Friday, August 13, 2010
Vegna forfalla eru fjögur sæti laus í Íranferð- vinsamlegast bregðið við skjótt
Imamtorgið í Isfahan
Sæl veriði
Vegna skyndilegra, ófyrirséðra forfalla eru fjögur sæti laus í Íranferðina 27.febr-13.mars. Ég bið áhugasama að tilkynna sig á jemen@simnet.is
Tekist hafði að ná ferðinni niður í 450 þúsund með aðskiljanlegum tilfæringum. Það er sama verð og var á ferðunum í hitteðfyrra(engar Íranferðir í ár) og ég vona sannarlega að menn láti þetta tækifæri sér ekki úr greipum ganga.
Bið fyrri Íranfara að láta þetta berast til vina sem þeir vita að þurfa einmitt og akkúrat að fara til Írans sem er ógleymanlegt og margslungið ævintýri.
Ég fer til Jórdaníu og Palestínu í stuttan rannsóknarleiðangur á mánudagsmorgun og verð rétt um viku og skoða staði og lít á sem flest af þessu.
Mun áreiðanlega skrifa inn á síðuna og líta á póstinn. Svo menn ættu að fylgjast með síðu og senda mér póst um Íranþáttöku. Verð að ganga frá því máli endanlega í lok ágúst.
Minni loks Jemenstuðningsmenn á að borga. Margir hafa raunar gert það og takk fyrir það kærlega. Aðrir skipta greiðslum og hafa látið vita. Prýðilegt. Frá nokkrum hefur ekki heyrst. Um 12-15 börn ljúka stúdentsprófi næsta vor ef allt gengur skv. áætlun.
Stuðningi verður þá hætt. Þar sem við studdum Hanak al Matari þegar hún hóf háskólanám verður því haldið áfram amk í vetur enda gæti hún lokið námi næsta ár. Hef ekki fengið af því nánari spurnir alveg nýlega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment