Saturday, September 4, 2010
Öll börn með stuðningsforeldri - dagsetningar á seinni Uzbekistanferð
Frá Akakusvatni í líbísku eyðimörkinni svona til fagnaðar öllum póstkortunum frá 2008 sem berast nú til viðtakenda.
Öll Jemenbörn virðast hafa fengið stuðning. Nokkrir krakkar hætta, einkum strákar að þessu sinni, en Nouria hefur sent ný í staðinn. Flestir hafa greitt eða látið vita hvernig þeir greiða. Einhverja vantar þó. Margir nýir stuðningsmenn bættust við og má þakka kærlega fyrir það, þar með tókst að halda öllum sem styrkt hafa verið og allmörgum nýjum sem koma inn í stað þeirra sem luku stúdentsprófi í vor og þá lýkur stuðningi okkar. Nema við styrkjum áfram Hanak al Matari en hún lýkur hagfræðinámi og stjórnmálavísindum 2012 að sögn Nouriu.
Þar sem einhverjir hafa ekki látið vita hvernig og hvenær þeir greiða þarf ég að biðja um svör fyrir 15.sept. Ef þau koma ekki taka aðrir stuðningsmenn við.
Vil einnig segja ykkur að ég bíð nú eftir svari frá Uzbekistanferðaskrifstofunni okkar varðandi seinni ferð en þið sem hafið skráð ykkur í hana getið reiknað með henni sirka 8.sept. Dagskrá verður eins og í fyrri ferð og er inni á sínum hlekk.
Ef færri verða í þeirri ferð er trúlegt að hún hækki en ekki að ráði.
Er enn ansi mædd út af Íranferð í lok febrúar. Þeir sem áttu hugmyndina að henni og leiddi til að ég ákvað þessa ferð gufuðu síðan upp með aðskiljanlegar söforklaringer.
Alls eru um 17 í þeirri ferð. Ætla samt ekki að hækka verð. Það er 450 þús. og hið sama og í ferðunum 2009 til Íran. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem hafa skráð sig og munu hefja reglulegar greiðslur 1.okt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment