Það gerist alltaf eitthvað í sálum fólks þegar það kemur til Isfahan. Það verður ekki ýkt um töfra hennar og það sem þar er að sjá.
Jafnvel þótt það hafi haft nóg að gera að innbyrða, skilja og horfa dagana á undan. Sálin verður svo bljúg og hún fer á yfirsnúning eins og Kolbrá orðar það svo ágætlega.
Fyrsta morguninn fór Pezhman með hópinn í Fjörutíu súlna höllina en ég dreif mig í teppabúðina til Hosseins og
Alis og Hamids til að skrifa ponsulítinn pistil um veru okkar því ég hafði ekki oft gefið mér tíma til að skrifa og auk þess eru margar síður lokaðar.
Áður en lengra en haldið vil ég endilega segja frá því að Guðmundur Pétursson hélt skörulega tölu um Mossadeik heitinn sem vann kosningar upp úr 1951 og reitti Breta og þar með gengu Bandaríkjamenn í leikinn, til reiði þar sem honum sem mörgum öðrum hafði blöskrað að Bretar hirtu- með góðu samþykki keisarans og hans pótintáta allan eða nær því allan hagnað Írana af olíunni. Keisarinn og þáverandi frú hans, Soaya urðu að koma sér úr landi en leyniþjónusta Bandaríkjanna greip í taumana og setti hann aftur í hásætið. Þarna urðu kannski ákveðin skil í stjórnmálum Írans og á þeim tíma sat Khomeini í Qom og skrifaði hverja greinina eftir aðra gegn keisaranum. Keisarinn rak hann loks úr landi, lét handsama Mossadek og upp frá því hefst niðurlægingarskeið Mohammeds Reza.
Mér var tekið fagnandi í teppabúðinni og borið í mig te meðan ég skrifaði pistilinn og Pezhman kom síðan með hópinn að lokinni skoðun Fjörutíu súlna hallarinnar.
Hossein hélt mjög fróðlegan fyrirlestur um teppagerð í Íran og síðan sýndu þeir piltar hvern dýrgripinn af öðrum og var mikið æjað og óað.
Ekki stóð til að gera nein kaup þarna í bili, því næst á dagskrá var hið fagra torg og síðan Ali Qapu höllin sem við tprgið stendur, stórkostlega Imam moskann og hrifust menn af þessum glæsilegu meistaraverkum.
Svo var tímabært að sýna hópnum Mustafa minituremeistara og hvar hann hefur aðsetur, segja hvar kryddmarkaður væri og fara í hádegismat á skringilega safnastaðnum og sá sér súpu og vatnspípu og stóðu margir sig glæsilega. Eftir það voru menn orðnir nokkuð lúnir en við droppuðum þó inn hjá dúkamanninum s
sem varð kátur að sjá okkur og verður æ glaðlyndari og samningaliprari við hverja heimsókn. Síðan var ákveðið að fara heim á hótel enda nóg að sjá daginn eftir. Við borðuðum kvöldverð á öðrum veitingastað á torginu, veður var hlýtt og notalegt og allir í sama sólskinsskapinu og veðrið
Daginn eftir var haldið í Föstudagsmoskuna sem má segja að sé eins konar safn um þróun moska í landinu og í hvívetna einstakt. Að því loknu keyrt yfir í armenska hverfið, Jolfa og skoðuð Vank dómkirkjan og safnið sem þar sendur einnig og er til minningar um fyrsta fjöldamorð 20. aldar þegar Tyrkir ráku Armena sem voru
fjölmennir í landinu, snauða og alls lausa í brottu. Hundruð þúsunda fórust á leiðinni og það verður jafnan Tyrkjum til hnjóðs og ævarinnar skammar að þeir hafa aldrei viðurkennt þessi óhæfuverk.
Hádegisverður var á Hotel Jolfe og mér og fleirum var Creme caramel þar á boðstólum og annar ágætis matur sem við gerðum okkur að venju gott af. Þar sem viðgerðir stóðu yfir á Skjálfandi minerettunni fórum við í þess stað að skoða gamalt baðhús sem er mjög í sama stíl og tyrknesk böð og voru þar karlar að baða sig, drekka te og skrafa( að vísu allir úr vaxi) en sannfærandi vel.
Um kvöldið var borðað á Sjerasjade sem er fallegastir veitingastaða í Isfahan að mínum dómi. Að svo búnu fór Pezhman með hópinn á sorkaneh sýningu en ég hafði mælt mér mót við Hossein teppastrák sem sá að verulegu leyti um ferðina. Það var á Kaffi Ani í armenska hverfinu og þar var líf og fjör í tuskunum. Þótt Jolfa sé kallað armenska hverfið hefur fólk blandast hvað varðar búsetu og þar búa sjálfsagt fullt eins margir Íranir.
Var nú komið að frjálsa deginum og Mohamad keyrði okkur að torginu og menn dreifðust í allar áttir og voru vel klyfjaðir kryddi, smeltivörum, áhyggjukössum, silfri, gulli, dúkum og minitaturemyndum, auk teppanna og allir komu í teppabúðina og fengu að geyma dótið þar svo þeir gætu haldið áfram innkaupunum.
Einnig festu margir kaup á hnetum og Bam-döðlum sem hvergi gerast betri en í Íran. Um kvöldið var borðað á Aseman og flestir gengu á skikkanlegum tíma til náða enda var löng keyrsla til Teheran framundan.
Við kvöddum konu og dóttur Pezhmans og teppadrengina okkar með trega en þeir hafa áhuga á að koma hingað með teppasýningu, sýningu á minatúrlist og teppagerð á næsta ári ef ég fellst á að aðstoða við þau grilljón formsatriði sem þarf að ganga frá áður en slíkt getur orðið að veruleika.
Við Pezhman höfðum ákveðið að keyra rakleitt til Teheran- auðvitað með viðeigandi stoppum til að teygja úr sér, sinna köllum náttúrunnar og skammt frá Kashan útbjuggu þeir Mohamad og Aziz svo síðasta hádegisverð ferðarinnar og slógu sig hressilega út í úrvali og gæðum
Á leiðinni var sögustund, þ.e allir voru fengnir til að segja sögur úr ferðalögum sínum og eina skilyrðið að það væri ekki úr núverandi ferð. Þetta varð fjölbreytt flóra og enda verðlaunasamkeppni. Í síðústu ferð bar Þorkell Erlingsson sigur út býtum. Hér voru sagðar alls konar sögur og bráðskemmtilegar og þar sem ég skipaði mig í dómnefnd er erfitt verkefni sem bíður mín.
Við komuna til Teheran var umferðin hin bærilegasta og það gladdi mig að í móttökunni var Mansour Momeini að vinna en hann var leiðsögumaður minn um þessar slóðir s.l. vor og sá til þess að allt var tilbúið og við vorum öll á sömu hæð sem flýtti fyrir afhendingu farangurs.
Um kvöldið var kveðjukvöldverðurinn uppi á 13. hæð. Þar talaði ég náttúrlega og þakkaði að venju samveru, rifjaði enn upp að þetta væri 40. ferðin og 17 ferðir hef ég auk þess farið þessum til undirbúnings. Taldi það einborið að í þessar ferðir veldust yfirleitt skemmtilegt, fordómalaust og forvitið fólk og svo var skálað til lífs og til gleði að venju.
Edda Ragnarsdóttir afhenti mér gjöf frá hópnum, síma sem hæfir vitsmunum mínum og fallegt kort. Það kort hafði Óskar útbúið fyrir ferðina og síðan skrifuðu allir nöfn sín. Þetta var mér hið mesta gleðiefni
Að svo búnu talaði Guðmundur Pé og sjá má á myndinni hér fyrir neðan að ég kunni vel að meta orð hans.
Kristín Thorlacius sagði nokkur vel valin orð svo og Pezhman og gaf ölllum íranskan tónlistardisk sem mágur hans hafði útbúið.
Í stað þess að við þyrfum að tjekka út um hádegi hafi Hossein og hans samstarfsmenn hjá IRAN MARKAZ séð til þess að við mættum vera til kl. 17 og notuðum tímann og skokkuðum á teppasafnið, listasafnið reyndist vera lokað, öðru eða þriðja sinni. Síðan gerðu menn síðustu innkaupin og pökkuðu.
Við vorum boðin af forstjóra ferðaskrifstofunnar í klúbb Orkumálaráðuneytisins, fallegur útiveitingastaður og gómsætar kræsingar sem fyrr á borðstólum.
Svo var tímabært að leggja af stað til flugvallar. Gulla pé sagði nokkur falleg orð til mín, Pezhman flutti kveðju bílstjóranna og allir voru tregafulllir en hlökkuðu náttúrlega til að koma heim.
Ég tel þetta hafa verið einn besta hópinn enda besta fólkið og samlyndi fagurt. Takk kærlega.
Thursday, September 27, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Guðmundur er í sjöunda himni á þessari mynd af ykkur og ég er ekki hissa. Þetta hefur verið aldeilis við hæfi í fertugustu- og eins og þú segir þeirri síðustu ferð VIMA.
buy best oNrfQUup [URL=http://www.cheapguccireplica.tumblr.com/]gucci outlet online[/URL] suprisely cponCDIk [URL=http://www.cheapguccireplica.tumblr.com/ ] http://www.cheapguccireplica.tumblr.com/ [/URL]
buy a xHBkPBkk [URL=http://www.aaareplicahandbags.weebly.com/]aaa replica[/URL] online shopping SSfrGubr [URL=http://www.aaareplicahandbags.weebly.com/ ] http://www.aaareplicahandbags.weebly.com/ [/URL]
Post a Comment