Wednesday, August 25, 2010

Hanak stefnir að því að verða sendiherra...


Hanak al Matari

Góðan daginn
Fékk upplýsingar frá Nouriu um það í gær að Hanak al Matari sem við styrkjum í háskólanámi hennar stæði sig vel og lyki trúlega námi í sinni hagfræði og stjórnmálavísindum 2012. Hún stefnir að því að komast í starf hjá utanríkisþjónustunni og vill verða sendiherra. Eftir því sem ég best veit er aðeins ein jemensk kona sendiherra nú.

Minni menn á að borga fyrir sín börn nú um mánaðamótin. Margir hafa gert upp, aðrir hafa látið mig vita hvernig þeir skipta greiðslum og allt í fína með það. Við styrkjum sama fjölda og í fyrra 132 börn plús Hanak. Um ellefu börn ljúka stúdentsprófi næsta vor ef allt gengur að óskum og er þá stuðningi lokið.
Myndaður var stuðningshópur um Hanak því það er miklu dýrara að styðja í háskóla.

Þakka öllum sem taka þátt í þessu.
Vonast til að hafa á næstunni loks fréttir af húsamálum okkar í Jemen.

Palestínufarar greiða svo lokagreiðslu plús eins manns herbergi nú um mánaðamótin og vona allir geri upp á réttum degi.

Þá mælist ég til þess að áhugafólk um Uzbekistan í september 2011 láti í sér heyra.
Nú er ferðin hálffull, reikna með um 20 manns og staðfestingargjald verður innheimt fyrr en venjulega. Læt menn vita um það.

Eftir þá leiðindareynslu sem ég hef lent í hjá ýmsum Íranförum sem hafa hætt við þá stend ég ekki í svona leiðindaþrasi endalaust. Samt verður Íranferðin farin og hananú og hún er vel skipuð. Ef menn panta í einum grænum get ég auðvitað bætt í hana en fólk greiði þá staðfestingargjaldið samtímis pöntun.

Fréttabréfið er í vinnslu undir styrkri stjórn Dominik og ég bið menn lengstra orða að tilkynna ef breyting hefur orðið á heimilisföngum. Einnig er nú þegar auglýst eftir góðu fólki til að dreifa fréttabréfinu. Það sparar félaginu æði mikinn pening og ekki er félagssjóðurinn sérlega pattaralegur.

Fréttabréfið kemur trúlega út um miðjan september og þar verður haustfundur einnig auglýstur.

9 comments:

Anonymous said...

Sæl.
Ég get vel tekið að mér að dreifa nokkrum fréttabréfum, þegar þau koma út. Þið látið mig bara vita hvert ég á að sækja þau.
Kveðja,
Axel Axelsson.

Anonymous said...

Sæl Jóhanna, get líka hjálpað til. Væri t.d. sniðugt ef þú ert með einhverja í Árbæ eða þar í kring, þá get ég skotist með bréfin í hádegishléinu mínu og eftir vinnu. Kveðja, Guðrún C.

Anonymous said...

Takk kærlega fyrir. Sannarlega vel þegið. Vona að fleiri láti í sér heyra
KVJK

Anonymous said...

Við Valur erum til í að taka 109Seljahverfið.
Kveðja,
Kristín Dan

Anonymous said...

Vaka og Ágúst hafa einnig boðið sig fram. Takk fyrir.
JK

Anonymous said...

Ragnhildur Árnadóttir býður sig fram. Hún býr í gamla vesturbænum.
Takk kærlega
JK

Anonymous said...

Guðrún Halla Guðmundsd býður sig fram í Grafarholt og Mosfellsbæ.
Stórgott. JK

Anonymous said...

María Guðnadóttir býður sig fram í hluta af 201 og Hrafn Jökulsson í 107. Einnig er 101 náttúrlega svo víðfemt að æskilegt væri að skipta því
Vantar verulega í 104 en vona að Sara taki kannski eins og áður í 108?
Birti svo á morgun lista yfir alla stuðningsmenn Jemenbarna okkar

KvJK

Anonymous said...

Edda Ragnarsd í 101, Alma Hrönn miðbær Hafnarfj.