Monday, September 27, 2010

Vegabréfsáritunardagur ákveðinn- ferðir á næstunni

Óskað er eftir að menn lesi þetta sem hér fer á eftir af kostgæfni.


Teppi frá Kashan í Íran. Í Kashan gistum við eina nótt og er það nýbreytni. Ferðin er nú loks fullskipuð og ég get ekki stillt mig um að segja að nú vilja allir allt í einu fara til Íran þegar allt er frágengið og byrjað að borga. Sumir sem höfðu skráð sig bara "gleymdu" allt í einu að þeir höfðu skrifað sig. Afleitt þegar svoleiðis er komið fram.
En það er gott og fínt fólk í ferðinni og verður nú ekki bætt við og það sem rétt er að taka fram líka er að ég fer EKKI með fleiri hópa til Írans en þennan.

FUNDURINN er 24 okt
Sendi Íran og Uzbekistanförum í dag bréf þar sem ég minnti á að greiðslur hinar næstu skulu inntar af hendi um mánaðamótin og bið menn lengstra orða að greiða á réttum tíma. Og inn á rétt reikningsnúmer 342 13 551346 og kt 441004-2220.

Nú hefur verið ákveðið að fundur verði sunnudaginn 24.október á okkar venjulega fundarstað: Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu kl. 2.

Gjörið svo vel og lesið næstu línur vandlega.

kl 2 Palestínufarar- miðar og lagfærð áætlun afhent. Rætt um ferðina. Afhent ferðagögn.

kl.3 Uzbekistan farar í apríl- fylltar verða út vegabréfsumsóknir. Allir komi með 2 nýjar passamyndir og vegabréf. Þetta ásamt ljósritum verður svo sent út til Þýskalands. Því miður veit ég enn ekki verð á áritun. Læt ykkur vita sem fyrst.

kl 4. Íranfarar í febr/mars. fylltar út vegabréfsumsóknir. ALLIR komi með 2 nýjar passamyndir. Á þeim beri konur slæðu. Vegabréf verða ekki tekin þá. Það sama gildir um áritun og Usbekistanfara. Veit ekki hvað hún kostar en fæ upplýsingar um það fljótlega.
Tek það fram að á þessa fundi er óskað eftir því eindregið að ALLIR mæti þar sem við þurfum að ganga frá þessu saman. Þetta á við um báða hópana.

Einnig um Palestínuhópinn til að fá miða og ráðslaga um ferðina.

Allir þurfa einnig að gera upp félagsgjald VIMA eins og margsinnis hefur verið tekið fram. Það er 3000 kr. á mann. Ath það.

Bið áhugasama um Uzbekistan í sept 2011 að borga staðfestingargjaldið fyrir 1.des. Fáist ekki næg þátttaka og staðfestingargjald ekki greitt, mun ég hætta við þá ferð.
Bara svoleiðis.

Laugardagsfundur

Fundurinn okkar á laugardaginn var mjög áhrifamikill og Magnús Sveinn Helgason flutti þar magnaða tölu um umræður og hugsunarhátt Bandaríkjamanna varðandi islam og Miðausturlönd. Hann talaði afar skilmerkilega og áheyrilega og ég trúi að allir á fundinum hafi verið í senn sjokkeraðir og margs vísari enda mátti heyra það á spurningum sem til hans var beint að erindi loknu.

Menn misstu af miklum og góðum fróðleik að koma ekki en skal þó ekki kvartað undan fundarsókn frekar en venjulega hjá VIMA. Á fimmta tug félaga og gesta hlýddu á mál hans og fóru betur upplýstari heim en þeir komu, hygg ég.



Beirut að kvöldi
Eins og ég hef áður sagt frá fer ég á miðvikudag til Keflavíkur, gisti þar og síðan með hóp til Líbanons og Sýrlands fyrir Bændaferðir morguninn eftir. Við erum 31 í þeim hópi. Menn skulu vera mættir í flugstöðina
Fór á fund um ferðina nýverið og fann ekki annað en allir hlökkuðu til. Í hópnum verða fimm manns sem hafa farið áður í VIMA ferðir.

Hér að neðan má sjá mjög skýrt hvernig palestínska ríkið lítur nú út. Við verðum sem sé alltaf að fara inn og út úr Ísrael og inn í Palestínu í ferðinni okkar í nóvember.
Og áfran taka Ísraelar til við að byggja nýjar og gersamlega ólöglegar landnemabyggðir. Og komast upp með allt sem þeim dettur í hug. Nú síðast hörmulegt að heyra þær fregnir að Sveinn Rúnar Hauksson, sá mikli afreksmaður og velvildarmaður Palestínu og gjafmildir og vænir menn sem ætluðu að færa illa stöddum Gaza mönnum gervilimi, voru stöðvaðir með offorsi og loks látnir borga fyrir og vita þó ekki enn hvort þeir fá að koma varningi til skila.

Maður verður bæði orðlaus og skelfingu lostinn við slíkar fréttir.
Ég er eindregið á því að Palestínuferðin okkar í nóvember verði öllum mikill skóli.



Beirut að kvöldi

Wednesday, September 22, 2010

Munið- munið laugardagsfundinn - og alls konar upplýsingar




Sæl öll á septemberdegi

Vil minna ykkur á fundinn n.k. laugardag í Kornhlöðunni við Bankastræti kl. 14.
Magnús Sveinn Helgason mun flytja þar forvitnilegt erindi um þær breytingar sem hafa orðið á umfjöllun og umræðum um Miðausturlönd og islam í bandarískum stjórnmálum síðan 11.september 2001 og hvaða hlutverk islam virðist leika í kosningabaráttunni þar ní í haust.

Hann beinir sjónum að pólitíkseringu islam og vaxandi islamandúð í bandarískri stjórnmálaumræðu.

Magnús er sagnfræðingur og stundakennari við Háskólann á Bifröst og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Síðan 2006 hefur hann haldið úti bloggsíðu á Eyjunni Freedomfries. Hann var búsettur í Bandaríkjunum frá 2000-2008 meðan hann var við doktorsnám í sagnfræði.

Þetta efni er sérlega forvitnilegt enda vita allir að fréttaflutningur í Bandaríkjunum af því sem gerist í heiminum og ekki aðeins Miðausturlöndum er afskaplega einlitur og takmarkaður.
Hvet menn til að mæta og ég er viss um að Magnús mun taka spurningum vel og leysa úr þeim.
Endilega takið með ykkur gesti og látið þetta berast.

Kaffi og tertur á boðstólum, félagsgjöld óskast greidd og nýir félagar boðnir velkomnir. Fréttabréfið er allt farið út, nokkur hafa komið til baka og suma fundu bréfberar okkar ekki vegna þess að fólk hefur flutt. Bið menn lengstra orða að senda okkur tilkynningu um slíkt.
Nokkur heimilisföng voru röng vegna mistaka okkar og beðist velvirðingar á því.

Uzbekistan
Þá er hér tvennt í sambandi við Uzbekistan: Allir ferðafélagar þangað í apríl n.k. hafa sent mér ljósrit og vinnustaðfestingu. Takk fyrir. Þetta fór ég með í skönnun í morgun og hef sent það út. Fundur um vegabréfsútfyllingarmál verður í lok nóv. í síðasta lagi. Kannski fyrr. Vinsamlegast fylgist með því.

Þá vil ég benda á að dagsetning fyrir ferðina í september er klöppuð og klár, 9.-22.sept og þeir sem hafa hug á þeirri ferð gefi sig fram fyrr en síðar. Óskað er eftir að þeir greiði síðan 50 þús. kr. í staðfestingjargjald fyrir 1.desember.

Íran
Þegar þetta er skrifað hef ég enn ekki fengið ljósrit af vegabréfum frá öllum Íranförum og bið menn lengstra orða að drífa í því að senda þau til mín.

Bendi á að ég hef uppfært Íranáætlunina og hún er komin aftur á hlekkinn sinn.

Fundur varðandi vegabréfsáritunarútfyllingu þar sem allir mæta með nýjar passamyndir og konur beri slæðu á myndum, verður í lok nóv. Eða fyrr ef hægt er að koma því í kring. Þá verða allir að mæta svo ég reyni að hafa á því góðan fyrirvara.

Annað flandur
Ég fer svo um miðja næstu viku til Líbanon og Sýrlands fyrir Bændaferðir. Í hópnum þeim er 31 og lukkast vonandi vel. Við höfum sömu gæda og í ferðinni síðasta vor.

Svo er ferðin til Palestínu 11.-19.nóvember og er fullskipuð og velskipuð eins og vera ber. Stend í stappi við ferðaskrifstofuna í Palestínu vegna verðbreytinga á ferðinni. Ekki séð fyrir endann á því. En hugsanlegt ég neyðist til að hækka ferðina um 20 þúsund krónur vegna þessa.
Læt þá þátttakendur vita síðar en við sjáum til.


Sjáumst svo á fundinum á laugardag. Þetta er fýsilegt efni og hvet ykkur til að taka með ykkur gesti. Og endilega sendið áfram á kunningja og vini.

Saturday, September 11, 2010

Fréttabréfið tilbúið

Sæl öll

Fréttabréfið er tilbúið og vandað og fýsilegt að venju. Þar kennir margra grasa, pistill um Palestínuferð, gistingu í jurt í Uzbekistanför, Hulda Waddell skrifar um gagnlega lesningu fyrir Íran og Úzbekistanfólk, Dóminik er með rétt mánaðarins og skrifar einnig um bókina Morgnar í Jenin, Vera Illugadóttir greinir frá hljóðfærinu úd sem þekkist víðast í þessum heimshluta, Sveinn Guðmarsson skrifar grein en hann vinnur hjá Unicef í Jemen um þessar mundir.
Þá er einnig greint frá haustfundinum okkar í Kornhlöðunni laugardag 25.sept. Vona að þið takið þann tíma frá því fundarefnið hið forvitnilegasta.

Nú er að koma þessu út til félagsmanna, einnig sent til styrktarmanna barnanna þótt þeir séu ekki félagar ofl. Mikill búnki út á land og slatti til útlanda fer í póst eftir helgi. Vona að þetta verði komið til ykkar um miðja næstu viku.Gjörið svo vel og látið vita ef það berst ekki.

Þá er vert að nefna að nú nálgast Líbanon/Sýrlandsferðin sem ég tók að mér fyrir Bændaferðir, 30.sept-14.okt og munu Bændaferðir standa fyrir fundi um þá ferð í næstu viku. Fullskipað þar fyrir löngu.

Uzbekistan og Íranfarar: SENDA MÉR LJÓSRIT AF VEGABRÉFI. Er komið frá flestum en vantar frá Íranfólkinu og nokkrum í Uzbekistanferð. Ekki láta þetta dragast, það er ágætt að klára ákveðna skriffinnsku fyrir þær ferðir áður en ég fer til Líb/Sýr.
Einnig vantar nokkrar vinnustaðfestingar. Annars hefur gengið ágætlega að safna þessu saman.

Hef fengið fyrirspurn frá Palestínufólkinu um hvenær miðar verði afhentir. Get ekki svarað því í augnablikinu en reikna með að það verði ekki fyrr en eftir ég kem frá Líb/Sýrl.
Einhverjir Líb/Sýrlandsfarar vildu senda kort eða smágjöf til Walids gæd. Það er alveg sjálfsagt. Koma því til mín með góðum fyrirvara.

Tuesday, September 7, 2010

Stuðningsmenn- orðsending til Uzbekistanfara


Hér eru þær systur Soha og Sameha með Shada Yehiya

Þetta er nokkuð langur póstur en ég bið ykkur að lesa hann samt og vandlega
MINNI EINNIG á að REIKNINGSNÚMER vegna ferða er hið sama 342 13 551346 og kt 441004-2220. Leggja inn á rétt reikningsnúmer þegar borgað er inn á ferðir. Það er mjög áríðandi. Reikningsnúmerin eru annars á síðunni undir Hentug reikningsnúmer.

Þarf að biðja þá Uzbekistanfara í aprílferð sem hafa ekki sent mér vegabréf (ljósritað eða skannað) að gera það fljótlega. Þarf bara síðuna með upplýsingunum. Þá þarf ég að fá starfsheiti.
Einnig staðfestingu vinnuveitanda um að viðkomandi sé starfsmaður tiltekins fyrirtækis, rétt eins og við töluðum um á fundinum.


T.d. Gísli Björnsson sem sendi bréf með haus fyrirtækis síns þar sem staðfest var að hann væri forstjóri Sjónar og sögu, undirritað af Lenu Rist. Annað bréf frá sama fyrirtæki um að Lena Rist væri aðstoðarforstjóri Sjónar og sögu. Þetta er meira og minna til málamynda en ÞARF samt að fá þetta. Svo vinsamlegast sendið mér þetta svo ég geti komið þessu áleiðis. Þetta var allt rætt á fundinum.
Þá hafa flestir Uzbekistanfarar lokið sept greiðslu og þakka fyrir það.

Innan tíðar mun ég svo óska eftir því að þeir sem ætla í seinni Uzbekistanferð greiði staðfestingargjald(tvær hafa þegar gert það) þar sem ég hef orðið fyrir verulegum skakkaföllum fyrir nú utan leiðindin sem því fylgja að hafa ekki óskað eftir staðfestingargjaldi við pöntun. Það er auðvitað bara mér að kenna að sýna alltof mikla linkind.
Sú ferð er hálffull og skyldu menn því gefa sig fram.


Varðandi Íran.
Greiðslur þeirra sem hafa greitt staðfestingargjald upp á 70 þús eru
1.okt 95 þús
1.nóv 95 þús
1.des 95 þús
1.jan 95 þús Samtals 380 þús (plús staðfestingargjald)= 450 þús
Bið ykkur allra vinsamlegast að borga á réttum degi

Varðandi Fréttabréfið vantar enn nokkra bréfbera og bið ykkur að gefa ykkur fram, m.a. í 101, 104, 105 og í Hafnarfjörð og Gaðabæ vantar einnig. Bestu þakkir til þeirra sem þegar hafa látið í sér heyra.
Í Fréttabréfi skrifar Vera Illugadóttir m.a. um tvær arabískar kvikmyndir og um hljóðfærið úd sem er þekkt í Arabaheiminum og raunar víðar.

Smáklausa um gistingu í urt í Uzbekistan. Hulda Waddell skrifar um gagnlegar bækur fyrir Úzbekistan og Íranferðalanga og Dóminik um Morgnar í Jenin.

Pistill um könnunarferð mína til Palestínu nýlega og ýmislegt fleira

Þá fer hér á eftir listi yfir alla þá sem styðja Jemenbörn árið 2010-2011. Einstaka hafa ekki staðfest og ef þeir gera það ekki fyrir 15.sept fá börnin annan stuðningsmann.

Hjallastefnan
Guðrún Sesselja Guðjónsdóttir
Guðbjörg Árnadóttir
Sigríður Þórðard.(ný)
Helga Harðardóttir/Sturla Jónsson
Guðríður Hermannsdóttir(ný)
Aðalbjörg Karlsdóttir/Jósefína Friðriksdóttir(ný)
Kolbrún Vigfúsdóttir
Sólveig Hannesdóttir
Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson
Margret Fafin Thorsteinson

Guðný Ólafsdóttir
Kolbrá Höskuldsdóttir/Magdalena Sigurðardóttir
Eygló Halldórsd/Eiður Guðnason
Herdís Jónsdóttir
Sveinbjörg Sveinsdóttir
Ingunn Svavarsd/Sigurður Halldórsson(ný)
Margrét Guðmundsd/Brynjólfur Kjartansson
Ásta K. Pjetursdóttir
Valborg Sigurðardóttir
Edda Gísladóttir/Þröstur Laxdal

Ragnheiður Hrafnkelsd
Sara Björnsdóttir(ný)
Sigrún Halldórs(ný)
Margrét Jónasdóttir (ný)
Hjördís Geirdal (ný)
Elva Jónmundsd/Kari Berg(ný)
Anna Wilhelmsdóttir(ný)
Martha Árnadóttir(ný)
Ólafía Hafdísardóttir(ný)
Þorsteinn Gíslason(Nýr)

Sigríður Karlsdóttir
Rósa Þórarinsdóttir(ný)
Sjöfn Óskarsdóttir/Árni Gunnarsson
Margrét S. Pálsdóttir(ný)
Birna Sveinsdóttir
Herdís Kristjánsdóttir
Kristján Arnarsson
Guðríður Helga Ólafsdóttir
Lára Júlíusdóttir/Þorsteinn Haraldsson
Jóna Björnsdóttir

Hulda Hákonar(ný)
Ólöf Arngrímsdóttir
Vaka Haraldsdóttir
Dóminik Pledel Jónsson
Birta Björnsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Katrín Ævarsdóttir (ný)
Þorgerður Sigurjónsdóttir
Guðrún Halla Guðmundsd
Ingveldur Jóhannesd

Sigríður G. Einarsd
Guðmundur Sverrisson
Borghildur Ingvarsd
Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson
Kolbrún Eydís Ottósdóttir(ný)
Hulda Waddell/Örn Valsson
Þorgerður Þorvaldsdóttir/Kristján Edvardsson
Svanhildur Pálsdóttir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Guðrún Sverrisdóttir

Jóna Einarsdóttir/Jón Helgi Hálfdanarson
Ásdís Ámundadóttir(ný)
Þóra Jónasdóttir
Ingibjörg H. Yngvadóttir
Eva Júlíusdóttir
Anna Karen Júlíusen
María Kristleifsdóttir
Margrét Friðbergsd/Bergþór Halldórsson
Sigrún Valsdóttir
Ásgerður Eyþórsdóttir (ný)

Bjarnheiður Guðmundsd/Sigfinnur Þorleifsson
Ragnheiður Jónsdóttir
Helga Sverrisdóttir
Hildur Guðmundsdóttir
Guðrún Davíðsdóttir
Margrét Blöndal (ný)
Stella Stefánsdóttir
Þorgerður Arnardóttir
Aðalsteinn Eiríksson
Svava Pétursdóttir/Gunnar H. Gunnarsson(ný)

Hanna Dóra Þórisdóttir/Gunnar Gunnarsson (ný)
Kristín Einarsdóttir
Ingvar Teitsson
Anna Margrét Björnsdóttir(ný)
Margrét Tryggvadóttir(ný)
Vilborg Sigurðardóttir/Vikar Pétursson
Björg Bjarnad/Víðir Benediktsson (ný)
Sigrún Einarsdóttir(ný)
Kristín Ásgeirsd. Johansen
Katrín Björgvinsdóttir(ný)

Jónína Dagný Hilmarsdóttir(ný)
Rannveig Guðmundsdóttir
Ragnhildur Árnadóttir
Sigþrúður Guðmundsd(ný)
Högni Eyjólfsson
Sif Arnarsdóttir
Eyþór Björnsson
Jón Tryggvi Héðinsson(nýr)
Guðmundur Pétursson
Helga Kristjánsdóttir

Óskar H. Jóhannsson (nýr)
Ásdís Stefánsdóttir
Edda Ragnarsdóttir
Anna Stefánsdóttir
Guðrún C. Emilsdóttir
Sigurpáll Jónsson
Kristín Danielsdóttir/Valur Kr Guðmundsson
Halldóra Ásgeirsdóttir (ný)
Ólafur B. Davíðsson og fjölskylda
Stanley Pálsson

Sigríður Halldórsdóttir
Þóra Kristjánsdóttir/Sveinn Einarsson
Sesselja Bjarnad/Rikharð Brynjólfsson
Sigríður Lister
Eva Yngvadóttir/Sigurjón Sigurjónsson
Bára Hjaltadóttir/Magnús Arngrímsson
Margrét H. Auðardóttir
Æsa G. Bjarnadóttir/Sverrir Jakobsson
Pétur Jósefsson
Guðrún S. Gísladóttir/ Illugi Jökulsson

Catherine Eyjólfsson
Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir


Vegna háskólanáms Hanaks:
Axel Guðnason, Albert Imsland(nýr), Kristín Einarsd, Þórdís Árnadóttir(ný)Elísabet Kristjánsdóttir(ný)

Vona að enginn hafi dottið út hjá mér. Þið látið mig þá vita. Tveir eða þrír vilja ekki að nöfn þeirra komi fram og er það auðvitað virt. Allmargir borga mánaðarlega eða skipta greiðslum. Það er allt í góðu svo fremi ég sé látin vita því þetta er heilmikið púsl.

Saturday, September 4, 2010

Öll börn með stuðningsforeldri - dagsetningar á seinni Uzbekistanferð


Frá Akakusvatni í líbísku eyðimörkinni svona til fagnaðar öllum póstkortunum frá 2008 sem berast nú til viðtakenda.

Öll Jemenbörn virðast hafa fengið stuðning. Nokkrir krakkar hætta, einkum strákar að þessu sinni, en Nouria hefur sent ný í staðinn. Flestir hafa greitt eða látið vita hvernig þeir greiða. Einhverja vantar þó. Margir nýir stuðningsmenn bættust við og má þakka kærlega fyrir það, þar með tókst að halda öllum sem styrkt hafa verið og allmörgum nýjum sem koma inn í stað þeirra sem luku stúdentsprófi í vor og þá lýkur stuðningi okkar. Nema við styrkjum áfram Hanak al Matari en hún lýkur hagfræðinámi og stjórnmálavísindum 2012 að sögn Nouriu.

Þar sem einhverjir hafa ekki látið vita hvernig og hvenær þeir greiða þarf ég að biðja um svör fyrir 15.sept. Ef þau koma ekki taka aðrir stuðningsmenn við.

Vil einnig segja ykkur að ég bíð nú eftir svari frá Uzbekistanferðaskrifstofunni okkar varðandi seinni ferð en þið sem hafið skráð ykkur í hana getið reiknað með henni sirka 8.sept. Dagskrá verður eins og í fyrri ferð og er inni á sínum hlekk.
Ef færri verða í þeirri ferð er trúlegt að hún hækki en ekki að ráði.

Er enn ansi mædd út af Íranferð í lok febrúar. Þeir sem áttu hugmyndina að henni og leiddi til að ég ákvað þessa ferð gufuðu síðan upp með aðskiljanlegar söforklaringer.
Alls eru um 17 í þeirri ferð. Ætla samt ekki að hækka verð. Það er 450 þús. og hið sama og í ferðunum 2009 til Íran. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem hafa skráð sig og munu hefja reglulegar greiðslur 1.okt.