Sunday, August 8, 2010
Ánægja á fundunum í dag - Seinni Uzbekistan í sept
Uzbekisk dansstúlka í Bukhara
Fundirnir í dag voru að mínum dómi og vonandi ykkar sem mættuð mjög ánægjulegir. Kl 14 var Íranfundur og ég vona sannarlega að þar bætist þeir þrír við sem mig vantar til þess að ég geti lækkað verðið. Einstaklega góður hópur sýnist mér.
Mun senda áætlun og hollráð til þeirra sem ég veit að ætla að fara í þá ferð en höfðu boðað forföll. Ég ætla að svo mæltu EKKI að hafa fleiri hópferðir til Írans en þessa í mars nk Svoleiðis er það bara.
Hvað hollráð og áætlanir snertir á það einnig við varðandi hinar ferðirnar. Ath það
Uzbekistanfundur hófst svo kl. 15 og voru langflestir mættir. Við verðum 27 og ég tek ekki fleiri.
Hins vegar er nokkuð augljóst að eftirspurn er í aðra ferð og hef hugsað mér hana í sept 2011 og verður dagskráin þá hin sama. Þeir sem hafa hug á þeirri ferð og hafa EKKI látið vita skyldu gera það fyrr en síðar. Dagsetningar ákveðnar innan tíðar. Skemmtilegt fólk til Uzbekistan. Nokkrir nýir bætast þar í hópinn og er tekið fagnandi.
Bið Uzbekistan og Íranfara að senda mér á næstunni upplýsingarnar sem nefndar voru á fundinum. Hef raunar þegar fengið frá tveimur. Takk fyrir það.
Loks var Palestínufundurinn kl. 16 og þar eru einnig nokkrir nýir og allt hið fegursta fólk. Áður en ég fer þarf ég nauðsynlega að hafa fengið vegabréfsnúmerin frá ÖLLUM í Palestínuhópnum. Vantar nokkra sem eru að endurnýja.
Mun senda þeim hópi sérstaklega skýrslu eftir ferðina sem er hjá mér einni og sjálfri á þessar slóðir og hefst um næstu helgi.
Þetta lítur allt gæfulega út. Tek fram að septemberferðin til Uzbekistan verður hin síðasta - í alvöru- á vegum VIMA.
Við fórum yfir áætlanir, Gulla pé hafði sett á kubb nokkrar skemmtilegar jurt(gististaður í Uzbekistan) spjölluðum og spurt var margs. Drukkum te/kaffi og mauluðum sætabrauð.
Þetta var því allt hið besta mál og þakka samveruna í dag.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment