Monday, November 29, 2010

Vilja menn aðra Palestínuferð- Uzbekistan og Íranfarar muni að greiða


Við Walid, leiðsögumaður í Sýrlands/Líbanonsferðinni sl.okt. Stödd í Bagdadkaffi þeim galdrastað. Myndina tók og sendi mér á Facebook Kristín E. Daníelsdóttir.

Góðan daginn

Minni á, mér til óblandinnar skemmtunar, að menn greiði tilskildar greiðslur um mánaðamótin og á þar við Íranfara í febr.lok, Uzbekistanfara´um páska og Uzbekistanfarar í sept 2011 eru beðnir að greiða staðfestingargjaldið. Sú ferð er langt í full ef allir verða með sem hafa lýst áhuga sínum.

Það er verulega gleðilegt að á endanum náðist góð og eðlileg þátttaka í Íranferðina, við verðum 25 og mér sýnist hópurinn ljómandi góð blanda. Hef ekki getað sent vegabréfin út enn því mig vantar tvö. Einnig hefur staðið á leyfisnúmerinu frá Íran sem er nauðsynlegt til að senda þau út en leysist væntanlega allra næstu daga.

Mér finnst til sóma hvað Uzbekistan fær góðar undirtektir svo ferðirnar þangað verða tvær á næsta ári, ef guð lofar. Vona að allir ferðalangar í fyrri ferð hafi fengið sín vegabréf. Flyt starfsfólki sendiráðs okkar í London kærar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð.

Aðrar ferðir eru ekki fyrirhugaðar af minni hálfu nema ef vera kynni að þátttaka safnaðist í Palestínuferð sem lukkaðist afskaplega vel á dögunum. Hún yrði um miðjan maí og ég bið ykkur að láta mig heyra í ykkur hvað það snertir.

Dóminik og hennar fólk eru nú að vinna í næsta fréttabréfi sem kemur um miðjan janúar. Þar verður án efa fróðleikur af betra taginu að vanda.
Ég bið ykkur að senda mér breytingar ef einhverjar eru á heimilisföngum.

No comments: