristín Einarsd/Haukur Backman.
353 Kristín Gísladóttir
354. Kristín Ásgeirsd. Johansen
355. Kristín Jónsdóttir
356. Kristín Káradóttir
357. Kristín Linda Hjartardóttir
358. Kristín Mäntyla
359. Kristín Möller/Kristján Ragnarsson
360. Kristín Ragnarsdóttir
361. Kristín Thorlacius
362. Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir
363. Kristjana E. Friðþjófsdóttir
364. Kristján Þór Júlíusson
365. Kristjón K. Guðjónsson
366. Kristlaug María Sigurðardóttir

367. Lára V. Júlíusd/Þorsteinn Haraldsson
368. Lena Rós Matthíasdóttir
369. Lilja G. Sigurðardóttir
370. Lilja Harðardóttir
371. Lilja Huld Sævars
372. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
373. Linda Hreggviðsdóttir
374. Linda Pétursdóttir
375. Linda Vilhjálmsd/Mörður Árnason
376. Lúðvík Geirsson

377. Magga Sigríður Gísladóttir
378. Magnús B. Einarson
379. Margrét Árnadóttir
380. Margrét Árný Halldórsdóttir
381. Margrét Blöndal
382. Margrét Fafin Thorsteinson
383. Margét Hermanns Auðardóttir
384. Margrét Ingólfsdóttir
385. Margrét Ísaksdóttir
386. Margrét Guðmundsd/Brynjólfur Kjartansson
387. Margrét Pála Ólafsdóttir
388. Margrét Rósa Sigurðardóttir
389. Margrét Rún, Þýskalandi
390. Margrét S. Einarsdóttir
391. Margrét Þórðardóttir
392. María Heiðdal/Þór Magnússon
393. Marjatta Ísberg/Arngrímur Ísberg
394. María Kristleifsdóttir
395, Marta Bjarnadóttir
396.397. Matthildur Valfells/Ágúst Valfells
398. Máni Hrafnsson

399. Nanna Baldursdóttir
400. Nína Björk Bjarkadóttir, Noregi

401. Oddný Jóna Þorsteinsdóttir
402. Óðinn Hilmisson
403. Ólafía Guðmundsdóttir
404. Ólafía Hafdísardóttir
405. Ólafur Egilsson/Ragna Ragnars
406. Ólafur Gunnarsson
407. Ólafur Jóhannsson
408. Ólafur Þ. Stephensen
409. Ólína Þorvarðardóttir
410. Ólöf Arngrímsdóttir
411. Ólöf Kristín Ingólfsdóttir
412. Ólöf Lóa Jónsdóttir
413. Ómar Valdimarsson
414.-418, Óskar Ægir Benediktsson

419, Petrea Lára Hallmannsdóttir
420. Pétur Gunnarsson

421. Ragna Árnadóttir
422. Ragnheiður Benediktsson
423. Ragnheiður Elín Clausen
424. Ragnheiður Jónsdóttir
425. Ragnheiður Tómasdóttir
426. Ragnhildur Árnadóttir
427. Ragnhildur Guðmundsdóttir
428. Ragnhildur Ó. Pálsdóttir ERwin
429. Ragnhildur Vigfúsdóttir
430. Ragný Guðjohnsen
431. Rakel Valgeirsdóttir
432.433, Rannveig Guðmundsd/Sverrir Jónsson
434. Regína Vilhjálmsdóttir
435. Reynir Vilhjálmsson
436. Ríkharð Brynjólfsson/Sesselja Bjarnadóttir
437. Ronald Bjarki Mánason
438. Róbert Lagermann
439. Róbert Marshall

440. Sara Sigurðardóttir
441. Sara J. Vilbergsdóttir
442, Sesselja Hannele Jarvala
443. Sigmundur Ernir Rúnarsson
444. Sigríður Albertsdóttir
445. Sigríður Ásgeirsdóttir
446. Sigríður Baldursdóttir
447. Sigríður Bergsteinsdóttir
448. Sigríður Dóra Magnúsdóttir
449. Sigríður Gróa Einarsdóttir
450. Sigríður Guðmarsdóttir
451. Sigríður Guðmundsd/Hermann Hermannsson
452. Sigríður Halldórsdóttir
453. Sigríður Harðard/Páll V. Bjarnason
454. Sigríður Inga Ingadóttir
455. Sigríður Karlsdóttir
456. Sigríður Lister
457. Sigríður Óladóttir
458. Sigrún Andrésd/Sigurður Þórðarson
459. Sigrún Eygló Sigurðardóttir
460. Sigrún Sigurðardóttir
461. Sigrún Stella Ingvarsdóttir
462. Sigrún Óskarsdóttir
463. Sigurbjörg Karlsdóttir
464. Sigurbjörg Þorsteinsd/Árni Þór Sigurðsson
465. Sigurbjörn Karlsson
466. Sigurður Grétar Helgason
467. Sigurður Steinþórsson
468. Sigurjón A. Guðmundsson
469. Sigurlaug Ásgrímsdóttir
470. Sigurlaug Hreinsdóttir
471. Sigurlaug Straumland
472. Sigþrúður Gunnarsdóttir
473. Sjöfn Óskarsd/Árni Gunnarsson
474. Sólrún Björg Kristinsdóttir
475, Sólveig Einarsdóttir, Ástralíu
476. Sólveig Hannesdóttir
477, Sólveig Karvelsdóttir
478. Stanley Pálsson
479. Stefania Khalifeh, Jórdaníu
480. Stefanía Guðmundsdóttir
481. Stefán Björnsson
482. Steinar J. Lúðvíksson
483. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
484. Steinunn Jónsdóttir
485, Steinunn Stefánsdóttir
486. Steinvör E Ingimundardóttir
487. Stella Jóhannsdóttir
488. Stella Stefánsdóttir
489, Sunna Dís Ingibjargardóttir
490. Svala Jónsdóttir
491. Svandís Magnúsdóttir
492. Svanhildur Guðmundsdóttir
493. Svavar Stefánsson
494, Sveinbjörg Guðmarsdóttir
495,496, Sveinbjörg Sveinsdóttir
497, Sveinn Haraldsson
498. Sveinn Andri Sveinsson
499. Sveinn Valgeirsson
500. Sölvi Björn Sigurðsson

501.502 Tómas Agnar Tómasson
503. Tómas Hermannsson
504. Tryggvi Ásmundsson/Agla Egilsdóttir

505. Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir
506, Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir
507. Unnur Skúladóttir

508, Úlfar Þormóðsson

509. Vaka Haraldsdóttir
510. Valborg Sigurðardóttir
511. Valgarður Bragason
512. Valgerður Bjarnadóttir
513. Valgerður Kristjónsdóttir
514.Vera S. Illugadóttir
515,-518. Viðar Eggertsson/Sveinn Kjartansson
519. Vigdís Grímsdóttir
520. Vignir Daði Valgeirsson
521 Vilborg Karlsdóttir
522. Vilborg Sigurðardóttir/Vikar Pétursson

523. Þorbjörg Hilbertsdóttir
524. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir
525. Þorgerður A. Arnardóttir
526.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
527. Þorgerður Sigurjónsdóttir
528. Þorgerður Þorvaldsdóttir/Kristján Edvardsson
529. Þorgrímur Baldursson
530. Þorgrímur Þráinsson
531. Þorsteinn Briem
532. Þór Edward Jakobsson
533. Þór Hauksson
534. Þóra B. Guðmundsdóttir
535. Þóra Jónasdóttir
536. Þóra Karitas Árnadóttir
537. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
538.539. Þóra Kristjánsdóttir/Sveinn Einarsson
540 Þóra Stefánsdóttir
541. Þórdís Þorgeirsdóttir
542. Þórey Einarsdóttir
543. Þórhildur H. Hrafnsdóttir
544. Þórhildur Ólafs
545. Þórir V. Þórisson
546. Þórunn Elíasdóttir
547. Þórunn Gísladóttir
548. Þórunn I. Hjartardóttir
549. Þórunn Hreggviðsd/Finnbogi Rútur Arnarson
550. Þórunn Sveinbjarnardóttir
551. Þráinn Bertelsson

552. Ögmundur Jónasson
553. Örnólfur Árnason
554. Örnólfur Hrafnsson
555. Örnólfur Örnólfsson/Arnfríður Jónsd
556. Össur Skarphéðinsson/ Árný Sveinbjarnard

Saturday, April 3, 2010

Lokast inn í lyftu ! ævintýrin fylgja okkur hvert fótmál

Sæl veriði og gleðilega páska

Við erum komin heim, lúin en ljúf og kát. Kvaddi flesta á Keflavík, bið að heilsa hinum kærlega og þakka fyrir ferðina sem hófst með ósköpum í morgun (gærmorgun réttara sagt) þegar tvær Kristínar og ein lítil Borgarfjarðarstúlka lokuðust inni í lyftunni á Semiramis hótelinu í Damaskus þegar verið var að leggja af stað út á Damaskusflugvöll.

Starfsmenn hótelsins voru ansi hreint ráðalausir lengi vel og þurfti Illuga til að ærast hressilega svo eitthvað gerðist þeim til björgunar. Þær báru sig allar eins og hetjur eftir 40 mínútna veru í þröngri lyftunni. Eftir á þótti okkur þetta skondið að ferðin skyldi enda með tíðindum eins og hún byrjaði.

Annars hefur allt verið í sóma síðustu dagana. Í gærkvöldi(fyrrakvöld sem sagt) fórum við í heimsókn til ræðismannsins í Sýrlandi, þess vinalega og gestrisna manns, Aboud Saraf sem tók á móti hópnum af elskusemi og rausn eins og hans var von og vísa.

Fyrr um morguninn á Þjóðminjasafnið sem er afskaplega skemmtilegt og síðdegis á sögustund, hakavati og lék sögumaðurinn Shadi við hvern sinn fingur og sagði með feiknalegum tilþrifum eldgamla ástarsögu. Á Omyad veitingahúsinu kýldum við okkur út af gómsætum mat, fylgdumst af aðdáun með dervisjdönskum og ég mælti kveðjuorð. Viðar Eggertsson og Bergþór Halldórsson töluðu líka og sögðu falleg og ánægjuleg orð um ferðina og Jórunn Sigurðardóttir ávarpaði Walid gæd sérstaklega og honum þótti afskaplega vænt um það. Hann vann hylli allra í hópnum sem og Abdul bílstjóri. Skínandi menn báðir tveir.

Ferðin í kastala riddaranna tókst eins og best var á kosið, að vísu bilaði rútan á leiðinni en þá vippaði hópurinn sér bara út og gekk og rútan kom síðar viðgerð og fín um það bil sem við höfðum lokið dægilegum hádegisverði hjá hinum litríka vini okkar, Omaran.

Þegar haldið var sem sagt út á völl- að lyftuævintýri lukkulega loknu- var enn ekki ljóst hvort Catherine fengi visa til að vera í viku hjá syni og tengdadóttur en það leystist með bravör með hjálp ræðismanns og þrjósku Walids og mín og hún kemur heim eftir viku eins og alltaf var ætlunin.

Ég held að óhætt sé að segja að allir hafi verið ánægðir með ferðina, lítið létu magakvillar á sér kræla og voru kveðnir niður snarlega þar sem þeir stungu sér niður.
Hópurinn var sérstaklega samrýmdur eins og ég hef sagt fyrr, kannski hristist hann fyrr saman vegna þess mótbyrs sem var í upphafi ferðar.

Og hvernig er nú með kaup á afmælisbókinni??

Enn hef ég ekki getað kannað hvernig afmælisbókinni hefur reitt af meðan ég var í burtu en veit þó að Edda Ragnarsdóttir hefur staðið sig eins og hetja í að koma út pöntuðum bókum.

Samt bið ég ykkur að koma til liðs og drífa í því svo Fatimusjóðurinn gildni verulega.
Ýmsir sem ég bjóst við að mundu snarlega kaupa hana hafa annað hvort ekki látið í sér heyra eða ekki gert upp. Hvet ykkur eindregið til að hjálpa mér til að við getum látið það verða að veruleika að ganga frá húsakaupunum fyrir krakkana í Sanaa.
Einn er hver einn og eins hafa margir tekið aukaeintak/tök til gjafa. Þakka allt slíkt

Nú fer ég að sofa og bíð eftir sálinni eftir forkunnargóða ferð með einstaklega góðum hópi. Við efnum svo til myndakvölds með þátttöku sem allra flestra og held að menn hlakki til að skiptast á myndum og rifja upp ferðina.