Monday, September 27, 2010

Vegabréfsáritunardagur ákveðinn- ferðir á næstunni

Óskað er eftir að menn lesi þetta sem hér fer á eftir af kostgæfni.


Teppi frá Kashan í Íran. Í Kashan gistum við eina nótt og er það nýbreytni. Ferðin er nú loks fullskipuð og ég get ekki stillt mig um að segja að nú vilja allir allt í einu fara til Íran þegar allt er frágengið og byrjað að borga. Sumir sem höfðu skráð sig bara "gleymdu" allt í einu að þeir höfðu skrifað sig. Afleitt þegar svoleiðis er komið fram.
En það er gott og fínt fólk í ferðinni og verður nú ekki bætt við og það sem rétt er að taka fram líka er að ég fer EKKI með fleiri hópa til Írans en þennan.

FUNDURINN er 24 okt
Sendi Íran og Uzbekistanförum í dag bréf þar sem ég minnti á að greiðslur hinar næstu skulu inntar af hendi um mánaðamótin og bið menn lengstra orða að greiða á réttum tíma. Og inn á rétt reikningsnúmer 342 13 551346 og kt 441004-2220.

Nú hefur verið ákveðið að fundur verði sunnudaginn 24.október á okkar venjulega fundarstað: Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu kl. 2.

Gjörið svo vel og lesið næstu línur vandlega.

kl 2 Palestínufarar- miðar og lagfærð áætlun afhent. Rætt um ferðina. Afhent ferðagögn.

kl.3 Uzbekistan farar í apríl- fylltar verða út vegabréfsumsóknir. Allir komi með 2 nýjar passamyndir og vegabréf. Þetta ásamt ljósritum verður svo sent út til Þýskalands. Því miður veit ég enn ekki verð á áritun. Læt ykkur vita sem fyrst.

kl 4. Íranfarar í febr/mars. fylltar út vegabréfsumsóknir. ALLIR komi með 2 nýjar passamyndir. Á þeim beri konur slæðu. Vegabréf verða ekki tekin þá. Það sama gildir um áritun og Usbekistanfara. Veit ekki hvað hún kostar en fæ upplýsingar um það fljótlega.
Tek það fram að á þessa fundi er óskað eftir því eindregið að ALLIR mæti þar sem við þurfum að ganga frá þessu saman. Þetta á við um báða hópana.

Einnig um Palestínuhópinn til að fá miða og ráðslaga um ferðina.

Allir þurfa einnig að gera upp félagsgjald VIMA eins og margsinnis hefur verið tekið fram. Það er 3000 kr. á mann. Ath það.

Bið áhugasama um Uzbekistan í sept 2011 að borga staðfestingargjaldið fyrir 1.des. Fáist ekki næg þátttaka og staðfestingargjald ekki greitt, mun ég hætta við þá ferð.
Bara svoleiðis.

Laugardagsfundur

Fundurinn okkar á laugardaginn var mjög áhrifamikill og Magnús Sveinn Helgason flutti þar magnaða tölu um umræður og hugsunarhátt Bandaríkjamanna varðandi islam og Miðausturlönd. Hann talaði afar skilmerkilega og áheyrilega og ég trúi að allir á fundinum hafi verið í senn sjokkeraðir og margs vísari enda mátti heyra það á spurningum sem til hans var beint að erindi loknu.

Menn misstu af miklum og góðum fróðleik að koma ekki en skal þó ekki kvartað undan fundarsókn frekar en venjulega hjá VIMA. Á fimmta tug félaga og gesta hlýddu á mál hans og fóru betur upplýstari heim en þeir komu, hygg ég.



Beirut að kvöldi
Eins og ég hef áður sagt frá fer ég á miðvikudag til Keflavíkur, gisti þar og síðan með hóp til Líbanons og Sýrlands fyrir Bændaferðir morguninn eftir. Við erum 31 í þeim hópi. Menn skulu vera mættir í flugstöðina
Fór á fund um ferðina nýverið og fann ekki annað en allir hlökkuðu til. Í hópnum verða fimm manns sem hafa farið áður í VIMA ferðir.

Hér að neðan má sjá mjög skýrt hvernig palestínska ríkið lítur nú út. Við verðum sem sé alltaf að fara inn og út úr Ísrael og inn í Palestínu í ferðinni okkar í nóvember.
Og áfran taka Ísraelar til við að byggja nýjar og gersamlega ólöglegar landnemabyggðir. Og komast upp með allt sem þeim dettur í hug. Nú síðast hörmulegt að heyra þær fregnir að Sveinn Rúnar Hauksson, sá mikli afreksmaður og velvildarmaður Palestínu og gjafmildir og vænir menn sem ætluðu að færa illa stöddum Gaza mönnum gervilimi, voru stöðvaðir með offorsi og loks látnir borga fyrir og vita þó ekki enn hvort þeir fá að koma varningi til skila.

Maður verður bæði orðlaus og skelfingu lostinn við slíkar fréttir.
Ég er eindregið á því að Palestínuferðin okkar í nóvember verði öllum mikill skóli.



Beirut að kvöldi

5 comments:

Anonymous said...

Dο уou havе a spam problеm
on this site; I alsο am a blοgger, and
I was curious about уour ѕituation; many of us
hаѵe develοрeԁ ѕome nісе methods and we aгe loοking tо trаde solutions ωith otherѕ, why not shoot
me an е-mаil if interеѕted.
My site - Www.Prweb.com/releases/Silkn/sensepilreview/prweb10193901.htm

Anonymous said...

I lіκe thе helpful infο уοu prоviԁe in your articlеѕ.
Ӏ'll bookmark your blog and check again here regularly. I am quite certain I'll leaгn plenty
of new stuff гіght here! Bеѕt of luck fοг the nехt!


Аlso vіsit my ωeb blog ... www.kontaktlinsinformation.com

Anonymous said...

Prеtty part of сοntеnt. I sіmρly ѕtumbled upon
your website and іn acceѕsion сарital to assert that Ι get actually loved acсount your
weblog posts. Anyway I'll be subscribing on your feeds and even I achievement you get entry to consistently rapidly.

my web blog: click through the next site
My website :: V2 Cigs Reviews

Anonymous said...

Α ѕubstantial improvеmеnt
of the ν2 electгonic cigаrette wаs the inclusion of a manual buttοn.


Looκ аt my web-site; V2 Cig Coupon Codes

Anonymous said...

After Ӏ origіnally left a comment Ӏ
аρpear to have clіcκеd the -Notіfy me when new сomments are addеd- checkbox and from now on еνery tіmе а comment iѕ aԁded I receiνe 4 emails wіth the same comment.
Peгhaps theгe iѕ a means уou arе аblе to remove me from that serviсе?
Mаny thanks!

Heге іs mу blog ρost - V2 Cigs reviews