Sæl öll
Fréttabréfið er tilbúið og vandað og fýsilegt að venju. Þar kennir margra grasa, pistill um Palestínuferð, gistingu í jurt í Uzbekistanför, Hulda Waddell skrifar um gagnlega lesningu fyrir Íran og Úzbekistanfólk, Dóminik er með rétt mánaðarins og skrifar einnig um bókina Morgnar í Jenin, Vera Illugadóttir greinir frá hljóðfærinu úd sem þekkist víðast í þessum heimshluta, Sveinn Guðmarsson skrifar grein en hann vinnur hjá Unicef í Jemen um þessar mundir.
Þá er einnig greint frá haustfundinum okkar í Kornhlöðunni laugardag 25.sept. Vona að þið takið þann tíma frá því fundarefnið hið forvitnilegasta.
Nú er að koma þessu út til félagsmanna, einnig sent til styrktarmanna barnanna þótt þeir séu ekki félagar ofl. Mikill búnki út á land og slatti til útlanda fer í póst eftir helgi. Vona að þetta verði komið til ykkar um miðja næstu viku.Gjörið svo vel og látið vita ef það berst ekki.
Þá er vert að nefna að nú nálgast Líbanon/Sýrlandsferðin sem ég tók að mér fyrir Bændaferðir, 30.sept-14.okt og munu Bændaferðir standa fyrir fundi um þá ferð í næstu viku. Fullskipað þar fyrir löngu.
Uzbekistan og Íranfarar: SENDA MÉR LJÓSRIT AF VEGABRÉFI. Er komið frá flestum en vantar frá Íranfólkinu og nokkrum í Uzbekistanferð. Ekki láta þetta dragast, það er ágætt að klára ákveðna skriffinnsku fyrir þær ferðir áður en ég fer til Líb/Sýr.
Einnig vantar nokkrar vinnustaðfestingar. Annars hefur gengið ágætlega að safna þessu saman.
Hef fengið fyrirspurn frá Palestínufólkinu um hvenær miðar verði afhentir. Get ekki svarað því í augnablikinu en reikna með að það verði ekki fyrr en eftir ég kem frá Líb/Sýrl.
Einhverjir Líb/Sýrlandsfarar vildu senda kort eða smágjöf til Walids gæd. Það er alveg sjálfsagt. Koma því til mín með góðum fyrirvara.
Saturday, September 11, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment