Það gerist alltaf eitthvað í sálum fólks þegar það kemur til Isfahan. Það verður ekki ýkt um töfra hennar og það sem þar er að sjá.
Jafnvel þótt það hafi haft nóg að gera að innbyrða, skilja og horfa dagana á undan. Sálin verður svo bljúg og hún fer á yfirsnúning eins og Kolbrá orðar það svo ágætlega.
Fyrsta morguninn fór Pezhman með hópinn í Fjörutíu súlna höllina en ég dreif mig í teppabúðina til Hosseins og
Alis og Hamids til að skrifa ponsulítinn pistil um veru okkar því ég hafði ekki oft gefið mér tíma til að skrifa og auk þess eru margar síður lokaðar.
Áður en lengra en haldið vil ég endilega segja frá því að Guðmundur Pétursson hélt skörulega tölu um Mossadeik heitinn sem vann kosningar upp úr 1951 og reitti Breta og þar með gengu Bandaríkjamenn í leikinn, til reiði þar sem honum sem mörgum öðrum hafði blöskrað að Bretar hirtu- með góðu samþykki keisarans og hans pótintáta allan eða nær því allan hagnað Írana af olíunni. Keisarinn og þáverandi frú hans, Soaya urðu að koma sér úr landi en leyniþjónusta Bandaríkjanna greip í taumana og setti hann aftur í hásætið. Þarna urðu kannski ákveðin skil í stjórnmálum Írans og á þeim tíma sat Khomeini í Qom og skrifaði hverja greinina eftir aðra gegn keisaranum. Keisarinn rak hann loks úr landi, lét handsama Mossadek og upp frá því hefst niðurlægingarskeið Mohammeds Reza.
Mér var tekið fagnandi í teppabúðinni og borið í mig te meðan ég skrifaði pistilinn og Pezhman kom síðan með hópinn að lokinni skoðun Fjörutíu súlna hallarinnar.
Hossein hélt mjög fróðlegan fyrirlestur um teppagerð í Íran og síðan sýndu þeir piltar hvern dýrgripinn af öðrum og var mikið æjað og óað.
Ekki stóð til að gera nein kaup þarna í bili, því næst á dagskrá var hið fagra torg og síðan Ali Qapu höllin sem við tprgið stendur, stórkostlega Imam moskann og hrifust menn af þessum glæsilegu meistaraverkum.
Svo var tímabært að sýna hópnum Mustafa minituremeistara og hvar hann hefur aðsetur, segja hvar kryddmarkaður væri og fara í hádegismat á skringilega safnastaðnum og sá sér súpu og vatnspípu og stóðu margir sig glæsilega. Eftir það voru menn orðnir nokkuð lúnir en við droppuðum þó inn hjá dúkamanninum s
sem varð kátur að sjá okkur og verður æ glaðlyndari og samningaliprari við hverja heimsókn. Síðan var ákveðið að fara heim á hótel enda nóg að sjá daginn eftir. Við borðuðum kvöldverð á öðrum veitingastað á torginu, veður var hlýtt og notalegt og allir í sama sólskinsskapinu og veðrið
Daginn eftir var haldið í Föstudagsmoskuna sem má segja að sé eins konar safn um þróun moska í landinu og í hvívetna einstakt. Að því loknu keyrt yfir í armenska hverfið, Jolfa og skoðuð Vank dómkirkjan og safnið sem þar sendur einnig og er til minningar um fyrsta fjöldamorð 20. aldar þegar Tyrkir ráku Armena sem voru
fjölmennir í landinu, snauða og alls lausa í brottu. Hundruð þúsunda fórust á leiðinni og það verður jafnan Tyrkjum til hnjóðs og ævarinnar skammar að þeir hafa aldrei viðurkennt þessi óhæfuverk.
Hádegisverður var á Hotel Jolfe og mér og fleirum var Creme caramel þar á boðstólum og annar ágætis matur sem við gerðum okkur að venju gott af. Þar sem viðgerðir stóðu yfir á Skjálfandi minerettunni fórum við í þess stað að skoða gamalt baðhús sem er mjög í sama stíl og tyrknesk böð og voru þar karlar að baða sig, drekka te og skrafa( að vísu allir úr vaxi) en sannfærandi vel.
Um kvöldið var borðað á Sjerasjade sem er fallegastir veitingastaða í Isfahan að mínum dómi. Að svo búnu fór Pezhman með hópinn á sorkaneh sýningu en ég hafði mælt mér mót við Hossein teppastrák sem sá að verulegu leyti um ferðina. Það var á Kaffi Ani í armenska hverfinu og þar var líf og fjör í tuskunum. Þótt Jolfa sé kallað armenska hverfið hefur fólk blandast hvað varðar búsetu og þar búa sjálfsagt fullt eins margir Íranir.
Var nú komið að frjálsa deginum og Mohamad keyrði okkur að torginu og menn dreifðust í allar áttir og voru vel klyfjaðir kryddi, smeltivörum, áhyggjukössum, silfri, gulli, dúkum og minitaturemyndum, auk teppanna og allir komu í teppabúðina og fengu að geyma dótið þar svo þeir gætu haldið áfram innkaupunum.
Einnig festu margir kaup á hnetum og Bam-döðlum sem hvergi gerast betri en í Íran. Um kvöldið var borðað á Aseman og flestir gengu á skikkanlegum tíma til náða enda var löng keyrsla til Teheran framundan.
Við kvöddum konu og dóttur Pezhmans og teppadrengina okkar með trega en þeir hafa áhuga á að koma hingað með teppasýningu, sýningu á minatúrlist og teppagerð á næsta ári ef ég fellst á að aðstoða við þau grilljón formsatriði sem þarf að ganga frá áður en slíkt getur orðið að veruleika.
Við Pezhman höfðum ákveðið að keyra rakleitt til Teheran- auðvitað með viðeigandi stoppum til að teygja úr sér, sinna köllum náttúrunnar og skammt frá Kashan útbjuggu þeir Mohamad og Aziz svo síðasta hádegisverð ferðarinnar og slógu sig hressilega út í úrvali og gæðum
Á leiðinni var sögustund, þ.e allir voru fengnir til að segja sögur úr ferðalögum sínum og eina skilyrðið að það væri ekki úr núverandi ferð. Þetta varð fjölbreytt flóra og enda verðlaunasamkeppni. Í síðústu ferð bar Þorkell Erlingsson sigur út býtum. Hér voru sagðar alls konar sögur og bráðskemmtilegar og þar sem ég skipaði mig í dómnefnd er erfitt verkefni sem bíður mín.
Við komuna til Teheran var umferðin hin bærilegasta og það gladdi mig að í móttökunni var Mansour Momeini að vinna en hann var leiðsögumaður minn um þessar slóðir s.l. vor og sá til þess að allt var tilbúið og við vorum öll á sömu hæð sem flýtti fyrir afhendingu farangurs.
Um kvöldið var kveðjukvöldverðurinn uppi á 13. hæð. Þar talaði ég náttúrlega og þakkaði að venju samveru, rifjaði enn upp að þetta væri 40. ferðin og 17 ferðir hef ég auk þess farið þessum til undirbúnings. Taldi það einborið að í þessar ferðir veldust yfirleitt skemmtilegt, fordómalaust og forvitið fólk og svo var skálað til lífs og til gleði að venju.
Edda Ragnarsdóttir afhenti mér gjöf frá hópnum, síma sem hæfir vitsmunum mínum og fallegt kort. Það kort hafði Óskar útbúið fyrir ferðina og síðan skrifuðu allir nöfn sín. Þetta var mér hið mesta gleðiefni
Að svo búnu talaði Guðmundur Pé og sjá má á myndinni hér fyrir neðan að ég kunni vel að meta orð hans.
Kristín Thorlacius sagði nokkur vel valin orð svo og Pezhman og gaf ölllum íranskan tónlistardisk sem mágur hans hafði útbúið.
Í stað þess að við þyrfum að tjekka út um hádegi hafi Hossein og hans samstarfsmenn hjá IRAN MARKAZ séð til þess að við mættum vera til kl. 17 og notuðum tímann og skokkuðum á teppasafnið, listasafnið reyndist vera lokað, öðru eða þriðja sinni. Síðan gerðu menn síðustu innkaupin og pökkuðu.
Við vorum boðin af forstjóra ferðaskrifstofunnar í klúbb Orkumálaráðuneytisins, fallegur útiveitingastaður og gómsætar kræsingar sem fyrr á borðstólum.
Svo var tímabært að leggja af stað til flugvallar. Gulla pé sagði nokkur falleg orð til mín, Pezhman flutti kveðju bílstjóranna og allir voru tregafulllir en hlökkuðu náttúrlega til að koma heim.
Ég tel þetta hafa verið einn besta hópinn enda besta fólkið og samlyndi fagurt. Takk kærlega.
Thursday, September 27, 2012
Wednesday, September 26, 2012
Að grafhýsi Avicenna og afmælisveisla Johanna Travel í Arak
Að svo búnu var farið að grafhýsi og safni Avicenna, sem var læknir og heimspekingur og er í miklum metum. Hann hét Bu Ali en var jafnan kallaður Avicenna og er þekktur undir því nafni á Vesturlöndum og víðar. Hann var fæddur í Bukhara sem nú er innan landamæra Uzbekistan en tilheyrði þá Íran, árið 980 f.Kr. Hann virðist hafa hneigst til lækninga barn að aldri og eftir að hafa lokið prófi í læknisfræði lagðist hann í ferðalög, settist að í Hamedan og varð hirðlæknir ríkjandi emirs við góðan orðstír. Þegar þessi emír andaðist var Bu Ali varpað í fangelsi en honum tókst að flýja og komst til Isfahan. Hann skrifaði fjölmargar bækur um læknisfræði, rannsakaði m.a. plöntur sem hann hafði mikla trú á til lækninga og svo fullkomnar voru þessar bækur hans að margar þeirra voru notaðar við kennslu frá á18.öld. Hann fékkst einnig við skáldskap og heimspekigrúsk. Hann andaðist í Hamedan 1037 e.Kr. og þótti hafa afrekað mikið á tiltölulega skammri ævi.
Íranir hafa hann í miklum hávegum og hafa reist honum - eins og mörgum andans mönnum - mikilfenglegt grafhýsi. Þar var mikill fjöldi Írana og eins og venjulega þótti þeim einkar ánægjulegt að hitta okkur og fá að taka myndir af okkur.
Morgunininn eftir var svo keyrt til Arak og þar gistum við á hreinasta lúxushóteli, Amir Kabir og á leiðinni sem var fjölbreytt að venju skoðuðum við m.a Nushijan frá 8.-6 öld f. Kr Uppgröftur þar bendir bil að þar sé elsta eldhof sem hefur fundist.
Svo var slegið upp balli og er á engan hallað þó staðhæft sé að Steindór og Sólrún slógu þar í gegn með glæsibrag.
Morguninn eftir var svo lagt af stað til perlu Írans, Isfahan og gerðum við stans í bænum þar sem Khomeini trúarhöfðingi er fæddur.
Við komu til Isfahan bjuggum við okkur ból næstu 4 nætur á Aseman og þar beið mótttökunefndin galvösk og borðaði með okkur, þ.e. Hossein, Ali og kona og dóttir Pezhmans. Fóru í hönd ljúfir dagar sem segir frá í niðurlagskafla.
Monday, September 24, 2012
Nú liggur leið til Tak e Soleman og yfir stórkostlegt fjallaskarð til Kermanshah
Eftir góða veru á Grand Hotel í Zanjan var búist til brottferðar til Takht e Soleman sem útleggst en fyrir innreið múslima í Íran voru íbúar landsins að meirihluta Zorostriar og var þessi staður miðpúnktur þeirra. Zoristar dýrkuðu náttúruöflin fjögur, eld, vatn, jörð og himinn. Nafnið þýðir hásæti Salomons en sá kóngur mun raunar aldrei hafa setið þar.
Á leiðinni var farið um fögur og tilkomumikil fjöll og fjallaskörð og reyndi þá verulega á hæfni Mohamads bílstjóra og brást hún ekki fremur en fyrri daginn. Á leiðinni talaði Pezhman m.a um giftingarsiði í Íran en aflagðar eru fyrir löngu skipulagðar giftingar og menn velja nú maka sína sjálfir en auðvitað eru alls konar serimoniur í kringum það. Áður hafði Guðmundur Pétursson talað um ritgerð sem sr. Jakob Jónsson skrifaði um Kýrus konung í íslenskum rímum og átti drjúgan þátt í því að sr. Jakobi og Þóru konu hans var boðið í hátíðahöldin í Persepolis 1971 þegar Reza 2. kóngur lét öðru sinni krýna sig og Föruh Dibu drottningu sína. Þetta var hið fróðlegasta.
Þar sem menn höfðu látið í ljósi áhuga á að fá að labba um í litlu þorpi og anda að sér mannlífi, var næst numið staðar í örþorpinu Seihklar og þar var okkur nokkrum boðið inn á heimili, boriðn í okkur sætindi og frúin skerpti á katlinum og við dáðumst að húsakynnum sem voru hreinleg og smekkleg þegar inn var komið og er það einkennandi fyrir þessi litlu þorp þótt ekki virðist þau tilkomumikil utan frá séð. Þetta var okkur eftirminnileg heimsókn.
Þegar var komið til Hásætis Salómons sem er vitanlega á Heimsminjaskrá UNESCO var gengið þar um. Það er reist umhverfis stöðuvatn og rústir eru þar af eldhofi. Þegar innrásarherir múslima nálguðust fundu Íranir upp nanfið Takt e Soleiman í þeirri von að múslimar sem báru mikla virðingu fyrir spámönnum Gamla testamentisins létu vera að leggja staðinn í rúst. Það gekk eftir og rústir af Hásætinu og öðrum merkum minjum standa þar enn.
Eftir það var rúllað til Takab og þar bjuggum við um okkur á Hótel Ranjii sem er eina hótelið í bænum þeim og herbergi ekki burðug. Ég hafði þó sagt frá því svo ég hygg að menn hafi búist við því öllu snautlegra og varð úr þessu hið mesta grín. Í bænum er aðeins veitingastaður á hótelinu og þar snæddum við hinn þokkalegasta mat um kvöldið og morgunverð daginn áður en við lögðum upp til Kermanshah sem er aðalborg Kúrda í landinu og fjallafegurðin á leiðinni og umhverfis borgina hreint ólýsanleg. Við héldum á bazarainn og gistum síðan á Jamshidhóteli og borðuðum þar. Afskaplega góður matur á boðstólum og foss skreytti veitingasalinn mönnum til misjafnrar ánægju þar sem menn vildu gjarnan skrafa saman svo veitingamenn lækkuðu fossaniðinn. Þetta var raunar einn fárra veitingastaða sem við hittum fyrir allmarga gesti - allt Írani því útlendir ferðamenn sáust hvergi.
Daginn eftir skoðuðum við Tekieh Moaven ol Molk sem var reist til að minnast píslarvættisdauða Husseins Alisonar, hrífandi bygging og þangað leita menn mjög meðan sorgarmánuðurinn Moharram stendur yfir. Einnig skoðuðum við basalhvilftir sem voru skornar út á tímum Sassaníta og ekki skal ógetið hofs Anahitu, vatnsgyðjunnar í Zorostratrúnni og um 25 km frá Kermanshah eru Bistoun sem talið er að þær hafi verið skornar út fyrir mörgum öldum og eru á fornminjaskrá UNESCO. Klifu þeir djöfustu upp í klettana. Alls staðar voru kátir Íranir í pikknikk og voru ósparir að bjóða okkur að þiggja veitingar
Á leiðinni til Hamadan talaði Pezhman um utanríkisstefnu Írana við góðar undirtektir. Hann vill eðlilega meina að olían sé undirrót flestra vandamála í þessum heimshluta og ekki síst stofnun Ísraelsríkis og geta flestir verið sammála um það að ég hygg.
Fréttum að því að allt væri að verða vitlaust vegna myndar um Múhammed spámann sem kostuð var af Bandaríkjamönnum og dró ekki upp fagra mynd. Seinna kom í ljós að þetta væri mjög heimóttarleg mynd og leikarar verið gabbaðir til að leika í henni.
Við komuna til Hamadan gistum við á Baba Taher og borðuðum þar kvöldmat undir beru lofti. Ljómandi mat eins og alltaf í ferðinni. Þarna gistum við tvær nætur og læt ég því þetta duga og verður 3. kafli settur inn á morgun.
Saturday, September 22, 2012
Ný Íranáætlun tókst afskaplega vel
Sæl öll
Var að koma inn úr dyrunum úr einstaklega vel lukkaðri ferð til Íransferð með 23 ánægjulega félaga.
Við byrjuðum ferðina í Tabriz í norðri og þar tóku Pezhman leiðsögumaður og Mohamad bílstjóri á móti okkur og voru glaðir að sjá okkur. Menn þurftu að hvíla sig vel en seinni hluta dags var tekið til óspilltra málanna að skoða þessa borg sem er verulega sjarmerandi. Löbbuðum um markaðinn sem er einn sá stærsti í landinu, virtum fyrir okkur minnismerki skáldanna en Íranir sýna andans fólki sínu einstaka virðingu. Bláa moskan vakti athygli og auk þess að virða fyrir okkur Stjórnarskrárhúsið og skemmtilegt safn fórum við í kvöldverð á El goli, mjög fallegan veitingastað í miðri borg í manngerðu vatni og þar var aldeilis líf í tuskunum. Brúðkaup var á Parshóteli og brúðhjónin fögur og glæsileg og hæfilega undirleit eins og við á.
Daginn eftir til Kandovan, leyndardómsfulls staðar sem minnir á Kapadoikkiu í Tyrklandi þar sem húsin og íverustaðir eu hoggnir inn í bergið. Fólk fagnaði okkur vel enda eru engir túristar í Íran þessar stundir og við urðum mjög eftirsóttar ljósmyndafyrirsætur. Svo paufuðumst við upp í veitingahúsið - 120 tröppur- og voru ýmsir móðir en allt tókst bærilega. Undursamlegur og göldróttur staður.
Næst lá leiðin til Zanjan. Nokkur keyrsla en skemmtileg leið og Kolbrá talaði um birtingarmyndir músliima í kvikmyndum við góðar undirtektir enda stemmir hún ekki beint við þá mynd sem við sem ferðamenn sjáum hér þar sem fólk fagnar okkur ákaft og vill eiga tal við okkur. Í Zanjan skoðuðum við mosku ævaforna sem státar af þriðja stærsta hvolfþaki moska í heimi, heimsóttum vaxmyndasafn sem sýndi þvottahús fyrri tíma og þar komu konur saman, þvoðu þvott og möluðu án efa um nýjustu ævinttýri og sögðu kjaftasögur.
Við Pezhman töluðum til skiptis og allt var hið besta mál. Mohamad og Aziz aðstoðarmaður hans höfðu kaffi og te og flottar kökur á boðstólum og pikknikkhádegisverðir sem þeir útbjuggu voru herlegir, ostar, tómatar, túnfiskur, alls konar kássur, brauð og döðlur og allir gerðu sér gott af þessu.
Taska Kolbrár varð eftir í Frankfurt en hafði nú skilað sér og allt var í hinu besta standi. Allmargir í hópnum sem féll afar vel saman, höfðu farið í Íranferð áður, þar á meðal Guðm Pé, Edda, Gulla pé(tvívegis) Þóra Jónasdóttir, Kristín Thorlacius og Óskar Ægir og var hrifning þeirra ekki sízt því landslagið er miklu stórfenglegra og hreint út sagt makalaus fegurðin í landslagi og alls staðar var okkur tekið eins og gestum sem lengi hefði verið beðið eftir.
Næsti kafli á morgun.
Var að koma inn úr dyrunum úr einstaklega vel lukkaðri ferð til Íransferð með 23 ánægjulega félaga.
Við byrjuðum ferðina í Tabriz í norðri og þar tóku Pezhman leiðsögumaður og Mohamad bílstjóri á móti okkur og voru glaðir að sjá okkur. Menn þurftu að hvíla sig vel en seinni hluta dags var tekið til óspilltra málanna að skoða þessa borg sem er verulega sjarmerandi. Löbbuðum um markaðinn sem er einn sá stærsti í landinu, virtum fyrir okkur minnismerki skáldanna en Íranir sýna andans fólki sínu einstaka virðingu. Bláa moskan vakti athygli og auk þess að virða fyrir okkur Stjórnarskrárhúsið og skemmtilegt safn fórum við í kvöldverð á El goli, mjög fallegan veitingastað í miðri borg í manngerðu vatni og þar var aldeilis líf í tuskunum. Brúðkaup var á Parshóteli og brúðhjónin fögur og glæsileg og hæfilega undirleit eins og við á.
Daginn eftir til Kandovan, leyndardómsfulls staðar sem minnir á Kapadoikkiu í Tyrklandi þar sem húsin og íverustaðir eu hoggnir inn í bergið. Fólk fagnaði okkur vel enda eru engir túristar í Íran þessar stundir og við urðum mjög eftirsóttar ljósmyndafyrirsætur. Svo paufuðumst við upp í veitingahúsið - 120 tröppur- og voru ýmsir móðir en allt tókst bærilega. Undursamlegur og göldróttur staður.
Næst lá leiðin til Zanjan. Nokkur keyrsla en skemmtileg leið og Kolbrá talaði um birtingarmyndir músliima í kvikmyndum við góðar undirtektir enda stemmir hún ekki beint við þá mynd sem við sem ferðamenn sjáum hér þar sem fólk fagnar okkur ákaft og vill eiga tal við okkur. Í Zanjan skoðuðum við mosku ævaforna sem státar af þriðja stærsta hvolfþaki moska í heimi, heimsóttum vaxmyndasafn sem sýndi þvottahús fyrri tíma og þar komu konur saman, þvoðu þvott og möluðu án efa um nýjustu ævinttýri og sögðu kjaftasögur.
Við Pezhman töluðum til skiptis og allt var hið besta mál. Mohamad og Aziz aðstoðarmaður hans höfðu kaffi og te og flottar kökur á boðstólum og pikknikkhádegisverðir sem þeir útbjuggu voru herlegir, ostar, tómatar, túnfiskur, alls konar kássur, brauð og döðlur og allir gerðu sér gott af þessu.
Taska Kolbrár varð eftir í Frankfurt en hafði nú skilað sér og allt var í hinu besta standi. Allmargir í hópnum sem féll afar vel saman, höfðu farið í Íranferð áður, þar á meðal Guðm Pé, Edda, Gulla pé(tvívegis) Þóra Jónasdóttir, Kristín Thorlacius og Óskar Ægir og var hrifning þeirra ekki sízt því landslagið er miklu stórfenglegra og hreint út sagt makalaus fegurðin í landslagi og alls staðar var okkur tekið eins og gestum sem lengi hefði verið beðið eftir.
Næsti kafli á morgun.
Sunday, September 16, 2012
Iranhopur i vellystingum i Isfahan
Iranhopur i vellystingum i Isfahan
Loks kemst eg i alennilega tolvu til ad senda kvedjur til ykkar allra. Iranhopurinn kom hingad i gaer og her verd heimilmum vid naestu 3 daga og skodum alla helstu stadina. Hopurinn er nuna i Fjorutiu sulna hollinni og kemur sidan hingad i teppabudina og Hossein mun halda fyrirlestur um teppagerd og teppin verda synd. Ad tvi bunu er farid i Iam moskuna, Ali Qapu hollina og menn unu skoda sig um a torginu mikla.
Sidustu daga hofu vid verid a flandri um nordur og vesturhlutaa Irans sem er gerolikur sudurhlutanum. Fjallafegurd meiri en vidast, storkostleg gestrisni og elskulegt vidmot hvarvetna. Vid hofum koid inn a heimili, gist a finum hotelum og einu afleitu en thad vissu allir fyrir og vard ur brandari. Matur finn og flesta hadegisverdi hafa bilstjorarnir Mohamad og Aziz utbuid vid mikla anaegju.
Borgirnar sem vid hofum heimsott eru Tabriz thar sem ferdin byrjadi. Taska Kolbrar skiladi ser ekki en kom sidan og urdu fagnadarfundir Tha forum vid til Zanjan, Kermanshah, Hamadan og alls stadar skodudum vid helstu stadina. Kvoldid adur en hingad kom heldum vid upp a thad a fineriis hoteli i Arak ad thetta er ferd Johanna Travel numer 40 og jafnvfrat su sidasta. Thar var einnig hressileg ironsk tonlist og Steindor og Solrun stigu dans af mikilli list.
Aetla ekki ad hafa thetta lengra i bili en skrifa aftur adur en vid forum fra Isfahan og allir toku fra ad their senda kaerar kvedjur heim og ohaett ad segja ad nyir Iranfarar eru hissa og gladir og their sem eru ad fara i adra ferd eru himinlifandi lika.
Subscribe to:
Posts (Atom)