Saturday, April 28, 2012

Ljóðið eftir Svein Einarsson ort í Eþíópíuferð hinni seinni.





Afrísk ljóð
I.

Bláfuglarnir mínir í Bahir Dar
bláir eins og firrðin hér
en snögg hugskot inn í
nálægðina

hvítir pelikanarnir
í skerjabyggðum á Tana-vatni
handan allrar áþreifanlegrar
nærveru
eins og skýin
sem þeir spegla sig í
en við fljótum framhjá 
og förum í klaustur
að hjala við bernskar
helgimyndir.

Svo er haninn
í Lalibela
sem heldur að
dagurinn sé eilífur morgunn
og veit varla mikið
um ellefu kirkjur kóngsins;
hefur þó hlutverki að gegna,
því að hver nýr dagur felur i sér von
ekki síður en kirkjur.

Og ógleymdar eru
ólbelískurnar í Axom
undur og stórmerki,
furða númer átta
úr einum granítkubbi,
þar sem mannsshugurinn
tók sér fyrir hendur
að teygja sig upp til skaparans
- eða jafnvel uppfyrir hann
og svo verður að segjast eins og er:
ein hrunin,
önnur skökk,
þeirri þriðju verður stolið
í næstu átökum
og aldrei skilað aftur.

En blessuð akasían horfir á,
akasían með áhuga sinn
á flatarmálsfræði
og kann bót meinanna sjö.


II.

Og suðrið
suðrið heitt.
Strákur við vegkantinn
eins og hin trén
og allt í einu er hann ekki lengur tré
en skellir fótunum ótt og títt
í dansi.
Og réttir svo fram lófann.

Heilt þorp,
heill þjóðbálkur
skreytinakinn,
nektarskreyttur
og allt falt.

Væri ekki ráð að skrifa ríkisstjórninni
eða bara slá á þráðinn
og minna alþjóðasamflélagið
eða hvað kúbburinn nú aftur heitir
á
að það er eins og dugi ekki
að taka eitt og eitt barn í fjarlægðar-fóstur
þau eru of mörg
og of svöng
og vegurinn er enn ekki tilbúinn.

III.

Og samt:
Afríska kvöldkyrrðin
með sitt viðkvæma samband við eilífðina,
afríska vonmorgunskíman
með þessi opnu sjálfglöðu augu

Undarlega Afríka
hjúpuð heitri sól.


Sunday, April 22, 2012

Síðasti aðalfundur VIMA n.k. laugardag

Þar sem fréttabréfið okkar er ekki komið út enn með auglýsingu um aðalfundinn vil ég hvetja fólk til að lesa þennan pistil því okkur stjórnarkonum Vináttu- og menningarfélags Miðausturlanda er í mun að sem sjá sem flesta á síðasta aðalfundi VIMA laugardaginn 28.apríl. Í Kornhlöðunni í Bankastræti að venju.

Þó að ein ferð sé eftir, þ.e. nýja ferðin til Írans 7.-22.sept teljum við ekki ástæðu til að fresta aðalfundinum þess vegna. Okkur langar sem sé til að sjá gamla og nýja félaga á fundinum og eiga með þeim góða stund.  Venjuleg aðalfundarstörf þar sem farið verður nokkuð ítarlega yfir starfssemi VIMA þessi ár, eru  reikningar lagðir fram og þess háttar. Mun Magnús Einarsson, tónlistarmaður fjalla með tóndæmum um tónlist þessa svæðis og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir ritari VIMA segir nokkur orð.

Ekki þarf að orðlengja að Fatimusjóðurinn mun starfa áfram og stjórnin hefur samþykkt að leggja það sem er í félagssjóði inn á hann. Frá því er hins vegar leitt að segja að hann er ekki sérlega pattaralegur þar sem fólk hefur ekki alltaf verið duglegt að borga árgjöld þótt þar séu heiðarlegar undantekningar á.

Elísabet Ronaldsdóttir hefur fallist á að vera fundarstjóri enda Mörður að sinna skyldustörfum í útlöndum.

Þá mun ég á eftir setja inn þátttakendur í Íranferðinni en má geta þess að hægt er að bæta þar við 2-4 ef  vill. Einnig bendi ég á að myndir af seinni Eþíópíuhópnum er komin inn á lista yfir þátttakendur í ferðum.

Vonast til að sjá ykkur sem allra flest.

Friday, April 20, 2012

Wednesday, April 18, 2012

Eþíópíufarar mættir til heimalandsins

Sæl veriði
Við komum í eftirmiðdag, seinni Eþíópuhópur og ég heyri ekki betur en allir séu afskaplega glaðir yfir ferðinni og þyki sem þeir hafi lært margt og séð enn fleira.

Í gær vorum við í hangsi og dúlli í Addis, fengum okkur svo súpu á Khaleb og ávexti og þar þakkaði ég hópnum ánægjulega samveru og rifjaði upp nokkra tölfræði um ferðir VIMA sem þótti hinar merkustu. Sveinn Einarsson fór með ljóð sem hann hafði ort í ferðinni og hefur lofað mér því við fyrsta tækifæri og þá set ég það inn á síðuna.
Einnig talaði Edda Gísladóttir og taldi þetta merkustu ferðina sem þau Þröstur hafa farið með VIMA og af mörgum góðum, Elísabet Ronaldsdóttir sem var mín hjálparhella í ferðinni þegar ég lasnaðist sagði falleg orð og það gerði líka Jóna Einarsdóttir. Svo talaði Sindri Steingrímsson, fulltrúi unga fólksins í ferðinni en það var óvenju margt og var allt til sóma og ánægju. Tel ég þá þrjú barnabörn Guðmundar Péturssonar, Ísleif Illugason og Birtu Björnsdóttur. Þau urðu öll mjög vinsæl í ferðinnienda ljúf og skemmtileg, áhugasöm og forvitin.

Hópurinn var sem sagt hinn ágætasti, fannst sumt erfiðara en annað, einkum til að byrja með og allt var það mér mjög skiljanlegt.
Næst síðasta kvöldið í Addis fórum við á menningarlegt veitingahús þar sem matur var gómsætur og söngvar og dans var sýnt við mikla ánægju. Þar færði Elísabet mér fallega gjöf: styttu af mursikonu þar sem ég missti nánast alveg af suðrinu vegna lasleika að þessu sinni.

Við fórum snemma við flugvallar í Addis í gærkvöldi en ekki dugði það: þröngin var þvílík og afgreiðsla gekk afar seint svo ég hafði með naumindum tíma til að fá mér eina sígarettu og kaffibolla áður en ég varð að þjóta út í flugvél. Held að sálin hafi týnst þarna og mun bíða þolinmóð eftir henni.

Við þurftum hins vegar ekki að bíða nema klst þar til við gátum tjekkað inn á Heathrow sem var prýðilegt þótt Salma vinkona væri ekki í vinnu þennan daginn. Við kvöddum þar með virktum Svein Haraldsson sem ætlaði að vera fáeina daga í London og Sindra Steingrímsson sem átti flug til Stokkhólms kl. 14 í dag.

Nokkrir skutluðu til mín aukabirrum sem koma sér vel þegar ég fer í samskonar ferð fyrir Bændaferðir n.k. haust og þakka fyrir það.

Ég hélt að fréttabréfið biði mín en svo var ekki, vona það sé í þann veginn að skila sér. Minni á að síðasti aðalfundur VIMA verður 28.apríl n.k. Hvet fólk eindregið til að mæta. Engu að síður er eftir nýja Íransáætlunarferðin í september og þarf að athuga þegar sálin skilar sér hvort hún er ekki að verða fullskipuð.

Þakka svo enn og aftur félögunum 29 í Eþíópíu fyrir góða samveru og vona ég hafi kvatt flesta á vellinum og sendi altjent kærar kveðjur til ykkar allra.

Sunday, April 15, 2012

A epthiopskum paskum

Sael oll
Tha fer ad styttast ferdin okkar i Ethiopiu og vid komum ad sunnan siddegis i gaer og allt i godu gengi.
Sudurferd lukkadist prydilega ad tvi undanskildu ad eg lasnadist ansi hressilega fyrsta kvoldid okkar i Arbaminch hvar vid dvoldum i godu yfirlaeti i Paradiskarbudum. Ekki doum vid radalaus og Elisabet Ronaldsdottir tok ad ser stjornina naestu 3 daga og eg vard tvi eftir i Arbaminch. Starfsfolkid i Paradisarbud hludi ad mer af hinni mestu vinsemd og bar i mig te, hrisgrjon og syndi hina mestu umhyggju. EOR, Teddi og Daoud hringdu reglulega til ad fretta af heilsufarinu svo eg gat ekki kvartad undan neinu svoleidir.
Elisabet stod sig med miklum soma og hafdi goda stjorn a ollu enda hopurinn hinn thaegilegasti. Hogni tok ad ser ad fostra Isleif og for ljomandi vel a med theim.
Hopurinn for allt eins og til stod, fyrsta daginn til Jinka thar sem hid vinsaela Podduhotel(thar eru sem sasgt engar poddur en einhbverra hluta vegna bjost folk vid hinu versta), bordadi thar daegilegan kvoldverd og morguninn eftir la leidin i Mago tjodgardinn ad hitta Mursifolkid og ollum fannst thad mjog kostulegt. Eftir heimsokn thar var keyrt alla leid til Turmi og thetta er doltid erfidur dagur enda for hiti i 40 stig um tima .
Daginn eftir var svo verid um kyrrt i Turmi, skoli heimsottur til ad afhenda veglegar gjafir sem hopurinn hafdi i pussi sinu. Thar sem paskar her eru viku a eftir okkar voru born komin i paskafri en einn Hamerhofdinginn tok vid gjofunum med miklu thakklaeti og svo var tekin hopmynd af hopnum me hofdingjanum og nokkrum bornum sem slaeddust ad fyrir forvitnissakir.
Um kvoldid var haldin vegleg afmaelisveisla i tilefni afmaelis Hollu og Sindra og tau hyllt ospart. EOR afhenti theim sams konar smagjafir og eg hef skenkt odrum afmaelisbornum i ferdinni. Thetta var allt hid besta mal.
Daginn eftir var komid vid i Konso fyrir atbeina Siggu Asgeirs og thar tok a moti hopnum innlendur madur sem er tengdur truboodsstodinni sem adur var og syndi husakynni og thar hengu a veggjum myndir af ymsum Islendingum sem hafa starfad thar adur og fyrrum.
Til Arbaminch var komid um fjogurleytid og tha hafdi eg nad heilsu og gat tekid vid ad arransjera og dominera. Allir toku tvi rolega thad sem eftir var dags og i gaermorgun theystum vid svo til Addis og var Josef ferdaskrifstofustjoiri maettur til ad fagna okkur og leita fretta.

I dag er sem sagt paskadagur og flest lokad en folk hefur farid i rannsoknarferdir, aetlar i kirkju a eftir eda bara verid i leti og huggulegheitum.
I fyrramalid forum vid i ferd um Addis og upp a utsynishaed, a markadinn og svona hitt og annad og um kvoldid bydur Josef hopnum a flotta ethopiska stadinn thar sem er songur og dans fyrir utan gomsaetan mat og thad sem er ekki verra, litla fallega verslun i anddyrinu.
A thridjudag verdur svo hugad ad tvi sem menn kynnu ad hafa gleymt ad kaupa eda skoda, menn leggja sig og svo bordum svi kvoldverd snemma adur en farid er ut a voll um kvoldi kl 21 eda svo.
Vid komum sem sagt heim a midvikudag med siddegisvelinni fra London.
Allir bidja kaerlega ad heilsa og eru i finu formi og finnst snidugt ad vera her um islenska og sidan ethopiska paska

Saturday, April 7, 2012

Vid erum komin til Addis og allt i soma

Godan daginn

Vid komumflugleidis fra Axum um hadegisbilid og flugum i dyrindis flugvel patriarkans af Ethiopiu sem atti erindi til Axum og vid fengum ad stiga upp i tha margblessudu vel i bakaleidinni.
Undanfarnir dagar i nordrinu hafa verid mjog godir og allir eru lukkulegir. I Axum skodudum vid obeliskana, holl drottningar af Sabba og svo stod yfir mikil messa i hringlaga Mariukirkjunni tho etiopiskir paskar seu ad visu ekki fyrr en eftir viku.
Einnig skodudum vid safnid vid obeliskana og heimsottumkaffistulkurnar og fengum okkur kaffi. Thar hitti eg Semutru med dottur sina sem fyrri hopurinn styrkti med peningagjof. Hun sagdi mer ad thetta hefdi verid himnasending og bad fyrir endalausar kvedjur. Hun sagdist hafa getad farid med barnid til laeknis, keypt fot, borgad matarskuldir og thetta hefdi bjargad ser. Barnid var nu aftur ordid lasid og hafdi engu komid nidur i 3 daga. Throestur Laxdalskodadi telpuna og radlagdi medferd og hun var mjog thakklat fyrir thad. Edda Ragnarsdottirlaumadigullkrossi um hals barnsins og um kvoldid maelti Edda fyrir tvi ad vid gaefum ekki bara Semutru: allar stulkurnar 3 sem vinna tharna bua vid throngan kost svo ekjki se dtypra i arinni tekid. Thetta fekk godar undirtektir og hotelstjorinn tok ad ser ad afhenda theim thetta a hotelinu i morgun thar sem vid forum snemma til flugvallarins.
Adur var Lalibela a dagskra og thar var allt hid ljufasta. Eg hitti ommudrengGudrunar Bjarnadottur sem bidur ad heilsa henni og vid Isleifur tokum mynd af honum.
Svo voru natturlega strakarnir allir maettir vid hotel Lal og badu fyrir allskonar gaedakvedjur til vina sinna. Elisabet segir ad starfssemi se kominn a fullt i Kaffi united sem Sindri og Mani stofnudu.
I Lalibela skodudum vid kirkjurnar storkostlegu, forum i klaustrid fyrir utan bainn og eins var serstok roltferd um midbainnHun maaeltist vel fyrir, baedi hja heimamonnum og okkur.
I Lalibela kom aftur i hopinn Hogni Eyjolfsson sem hafdi brugdid ser til Harar ad hitta telpu sem hannstyrkir thar i SOS torpi og var hann afskaplega anaegdur med ferdina og yfir tvi ad hafa hitt stulkubarnid. Seinni daginn i Laliblea skall a tvilik rigning ad menn urdu nanadst vedurtepptir inni i smahysunum sinum. Einnig var rafmagnsleysi nokkud vandamal og i einu husanna var rafmagnslaust i solarhring og thotti ymsum thad athyglisverd lifsreynsla. Vid vorum tho birg af kertum og luktum og sidan skein sol a ny og loftid taert og fagurt.

Seinni daginn i Bahir Dar forumvid i siglingu til Ur eins og sidast og allir komust upp ad kirkjunni og thotti mikid til um hana. Vid vorum i 2 batum og forum i hressilega kappsiglingu a heimleidinni og vildi hvorugurjata sig sigradan enda vaegja their jafnan semvitid hafa meira.
Fyrri daginn'iBahir Dar for hopurinn ad fossumblau Nilar og voru their ad sogn langtumtignarlegri en i fyrriferd. Af thessu misstum vid Elisabet, Birta, Eyglo og eg en okkur var hent af velinni a sidustu stundu. Te. ljost var ad taka vard fimm af tvi einhverjir hefdarkettir fra stjornvoldum voru a leid a fund i Bahir Dar. EOR og Birta ogEyglogafu sig fram og eg akvad ad vera eftir og slita Sindra ekkifra sinni fameliu. Teddy for tvi einn med hopinntvi Daoud var lika sendur i brottu.
Mer skilst ad thetta hafiallt gengid vel en nokkud daestu menn yfir agengni drengjanna vid Blau Nil enda eru their ansi hreint hvimleidir strain su. Folk var afar hrifid af fegurdinni og fuglasognum a smahysahotelinu i Abay Lodge. Vid komum svo seinna um daginn og var vel fagnad. Thennan dag atti Edda Ragnarsd afmaeli og fekk afmaelissong og litla gjof. Daginn eftir var afmaeli Mortu Mariu og Thrastar og tau fengu einnig song og gjof. Tvo barnaborn Gudm.Pe, Halla og Sindri eiga afmaeli 12 april og tha verdur afmaeliskaka fyrir oll afmaelisbornin tvi ekki eru oll upp talin, Maria Kristleifs a afmaeli thann 13.

Fyrsta daginn voru menn skiljanlega lunir og fengu ser godan lur og sidan var stutt ferd um Addis og farid i Threnningarkirkjuna og stod tha yfir athofn thar.

Thetta verdur ad duga i bili. I kvold bordum vid her en thessa stund eru menn her og hvar eda bara i leti. A morgun, paskadag verdum vid einnig i Addis og tha fa allir paskaegg fra Vima(ad visu bara minnstu sort en med malshaetti tho). Vid foruma sofnin og annad kvold bordum vid a fallegastadnum Top View.
A manudag leggjumvid af stad sudur.
Er ekki viss um eg geti skrifad fyrr en vid komum thadan en allir bidja fyrir bestu kvedjur til sinna og eru i fegursta standi.