Tuesday, January 15, 2013
Ragnhildur Árnadóttir látin
Góður VIMA félagi, Ragnhildur Árnadóttir, er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ragnhildur var sjúkraliði að mennt og starfi og óhætt að segja að hún hélt ekki til í trafeskjum um dagana. Hún var fráskilin til margra ára en átti tvo syni sem voru hennar augasteinarnir hennar þótt það æxlaðist nú svo að annar byggi erlendis lengst af.
Ragnhildur var fædd 6.ágúst 1938.
Ég kynntist Ragnhildi þegar hún fór í fyrstu ferð með okkur til Jemen og Jórdaníu. Hressileg kona og lá ekki á skoðunum sínum, en mjúk og elskuleg manneskja og vildi öllum gott gera. Seinna fór hún með í fyrstu ferðina til Íran og síðar til Kákasuslanda. Alls staðar skemmtilegur ferðafélagi og ein af þessum góðu og vesenislausu manneskjum sem er gott af hafa nærri. Hana dreymdi um að koma með til Uzbekistan en var þá orðin veik og ákvað að hún mundi hrista af sér sjúkdóminn og koma í seinni ferðina. Þegar það reyndist heldur ekki gerlegt sló hún sér á lær og sagði við mig: Þá læt ég ekkert stoppa mig og verð með til Eþíópíu. Ekki tókst það að heldur en hún hélt áfram að berjast eins og það ljón sem hún var,hjólaði, dansaði línudans og lét eins og þetta væri allt á réttri leið.
Ragnhildur var traustur VIMA félagi, hún studdi af litlum efnum jemensku stúlkuna Feirús til mennta og hún sótti fundi VIMA af hinum mesta áhuga.
Ragnhildur var góð og traust manneskja, skapmikil og skapljúf, viðkvæmur hrossabrestur og heiðarleg fram í fingurgóma.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Blessuð sé minning Ragnhildar en ég kynntist henni í fyrstu Iranferð VIMA. Þegar við ræddum saman kom í ljós að hún var úr Ölfusinu og bróðir hennar var ferðafélagi í Ísrael- Egyptalandsáramótaferð 1977 þegar Ölfuskórinn sem ég var í fór í söngferð þangað. Svo benti ég Guðríði frænku minni á góðan herbergisfélaða í ferð til Kákasuslanda og myndaðist góður vinskapur með þeim en hún var skemmtilegur ferðafélagi og komu þær í heimsókn í Hvg.og einnig fórum við dagsferð í Garðinn en þaðan kom frænka mín en hún leiðsagði okkur og áttum við JHH og þær góðan sumardag á Suðurnesjum. Góð minning með einni af okkar hvundagshetjum og VIMA félaga. Jóna Einarsdóttir.
Post a Comment