Sunday, August 29, 2010
Póstkort frá Líbíu
Fyrri hópurinn sem fór í Líbíuför í okt. 2008
Þessa dagana rogast íslenskir bréfberar með fulla poka af póstkortum frá íslenskum ferðamönnum í Líbíu - frá því haustið 2008. Þetta er óneitanlega sérstakt en sýnir að þó svo Líbíumenn hafi öðruvísi tímaskyn en við, koma þeir öllu til skila á endanum og altjent virðast póstburðargjöld þar í landi ekki hafa hækkað síðan við vorum þar. Einhver kort mun líbíski leiðsögumaðurinn hafa tekið til að flýta fyrir en árangur hans er jafn athyglisverður og t.d. minn því ég póstaði kássu af kortum í Tripoli eftir að fyrri hópur fór heim og ég beið í 3 daga uns sá seinni mætti á svæðið.
Hvet sannarlega viðtakendur korta til að geyma þessi sögulegu póstkort vel og vandlega.
Þakka kærlega þeim sem hafa boðið sig fram í fréttabréfsútburð eftir rösklega hálfan mánuð og ánægjulegt ef fleiri gæfu sig fram.
Palestínufarar ljúka nú greiðslu um mánaðamót, sé ekki betur en Úzbekistan(fyrri ferð) sé á réttu róli en Íranferð hangir enn í hálflausu lofti en ég spái því að það endi allt með prýði.
Eins og áður kom fram verða dagsetningar seinni Úzbekistanferðar birtar mjög fljótlega.
Vonast að til að stuðningsmenn Jemenbarna - sem ekki hafa greitt- láti verða af því nú um mánaðamótin. Nokkrir strákar hafa hætt í skólanum vegna erfiðra heimilisástæðna og látnir fara að vinna íhlaupaverk en margir eru á biðlista svo allir sem hafa gefið sig fram og ekki fengið börn munu vissulega fá þau og þó fleiri væru. En þetta er nú harla gott í bili og kærar þakkir til ykkar allra sem takið þátt í þessu.
Wednesday, August 25, 2010
Hanak stefnir að því að verða sendiherra...
Hanak al Matari
Góðan daginn
Fékk upplýsingar frá Nouriu um það í gær að Hanak al Matari sem við styrkjum í háskólanámi hennar stæði sig vel og lyki trúlega námi í sinni hagfræði og stjórnmálavísindum 2012. Hún stefnir að því að komast í starf hjá utanríkisþjónustunni og vill verða sendiherra. Eftir því sem ég best veit er aðeins ein jemensk kona sendiherra nú.
Minni menn á að borga fyrir sín börn nú um mánaðamótin. Margir hafa gert upp, aðrir hafa látið mig vita hvernig þeir skipta greiðslum og allt í fína með það. Við styrkjum sama fjölda og í fyrra 132 börn plús Hanak. Um ellefu börn ljúka stúdentsprófi næsta vor ef allt gengur að óskum og er þá stuðningi lokið.
Myndaður var stuðningshópur um Hanak því það er miklu dýrara að styðja í háskóla.
Þakka öllum sem taka þátt í þessu.
Vonast til að hafa á næstunni loks fréttir af húsamálum okkar í Jemen.
Palestínufarar greiða svo lokagreiðslu plús eins manns herbergi nú um mánaðamótin og vona allir geri upp á réttum degi.
Þá mælist ég til þess að áhugafólk um Uzbekistan í september 2011 láti í sér heyra.
Nú er ferðin hálffull, reikna með um 20 manns og staðfestingargjald verður innheimt fyrr en venjulega. Læt menn vita um það.
Eftir þá leiðindareynslu sem ég hef lent í hjá ýmsum Íranförum sem hafa hætt við þá stend ég ekki í svona leiðindaþrasi endalaust. Samt verður Íranferðin farin og hananú og hún er vel skipuð. Ef menn panta í einum grænum get ég auðvitað bætt í hana en fólk greiði þá staðfestingargjaldið samtímis pöntun.
Fréttabréfið er í vinnslu undir styrkri stjórn Dominik og ég bið menn lengstra orða að tilkynna ef breyting hefur orðið á heimilisföngum. Einnig er nú þegar auglýst eftir góðu fólki til að dreifa fréttabréfinu. Það sparar félaginu æði mikinn pening og ekki er félagssjóðurinn sérlega pattaralegur.
Fréttabréfið kemur trúlega út um miðjan september og þar verður haustfundur einnig auglýstur.
Sunday, August 22, 2010
Heim komin eftir undursamlega ferð um svæði Palestínu -og Ísraels
Úr gömlu borginni í Jerúsalem
Sælt veri fólkið
Klukkan er nú þrjú aðfararnótt mánudags (klukkan sex að morgni í Jórdaníu og Palestínu) og ég er mætt og afskaplega ánægð með þessa skoðunarferð vegna hópsins í nóvember. Alls konar mál skýrðust fyrir mér sem ég hafði ekki áttað mig á og margt sá ég sem kom mér á óvart- margt jákvætt, sumt ívið óbærilegra og er þar einkum átt við þá þætti sem snúa að framgöngu Ísraela gagnvart Palestínumönnum.
Dagurinn í Jerikó verður eftirminnilegur í alla staði. Menjar hafa fundist þar sem rekjast átta þúsund ár aftur í tímann enda Jerikó í baráttu um titilinn elsta borg heims. Þar fór hiti í 52 stig í skugga. Samt skoðaði ég Kúmran þar sem fjárhirðir fann hin frægu Dauðahafshandrit fyrir nokkrum áratugum, horfði upp á fjallið þar sem sagt er að freistarinn- Satan í eigin persónu - hafi reynt að lokka Jesús til fylgis við sig, rannsakaði múra Jerikó en tókst ekki að blása þá niður enda eru þeir að metu neðanjarðar og fleira og fleira. Þar keypti ég Jerikórósina og mun nú athuga hvort það er rétt og satt að þessi rytjulegu strá sem ég flutti heim, verði að unaðsrós ef hún kemst í vatn.
Einnig í svo sem eina soldánshöll en varð óneitanlega að gefast upp öðru hverju og fá mér te og vatn.
Þaðan lá leið til Nablus sem er að því leyti erfiður staður að Ísraelar ráða vitaskuld hverjir fara þar inn og út. Eftir mörg símtöl við einhverja yfirmenn hersins var okkur Mousa leiðsögumanni sínum leyft að fara inn í Nablus ef við skrifuðum undir plagg um að Ísraelsstjórn mundi ekki bæta það tjón sem við kynnum að verða fyrir. Auðvitað urðum við hvorki fyrir tjóni né skaða og Nablus er afar spennandi staður. Ríkmannlegri en ýmsir aðrir Palestínumannabæir og þar er stundum andóf í gangi, en allt var friðsælt þennan dag enda allir væntanlega magnþrota af hitanum. Við skoðuðum Jakobsbrunninn forna og síðan upp á fjallið fyrir ofan Nablus þar sem útsýnið er hreint konunglegt.
Með okkur í för slóst einn forsvarsmaður Samaríugyðinganna sem býr í Nablus. Ég viðurkenni fúslega fáfræði mína en vissi ekki af þeim. Þeir eru um 300 talsins og hafa búið þarna kynslóð fram af kynslóð í fullri sátt við Palestínumennina. Þessi hópur biðst fyrir á annan hátt en aðrir gyðingar og eru öllu nær múslimum en gyðingum og sumir þeirra vilja raunar ekki telja sig gyðinga. Annað þorp er í Ísrael/Palestínu þar sem Samaríugyðingar búa, ámóta fjöldi, líklega eru þeir alls um 600-700 og þeir eiga einn fulltrúa á ísraelska þinginu.
Yfirleitt eru þeir mjög andsnúnir aðgerðum Ísraela gegn Palestínumönnum og hafa tekið afstöðu með aröbunum þegar í odda hefur skorist.
Í Nablus átti Mousa leiðsögumaður, skyldmenni sem hann hafði ekki hitt í nokkur ár því Nablus búar eins og aðrir Palestínumenn utan Jerúsalem fá ekki að fara þangað nema á föstudögum til bæna og skilyrði fyrir því eru að konur séu orðnar fertugar og karlar fimmtugir. Við sóttum heim þessa sómafjöldskyldu, heimilisfaðirinn er deildarforseti raunvísindadeildar háskólans í Nablus, kona hans stærðfræðikennari og myndarleg fimm börn þeirra virðast öll ansi náttúreruð fyrir stærðfræði og raunvísindagreinar.
Vegna ramadans afþakkaði ég veitingar sem átti að bera mér en þegar ég skutlaði mér aðeins út í 49 stiga heitt sólskinið var komið með djús og ávexti - minna mátti það nú ekki vera sagði húsfreyjan og var miður sín yfir því að ég vildi ekki að hún bæri mér veitingar.
Dagurinn í Jerúsalem(hópurinn hefur tvo þar) var minnisstæður í alla staði: gamla borgin er engu lík og hefur sem betur fer ekki breyst að meinu marki. Þar skoðaði ég hús/kirkju foreldra Maríu meyjar, gekk Via dolorosa og fór að Grátmúrnum, sá vistarveru hinnar heilögu kvöldmáltíðar, upp á Olívurfjallið, Getsemane og ég man eiginlega ekki hvað ég sá ekki. Fyrir utan þessa fjölbreyttu og sjarmerandi krákustiga þar sem verslun er við hvert fótmál, ærsl og hamagangur.
Við Mousa vorum nú samt ansi lúin eftir allt labbið en hann var verr settur en ég, hann var fastandi en ég gat þó leyft mér að svolgra vatn.
Ég hef ekki almennilega þrek í augnablikinu til frekari frásagna af þessari vel lukkuðu og lærdómsríku ferð. Mun tjá Palestínuförum það nánar þegar við efnum í annan fund. En óhætt að fullyrða að ferðin var mér afar gagnleg og það skilar sér vonandi í því að hópurinn fái góða ferð fyrir snúðinn.
Hef hvern dag komist á Netið því ókeypis aðgangur er að tölvu á því hóteli sem við munum dvelja á í Betlehem. Menn segja mér að nóvember sé mjög hagstæður mánuður til heimsóknar og þá verði veður hið þægilegasta, um 18-25 stig eða svo. Mun senda Palestínuhópnum skýrslu sem ég talaði um á fundinum á dögunum.
Sé að Íranfarar hafa borgað skilvíslega sín staðfestingargjöld og gott mál það og takk fyrir. Er afskaplega óhress með suma sem höfðu tilkynnt sig í Íranferðina og hætta nú skyndilega við. Það kemur sér vægast sagt illa en engu að síður mun ég reyna að halda verði óbreyttu, 450 þúsund fyrir Íranferð. Held hins vegar að ég hafi ekki sent alls kostar rétta greiðsluáætlun til Íranfara en bið þá að örvænta ekki. Verðið breytist ekki. Við möndlum þetta. En kærkomið væri óneitanlega að þeir sem sögðust ætla að fara í þá ferð og hafa allt í einu horfið úr sögunni létu vita. Ég tel það afar óheppilegt þegar svona lagað gerist að allt í einu telja menn ekkert sjálfsagðara en hoppa bara frá þó þeir hafi áður tilkynnt sig. Þetta er framkoma sem mér gremst stórlega en þakka þeim því betur sem hafa greitt eins og til var stofnað.
Nú er ég sem sagt búin í bili en mun láta frá mér heyra um leið og lúningurinn hefur lagast.
Wednesday, August 18, 2010
Med kvedjum fra Palestinu
Sael oll
Thessir fyrstu dagar i rannsoknarferdinni minni i Palestinu, fyrir ferdina i november, hafa gengid afskaplega vel. Ad visu er skritid ad vera sifellt ad fara inn og ut ur Palestinu og vera stundum i Israel thegar eg held eg se i Palestinu. Samt fer madur harla fljotlega ad finna thad i loftinu.
Hef haft busetu i Betlehem og er thar nuna og kl er 9 ad morgni, en 6 heima vegna timamisdmunarins.
Thad var til daemis athyglisvert ad koma yfir landamaerin fra Jordaniu og fara i gegnum israelska landamaerastod sem er tho strant tiltekid a Vesturbakkanum sem er amk ad nafninu til a yfirradasvaedum Palestinu. Allt gekk thar rolega og israelsku landamaerastulkurnar eru nu ekki thaer vinalegustu sem madur hittir. En bjargadist vel og huggulega.
Thessa daga hef eg farid um Betlehem, skodad Faedingarkirkjuna, helli fjarhirdanna og skodad thad sem Betlehembuar(sem eru flestir Palestinumenn) eru hvad leiknastir vid allra ad skera ut i olivurvid. Somuleidis rannsakadi eg nokkur hotel og breytti um stad sem hopurinn verdur a. Thad er dalitid ovidkunnarlegt ad koma svo a landamaerastod Israela og reida fram vegabref thegar farid er ut ur baenum en Israelar toku ser sneid af borginni fyrir nokkud longu.
For einnig til Hebron en thar er ma. storkostlega tignarleg moska Abrahams og nanustu aettingja hans, Soru, Isaks og konu hans, Jakobs og Leu. Thar far lika ljuft ad labba um markadinn tho hann vaeri liklega i daufara lagi af tvi dagurinn var ungur en fyrst og fremst af tvi nu stendur ramadan- fostumanudurinn sem haest. Fekk mer that olivusapu sem faest adaeeins i Hebron og skodadi einnig glerverksmidju og fekk ad gryta einu glasi a steingolfid og ekki kom svo mikid sem sprunga i thad. Thetta er eldgomul taekni sem their Hebronbuar kunna manna best. I midri Hebron kemur madur allt i einu ad rammgerdum vegg og handan hans er hverfi um 2-300 gydinga sem fluttu hingad fyrir nokkrum arum. Eg veit ekki hvers vegna- thad er naertaket ad halda ad their seu ad ogra Palestinumonnum en thessa folks gaeta um 2000 israelskir hermenn og grair fyrir jarnum og ekki vingjarnlegir og best ad abbast ekki mikid upp a tha
Thad er einstaklega falleg leidin um Vesturbakkann, olivurtren og fikjutren i bloma og dreifa ser um haedirnar.
I dag er eg a leid inn til Jerusalem og skoda gomlu borgina, svo og stadi muslima, gydinga og kristinna en menn skyldu hafa bak vid eyrad ad thad voru Palestinumenn sem voru vorslumenn thessara stada oldum saman. Einnig er tilhlokkunarefni ad fara i gomlu borgina. Mer finnst Jerusalem hafa thanist gridarlega ut sidan eg kom her sidast fyrir fimm sex arum. Hun er mjog spes borg og serstok fyrir allra hluta sakir.
Seinna i dag til Ramallah. Allan daginn verd eg sem sagt ad fara inn og ut milli theirra svaeda sem Palestinumenn rada og Israelar.
Vedur er hlytt 38-40 stiga thessa daga. Thad er solskin og blida og eg se fram a ad thad verdur otrulega margt aevintyrid sem bidur hopsins.
Kvedjur i bainn og nu inn i gomlu Jerusalem.
Thessir fyrstu dagar i rannsoknarferdinni minni i Palestinu, fyrir ferdina i november, hafa gengid afskaplega vel. Ad visu er skritid ad vera sifellt ad fara inn og ut ur Palestinu og vera stundum i Israel thegar eg held eg se i Palestinu. Samt fer madur harla fljotlega ad finna thad i loftinu.
Hef haft busetu i Betlehem og er thar nuna og kl er 9 ad morgni, en 6 heima vegna timamisdmunarins.
Thad var til daemis athyglisvert ad koma yfir landamaerin fra Jordaniu og fara i gegnum israelska landamaerastod sem er tho strant tiltekid a Vesturbakkanum sem er amk ad nafninu til a yfirradasvaedum Palestinu. Allt gekk thar rolega og israelsku landamaerastulkurnar eru nu ekki thaer vinalegustu sem madur hittir. En bjargadist vel og huggulega.
Thessa daga hef eg farid um Betlehem, skodad Faedingarkirkjuna, helli fjarhirdanna og skodad thad sem Betlehembuar(sem eru flestir Palestinumenn) eru hvad leiknastir vid allra ad skera ut i olivurvid. Somuleidis rannsakadi eg nokkur hotel og breytti um stad sem hopurinn verdur a. Thad er dalitid ovidkunnarlegt ad koma svo a landamaerastod Israela og reida fram vegabref thegar farid er ut ur baenum en Israelar toku ser sneid af borginni fyrir nokkud longu.
For einnig til Hebron en thar er ma. storkostlega tignarleg moska Abrahams og nanustu aettingja hans, Soru, Isaks og konu hans, Jakobs og Leu. Thar far lika ljuft ad labba um markadinn tho hann vaeri liklega i daufara lagi af tvi dagurinn var ungur en fyrst og fremst af tvi nu stendur ramadan- fostumanudurinn sem haest. Fekk mer that olivusapu sem faest adaeeins i Hebron og skodadi einnig glerverksmidju og fekk ad gryta einu glasi a steingolfid og ekki kom svo mikid sem sprunga i thad. Thetta er eldgomul taekni sem their Hebronbuar kunna manna best. I midri Hebron kemur madur allt i einu ad rammgerdum vegg og handan hans er hverfi um 2-300 gydinga sem fluttu hingad fyrir nokkrum arum. Eg veit ekki hvers vegna- thad er naertaket ad halda ad their seu ad ogra Palestinumonnum en thessa folks gaeta um 2000 israelskir hermenn og grair fyrir jarnum og ekki vingjarnlegir og best ad abbast ekki mikid upp a tha
Thad er einstaklega falleg leidin um Vesturbakkann, olivurtren og fikjutren i bloma og dreifa ser um haedirnar.
I dag er eg a leid inn til Jerusalem og skoda gomlu borgina, svo og stadi muslima, gydinga og kristinna en menn skyldu hafa bak vid eyrad ad thad voru Palestinumenn sem voru vorslumenn thessara stada oldum saman. Einnig er tilhlokkunarefni ad fara i gomlu borgina. Mer finnst Jerusalem hafa thanist gridarlega ut sidan eg kom her sidast fyrir fimm sex arum. Hun er mjog spes borg og serstok fyrir allra hluta sakir.
Seinna i dag til Ramallah. Allan daginn verd eg sem sagt ad fara inn og ut milli theirra svaeda sem Palestinumenn rada og Israelar.
Vedur er hlytt 38-40 stiga thessa daga. Thad er solskin og blida og eg se fram a ad thad verdur otrulega margt aevintyrid sem bidur hopsins.
Kvedjur i bainn og nu inn i gomlu Jerusalem.
Friday, August 13, 2010
Vegna forfalla eru fjögur sæti laus í Íranferð- vinsamlegast bregðið við skjótt
Imamtorgið í Isfahan
Sæl veriði
Vegna skyndilegra, ófyrirséðra forfalla eru fjögur sæti laus í Íranferðina 27.febr-13.mars. Ég bið áhugasama að tilkynna sig á jemen@simnet.is
Tekist hafði að ná ferðinni niður í 450 þúsund með aðskiljanlegum tilfæringum. Það er sama verð og var á ferðunum í hitteðfyrra(engar Íranferðir í ár) og ég vona sannarlega að menn láti þetta tækifæri sér ekki úr greipum ganga.
Bið fyrri Íranfara að láta þetta berast til vina sem þeir vita að þurfa einmitt og akkúrat að fara til Írans sem er ógleymanlegt og margslungið ævintýri.
Ég fer til Jórdaníu og Palestínu í stuttan rannsóknarleiðangur á mánudagsmorgun og verð rétt um viku og skoða staði og lít á sem flest af þessu.
Mun áreiðanlega skrifa inn á síðuna og líta á póstinn. Svo menn ættu að fylgjast með síðu og senda mér póst um Íranþáttöku. Verð að ganga frá því máli endanlega í lok ágúst.
Minni loks Jemenstuðningsmenn á að borga. Margir hafa raunar gert það og takk fyrir það kærlega. Aðrir skipta greiðslum og hafa látið vita. Prýðilegt. Frá nokkrum hefur ekki heyrst. Um 12-15 börn ljúka stúdentsprófi næsta vor ef allt gengur skv. áætlun.
Stuðningi verður þá hætt. Þar sem við studdum Hanak al Matari þegar hún hóf háskólanám verður því haldið áfram amk í vetur enda gæti hún lokið námi næsta ár. Hef ekki fengið af því nánari spurnir alveg nýlega.
Sunday, August 8, 2010
Ánægja á fundunum í dag - Seinni Uzbekistan í sept
Uzbekisk dansstúlka í Bukhara
Fundirnir í dag voru að mínum dómi og vonandi ykkar sem mættuð mjög ánægjulegir. Kl 14 var Íranfundur og ég vona sannarlega að þar bætist þeir þrír við sem mig vantar til þess að ég geti lækkað verðið. Einstaklega góður hópur sýnist mér.
Mun senda áætlun og hollráð til þeirra sem ég veit að ætla að fara í þá ferð en höfðu boðað forföll. Ég ætla að svo mæltu EKKI að hafa fleiri hópferðir til Írans en þessa í mars nk Svoleiðis er það bara.
Hvað hollráð og áætlanir snertir á það einnig við varðandi hinar ferðirnar. Ath það
Uzbekistanfundur hófst svo kl. 15 og voru langflestir mættir. Við verðum 27 og ég tek ekki fleiri.
Hins vegar er nokkuð augljóst að eftirspurn er í aðra ferð og hef hugsað mér hana í sept 2011 og verður dagskráin þá hin sama. Þeir sem hafa hug á þeirri ferð og hafa EKKI látið vita skyldu gera það fyrr en síðar. Dagsetningar ákveðnar innan tíðar. Skemmtilegt fólk til Uzbekistan. Nokkrir nýir bætast þar í hópinn og er tekið fagnandi.
Bið Uzbekistan og Íranfara að senda mér á næstunni upplýsingarnar sem nefndar voru á fundinum. Hef raunar þegar fengið frá tveimur. Takk fyrir það.
Loks var Palestínufundurinn kl. 16 og þar eru einnig nokkrir nýir og allt hið fegursta fólk. Áður en ég fer þarf ég nauðsynlega að hafa fengið vegabréfsnúmerin frá ÖLLUM í Palestínuhópnum. Vantar nokkra sem eru að endurnýja.
Mun senda þeim hópi sérstaklega skýrslu eftir ferðina sem er hjá mér einni og sjálfri á þessar slóðir og hefst um næstu helgi.
Þetta lítur allt gæfulega út. Tek fram að septemberferðin til Uzbekistan verður hin síðasta - í alvöru- á vegum VIMA.
Við fórum yfir áætlanir, Gulla pé hafði sett á kubb nokkrar skemmtilegar jurt(gististaður í Uzbekistan) spjölluðum og spurt var margs. Drukkum te/kaffi og mauluðum sætabrauð.
Þetta var því allt hið besta mál og þakka samveruna í dag.
Wednesday, August 4, 2010
Víst gerast ævintýrin enn ---vinsamlegast tilkynnið ykkur á sunnudagsfundinn
Frá miðstöðinni í Sanaa, tekið á móti íslenskum gestum með bravör
Mig langar til að segja ykkur frá dálitlu ævintýri. Í mig hringdi í gær sextugur öryrki sem hefur verið lamaður sl. tíu ár vegna heilablóðfalls. Hann sagðist vilja styrkja barn hjá okkur og bað mig að koma og við skyldum ganga frá þessu. Mér skildist hann hefði hug á að styrkja eitt barn.
Ég fór til hans í morgun og veitti viðtöku hundrað þúsund krónum! Mér fannst þessi rausn og höfðingsskapur ævintýri líkast. Hann ætlar að greiða með tveimur börnum og fjörutíu þúsund fer í Fatimusjóðinn. Þessi maður kærir sig ekkert um að nafn hans komi fram en ég gat ekki látið hjá líða að segja ykkur frá þessu. Þarna er á ferðinni maður sem á örlæti hjartans óskert þótt líkamlega sé hann skertur. Fyrir er þakkað innilega.
Ég hef ekki heyrt frá allmörgum vegna fundanna á sunnudag og bið ykkur lengstra orða að drífa í að tilkynna ykkur. Ef einhverjir hafa áhuga á ferðinni til Íran(þar má bæta við) eru þeir velkomnir skuldbindingarlaust. Sá fundur hefst kl. 14 á sunnudag í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu(fyrir enda Stýrimannastígs) Ákveðnir þátttakendur mæti endilega. Palestínufarar og Úzbekistanfarar greiði sína upphæð fyrir fundinn allra vinsamlegast.
Þá hefur komið fram sú hugmynd sem mér líst hreint ekki illa á að seinni ferðin til Uzbekistan verði haustið 2011 í staðinn fyrir að hafa hana strax á eftir þeirri í apríl. Fróðlegt væri að heyra skoðanir á því.
Tuesday, August 3, 2010
Sunnudagur er fundadagurinn mikli
Hef sent öllum sem hafa staðfest sig í Palestínu, Íran og Uzbekistan tilkynningu um fund n.k sunnudag og mælist til þess í bréfunum að fólk tilkynni þátttöku.
Á fundunum verða lagðar fram nokkuð ítarlegar áætlanir um ferðirnar og greiðsluplan fyrir Uzbekistanfara og Íranfólk.
Ítreka að framundir næstu mánaðamót má trúlega bæta við í Íranferð ef menn eru snöggir. Sömuleiðis væri mjög ánægjulegt að Uzbekistanferð 2 yrði að veruleika. Hún hefst þá um 29. apríl og verður í laginu alveg eins og sú fyrri.
Nú fer ég sem sagt til Palestínu í könnunarferð þann 16.ág-22.ág og vonast til að vera að þeirri ferð lokinni með viðbótarupplýsingar.
Ég bið þátttakendur lengstra orða að koma á fundina svo ég þurfi ekki að endurtaka allt. Við reynum að fara yfir sem flest á fundinum og undirbúið ykkur með spurningar ef út í það er farið.
Allt lítur þetta undur vel út og ég vænti þess að allt gangi eins og smurt með þetta góða fólk sem ferðafélaga.
Subscribe to:
Posts (Atom)