Sæl verið þið.
Tuttugu og fjögurra manna hópurinn fer sem sagt til Jórdaníu og Palestínu í fyrramálið árla og vonandi Ísraelar verði ekki of erfiðir þegar við förum yfir frá Jórdaníu. Í ferðinni er farið til Hebron, Nabluss(vonandi), Ramallah, Jerikó, Jerúsalem og við gistum þessar sex nætur á undur dægilegu hóteli í Betlehem Jabir Palace Intercontinental.
Í ferðalok mun líklega um helmingur hópsins nota síðasta daginn og fara til Petra.
Komum svo heim um London seint 19.nóv.
Bið félaga að fylgjast með og senda slóðina á ættingja og aðdáendur því ég mun væntanlega senda pistla eins og venjulega.
Vegabréfin v/Uzbekistan urðu fyrir smátöfum, vegna regluverks þeirra Uzbeka í Londonsendiráði þeirra en nú er allt komið í lag og íslenska sendiráðið í London afhendir þau og sækir og sendir. Það er elskulegt viðmót þar eins og raunar í Oslósendiráðinu sem hefur aðstoðað þegar Íranplögg hafa verið send.
Ég get ekki sagt um hvenær vegabréfin koma aftur. Vona það verði eftir tíu daga eða svo en þetta er sagt með fyrirvara.
Svo vona ég að menn vitji síðunnar og heyrumst fljótlega.
Wednesday, November 10, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þetta verður örugglega frábær ferð. Allt mjög áhugaverðir staðir sem er gaman að heimsækja :)
Post a Comment