Thursday, August 30, 2007
Já þessi tími -
Það telst ekki gullbrúðkaup þar sem hvort tveggja gerðist, leiðir okkar skildu og síðar lést Jökull fyrir æðilöngu.
Samt finnst mér þetta alltaf mikilvægur dagur. Enda skilaði hann og árin sem á eftir komu reynslu og rollingum sem hafa nú fært mér álitlegt niðjatal, samtals 17.
Þetta er svona bara í forbifartenm því maður fyllist nostalgíu við svona skrítin tímamót.
Og ekki orð meira um það og að öðru:
Fjórar telpur hafa ekki fengið styrktaramenn. Þessar fjórar hafa notið stuðnings en þar sem svör hafa ekki borist ætla ég að biðja nýja að koma til liðs við þær.
Þessar fjórar hafa verið í YERO síðan starfssemin hófst og sýna fullan vilja til að halda áfram.
Þær eru
1. Uesra Moh. Saleh Hussein(g10). Hún er 9 ára gömul og er að byrja í 4. bekk.
2. Aisha Abd Karemm G60 11 ára og fer í 4.bekk
3. Sumah Hamed Alhasame (94)14 ára og fer í 9. bekk
4. Summaia Galeb Al HJumhree G59 er 12 ára og hyggst fara í 6.bekk.
Vera kann að þeir sem hafa styrkt stúlkurnar hafi ekki verið nærstaddir þessar síðustu vikur. Hef þó sent bréf til þeirra en eins og margsinnis hefur komið fram er
skuldbinding bara eitt ár í senn svo þeir eru vitaskuld frjálsir að því að hætta.
En mér þætti elskulegt ef menn létu vita. Fjórar aðrar telpur og einn drengur
hafa einnig skrifað sig á biðlista og síðan kemur fjöldi í viðbót núna eftir mánaðamótin.
Nokkrir þeirra sem hafa stutt krakka sem af ýmsum ástæðum sem áður hafa verið raktar eru flutt hafa tekið ný börn í staðinn.
Ef stuðningsmenn fást fyrir þessar fjórar og fimm á viðbót erum við að nálgast hundrað sem var markmið okkar.
Ef ekki fást styrktarmenn á næstunni mun þá Fatimusjóður greiða fyrir þau, að minnsta kosti fram eftir vetri. En ég á dálítið örðugt með að trúa öðru en við getum tekið þessa krakka að okkur.
Langflestir hafa þegar greitt fyrir börn sín og bestu þakkir.
Nokkrir greiða mánaðarlega og allt í fína með það, þeir hafa látið vita. Frá einstaka hefur ekki heyrst og bið þá vinsamlegast að hafa samband hið fyrsta.
Þá ítreka ég allra vingjarnlegast við ferðalanga hausts, vetrar og vors að greiða samkvæmt plani sem allir hafa fengið. Sendi á næstunni út til ferðalanga í seinni Jemenferðinni hvernig sú skuli greidd.
Úr maraþonhlaupinu fengum við 51.100 sem er um 20 þús. hærri upphæð en við héldum í fyrstu. Kærustu þakkir fyrir það. Þarna mundar greinilega mest um áheit á hlauparana okkar. Næsta sumar skipuleggjum við þetta betur.
Þá skal þess getið að gjafakortin eru GJÖF en ekki bara kort. Í sumar heftur komið inn á Fatimusjóð v/minningarkortanna, gjafakorta og annarra framlaga í sjóðinn hátt í 300 þúsund kr. sem mér finnst farsælt og veit að fleiri munu leggja lið. Veljið gjafakort og ég sendi þau snarlega.
Ef um minningarkort er að tefla þá bara hringja eða senda imeil og ég sendi það snimmhendis.
Séu nú einhverjir kennarar í okkar góða félagahópi sem hafa áhuga á að fá fræðslu í sínum skólum um Jemenverkefnið eða annað sem viðkemur starfssemi VIMA hafi þeir samband
ps. Sumayah (G59)hefur fengið styrktarmann-Valgerður Kristjónsdóttir
Sumah(G94) einnig- Ragnhildur Árnadóttir
Tuesday, August 28, 2007
Hvort er sætara? Og ekkert nema góðar fréttir í dag
Hér er spurninga og fegurðarkeppni: Hvort okkar Gaddafis er nú sætara?
Altjent fer ég á næstunni, nánar tiltekið þann 5.sept. ef guð lofar til Libyu í seinni rannsóknarleiðangurinn til að kanna þar íhygliverðar slóðir.
Ætla að vera dag í Tripoli við upphaf og lok en fer annars niður til Sabha og flandra síðan um eyðimörkina og til Akkakusarfjalla. Þar er ætlunin að við gistum í þrjár nætur í tjaldbúðum og væri því ráð að skoða umhverfi og þann aðbúnað sem upp á er boðið.
Hyggst nota libyska flugfélagið frá London til Tripoli og til baka. Með því eru ferðir ódýrari og ég gæti náð ferðaverði töluvert niður ef það er viðunandi þjónusta hjá þeim.
Sjáum til með það og ég skrifa náttúrlega áður en ég fer.
href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj5WEPWhN78FdpVMsvfDzD-Pfm_MLTTHNdFi8fAdcpbBVKA-xNqj2hleR5CwF5tQeeo9giIXM9byrcif75hZ3xloLq5ZGdFMIqNw60tJ3DFhI89mppNMbIpMn6epjIXvgAtHQRSPQgoOJ4/s1600-h/Gjafakort+5.jpg">
Hér er gjafakort(nr 5) og gert af jemenska málaranum Fuad al Futaiah en hann er trúlega frægasti nútímamálari Jemen og hefur haldið sýningar vítt um veröld. Hann hefur lýst áhuga á að sýna hérlendis, kannski verður úr því.
Vona að þið verðið dugleg að hafa samband og fá ykkur kort þegar þannig stendur á.
Þá eru hér einstaklega góðar fréttir:
Í fyrsta lagi nýr velunnari, Loftur Sigurjónsson hefur ekki aðeins ákveðið að styrkja árlega tvö börn til náms í YERO í Sanaa heldur gefur hann sem svarar 90 þúsund krónur sem við látum hikstalaust renna í byggingarsjóðinn óformlega. Kærar þakkir til Lofts fyrir þessa rausn og þó einkum fyrir þá hugsun sem að baki býr.
Í öðru lagi reyndust ýmsir heita á okkur í Glitnishlaupinu svo upphæðin sem féll okkur í skaut er hærri en fyrstu fréttir hermdu.
Ritnefndin ætlar að kíkja í heimsókn til mín annað kvöld og þá förum við yfir fréttabréfið sem mér sýnist ætla að verða um 16 bls og hefur því stækkað um helming síðan það fyrsta kom út fyrir rífu ári eða svo.
Efni er fjölbreytt og forvitnilegt. Það verður sent til allra sem skráðir eru í VIMA, ýmissa sem hafa stutt okkur og góðra félaga sem hafa tekið þátt í ferðunum og að sjálfsögðu til allra sem styrkja krakkana okkar. Það kemur út 15.-20 sept ef guð lofar.
Í þriðja lagi kom Högni Eyjólfsson í gærkvöldi til mín kynningardiski um Jemen og YERO starfið sem við ætlum að nota á næstunni. Þetta er öldungis fyrirmyndargerð hjá Högna eins og hans var von og vísa. Hann fékk einnig myndir hjá Veru Illugadóttur og Guðbirni Egilssyni.
Allt er í góðu standi eins og þið sjáið og eiginlega vel það.
Monday, August 27, 2007
Gjafakortin - fimm tegundir- eru nú tilbúin. Ein gerð minningarkorta
Hér er ein gerð gjafakortanna en seinna í dag setur Elísabet tæknistjóri Ronaldsdóttir hin kortin inn á sérstakan link á síðunni. ÞAU ERU KOMIN INN:sjá linkinn
Tegundir gjafakortanna eru alls fimm svo hver getur valið að sínum smekk. Ein gerð minningarkorta í boði. Jafnskjótt og þetta er komið skoðið þið þau auðvitað vandlega og hafið samband: ef þið viljið kaupa nokkur stykki eða fá þau send. Bara nefna það. Við erum svoddan snöfurkonur hér.
Og ég er viss um að fólki finnst þau spes og falleg og málefnið er gott.
Þá skýrist innan tíðar hvenær Nouria kemur til landsins, en að líkindum um mánaðamótin sept/okt. Við efnum til fundar með styrktarmönnum og öðrum áhugasömum.
Þar sem svo einkar skemmtilega vill til að skóli í Kópavogi nefnir félagsmiðstöðina sína Jemen er ekki ósennilegt að hún fari þangað og segi krökkunum frá Jemen. Það er örugglega hollt fyrir þau að fræðast um landið og ekki síður að það telst ekki sjálfgefið í því landi að börn komist í skóla.
Einnig vonast ég til að við getum kynnt þetta mál rækilega þessa daga sem hún verður hér og treysti auðvitað á bjartar undirtektir fjölmiðla.
Minni væntanlega ferðalanga á að mánaðamót nálgast. Það þýðir greiðslu inn á ferðir skv. plani sem ég hef þegar sent. Gjöra svo vel, mín vænstu að borga á réttum tíma.
Munið að það eru í bili laus sæti í ferðirnar í vetur mínus Ómanferðina. Hún er uppseld.
Skoðið nú linkinn vandlega undir titlinum Gjafa- og minningakort Fatimusjóðs.
Það hafa bæst við nokkrar stúlkur sem vantar styrktarmenn og fleiri eftir svona tíu daga. Svo ég tek fagnandi á móti nýju stuðningsfólki.
Friday, August 24, 2007
Þessi börn eru öll komin með styrktarfólk
Við erum hér með 93 börn á skrá.
Það er flott og svo bætast nokkur við. Náum hundrað.
Vona að þessi listi sé réttur. Altjent varla margar villur. Þær verða þá leiðréttar. Ef þið sjáið skekkju endilega hafa samband.
1.B 10 Mohammed Jameel AlSlwee-Guðmundur Pétursson
2.B17 Wadee Abdoullah Al Sharabi- Guðmundur Pétursson
3.B18 Jamal Hamid Al Shamree-Helga Kristjánsdóttir
4.B 3 Rabee Abdoullah Al Sharabi - Högni Eyjólfsson
5.B 45 Abdulrahim Al Feisal- Sigurlaug M. Jónasdóttir
6.B 103 Hilal Mohamed AlHyshary- Guðlaug Pétursdóttir
7.B 104 ABDULKAREEM Mohammed Almatri- Birna Sveinsdóttir
8.B 105 Abdullah Sameer AlRadee- Sif Arnarsdóttir
9.B 106 Majed Yheia Ali Al Mansor -Ester Magnúsdóttir
10.B 107 BADRE YHEIA HUSSAN ALMATARI- Sigríður Halldórsdóttir
11.B 108 FOUD Nagi Hssan AlSalmee- Jósefína Friðriksdóttir
12.B 109 BADRE ABDUL KAREEM ALANSEE-Loftur Sigurjónsson
13.B 110 YIHYA NASSERR Alansee- Sigríður Lister
14.B 111 ALI NAJEEB Labib Alademe- Jóhanna Kristjónsdóttir
15.B 112 IBRAHIM Ahmed Qarase- Hrafnhildur Baldursdóttir
16.B 113 BASHEER NABIL Ahmed Abass- Alma Hrönn Hrannardóttir
17.B 114 ISSAME ADEL Sharaf- Loftur Sigurjónsson
18.B 115 HAMZA Ali Musead Al Dobibe- Inga Jónsdóttir/Þorgils Baldursson
19.B 116 AYMAN Yassen Mohamed AlShebani - Margrét H. Auðardóttir
20.B 117 RAMZI Ahmed Salem Abbas- Ingunn Sigurpálsd/Garpur I.Elísabetarson
21.B 118 MOHAMED YIHYA MOHAMED- ALKHOLANI- Kristín Sigurðardóttir
22.B119 ZAKARYA Ahmed Abbas- Áslaug Pálsdóttir/Kristján Arnarsson
23.B 120 ADNAN Ahmed Saleh AlHombose- Pétur Jósefsson
24.B 121 MOHAMED ABDO MOSEAD OMAR- Ríkarð Brynjólfsson
25. B90 Yuser Ali Moh. AlReemee-Hjallastefnan/Margrét P. Ólafsdóttir
26.B54 Hussein Magraba- Anita Jónsdóttir/Örnólfur Hrafnsson
1.G 105 Asma Moh.Shiek= Ásdis Halla Bragadóttir
2.G106 Ranya Yessin Al Shebani-Aðalbjörg Karlsdóttir
3.G 107 Maryam Yessin Al Shebani-Kolbrún Vigfúsdóttir
4.G 108 Heba Yessin Al Shebani=Fríða Björnsdóttir
5.G 109 Soha Hamed Al Hashamee= Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson
6. G110 Sameha Hamed Al Hashame= Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson
7.G 111 Rehab Hussan Al Shameri= Bára Ólafsdóttir/Eirikur Haraldsson
8.G 112 Somaya Yihya Al Kholani= Ásdis Stefánsdóttir
9.G 113 Raqed Kamal Al Zonome=Auður Finnbogadóttir
10.G114 Hadeel Kamal Al Zonome= Auður Finnbogadóttir
11.G115 Alya Abdoukahleq Alkholani= Guðný Ólafsdóttir
12.G 116 Alya Abdouh Moused Omer= Eva Júliusdóttir
13.G 117 Ablah Abdouh Moused Omer= Ásdis Halla Bragadóttir
14.G 118 Hanan Galeb Al Mansoor= Herdís Kristjánsdóttir
15.G119 Shada Yihia Galeb Al Mansoor=Margrét Guðmundsdóttir/Brynjólfur Kjartansson
16.G120 Hayet Yihia Galeb Al Mansoor= Erla V. Kristjánsson
17.G 121 Ahlam Abdoullah Al Keybsee= Birna Sveinsdóttir
18 G3 Saadah Abdullah Ali Hussein= Zontaklúbburinn Sunna
19.G4 Takanee Abdullah Ali Hussein= Zontaklúbburinn Sunna
20. G5 Kholad Moh. Ali AlRemee= Stella Stefánsdóttir
21. G6 Abir Abdo AlZabidi- Ólöf Arngrímsdóttir
22. G 9 Takeyah Moh. Al Matari= Dominik Pledel Jónsson
23.G11 Hind Bo Belah= Guðrún Ólafsdóttir
24.GBushra Ali Ahmed AlRemee=Margrét S. Pálsdóttir
25. G15 Fatten Bo Belah= Guðrún Halla Guðmundsdóttir
26. G17 Ahlam Abdulhamid AlDobib=Ingveldur Jóhannesdóttir
27. G19 Sara Moh. Aleh AlRemei= Sigríður G. Einarsdóttir
28.G20 Shemah Abdulhakim Al Joned- Ingunn Mai Friðleifsdóttir
29. G21 Hyefa Salman Al Sharifi- Ingunn Mai Friðleifsdóttir
30. G22 Rawia Ali Hamood AlJobi- Kristín Sigurðardóttir
31. G 23 Hayat Moh. Al Matari - Inga Hersteinsdóttir
32.G25 Rasha Abdohizam AlQadsi- Hulda Waddel/Örn Valsson
33. G27 Leebia Mohmed AlHamery - Guðlaug Pétursdóttir
34.G 29 Nasso, Abdulhakim Al joned=Jóhanna Kristjónsdóttir
35.G 30 Yesmin Jamil AlSalwee- Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
36. G32 Hanan Mohamed Al Matari- Jóna Einarsd/Jón H. Hálfdanarson
37. G34 Gedah Mohamed Al Naser- Þóra Jónasdóttir
38. G35Suzan Mohamed Al Hamley- Ingunn Mai Friðleifsdóttir
39. G37 Fairouz Mohamed Al Hamayari- Ragnhildur Árnadóttir
40. G39 Sara Mohmed Al Hamli- Erla Vilborg Adolfsdóttir
41. G40 Hanak Mohamed Al Matari - Ragnheiður Gyða, Oddrún Vala og Guðrún Valgerður
42. G 41 Ahlam Yahya Hatem - Birna Karlsdóttir
43. G42Bdore Nagi Obad- María Kristleifsdóttir
44. G46 Bushra Sharaf AlKadsee- Catherine Eyjólfsson
45. G 47 Fatten Sharaf AlKadsee- Bjarnheiður Guðmundsdóttir
46. G 48 Gada Farooq Al Shargabi- Guðríður H. Ólafsdóttir
47. G 49 Sabreen Farooq Al Shargabi- Guðrún Sesselja Guðjónsdóttir
48. G50 Fatima Abdullah AlKabass- Ragnheiður Jónsdóttir
49. G52 Safwa Sadak AlNamoas- Svala Jónsdóttir
50. G53 Fatima Samir Al Radee- Sigrún Tryggvadóttir
51. G54 Reem Farooq Al Shargabi- Valdís B. Guðmundsd/Halldóra Pétursd
52. G55 Amal Abdulhizam AlKadasi- Vaka Haraldsdóttir
53. G56 Maryam Saleh AlJumhree- Valborg Sigurðardóttir
54. G62 Asma Ahmed Attea- Herdís Kristjánsdóttir
55. G61 Aida Yeheia AlAnsee- Birna Sveinsdóttir
56.G64 Samar Yeheia Alansee- Bryndís Símonardóttir
57. G 65 Entedat Hamid Al Harbee- Guðrún S. Gísladóttir/Illugi Jökulsson
58. G68 Toryah Yeheia Aoud - Erla Vilborg Adolfsdóttir
59. G71 Hanadi AbdulMalek Alansee- Ingvar Teitsson
60.G90 Nawal Mohamed AlHymee- Rannveig Guðmundsdóttir/Sverrir Jónsson
61.G 102 Tarwa Yusaf AlSame- Kristín B. Jóhannsdóttir
62. G24 Safa Jamil Al Salwee- Guðrún Erla Skúladóttir
63.G95 Amna Kasim RezQ Aljofee- Hjallastefnan/Margrét P. Ólafsdóttir
64.G97 Amani Abdulkareem Alunsee- Hjallastefnan/Margrét P. Ólafsdóttir
65. G193 Zaynab Yaheia AlHaymee-Hjallastefnan/Margrét P. Ólafsdóttir
63.G 94 Sumah Hameed Alhymee- Ragnhildur Árnadóttir
64.GSumyah Galeb Al Jumhree- Valgerður Kristjónsdóttir
65.G10 Uesra Mohamed Alremee- Birta Björnsdóttir
66. G81 Jehan Moh.Abdullah- Dagbjört Erla Magnúsdóttir
67.G60 Aysha Abdallah Kareem - Birna Sveinsdóttir
68. G101 Arzaq Hussan Alhymee -Guðbjörg E. Árnadóttir/Guðmundur Sverrisson
Thursday, August 23, 2007
Kort til sölu- allir með! IOg ekki gleyma krökkunum
80. G39 Sara Mohammed Al Hamli- Erla V. Adolfsdóttir
81. G68 Toryah Yehia Aoud- Erla V. Adolfsdóttir
82.NÝR B 105 Abdullah Sameer Al Radee, 15 ára. Hann á fjögur systkini. Faðir hefur oftast vinnu - Sif Arnarsdóttir
83. NÝR B108 Foud Nagi Hassan Alsalmee er 14 ára. Hann á níu systkini og faðir er atvinnulaus- Jósefína Friðriksdóttir
84. NÝR 109 Badre Abdul Kareem er 12 ára. Hann á fjögur systkini. Faðirhans er atvinnulaus-Loftur Sigurjónsson
Þrír drengir eru án styrktarmanns, fækkar óðum.
enn eru nokkrir sem hafa ekki svarað um sínar stelpur. En allt mjatlast þetta og auðvitað náum við hundrað börnum eins og að er stefnt.
Kortin, bæði gjafakort og sömuleiðis minningarkort- reytast út.
Það er gott og blessað en nú finnst mér að sú hugmynd tímabær og hagnýt með afbrigðum að selja t.d. fimm gjafakort í búnti.
Þá væri fast uppsett verð og menn gætu gripið til kortanna án nokkurrar fyrirhafnar.
Varla nokkur, trúi ég, gefur fyrir minna en svona 2000-3000 kr. (svipað og þrjú blóm eða fjögur) svo kortasett gæti verið á tíu -tólf þúsund krónur.
Það væri líka allt í lagi að selja það dýrar ef þið viljið. En með þessu sparast heilmikil fyrirhöfn.
Við ætlum að sinna þeirri góðu hugmynd Ingu Hersteinsd að hafa í boði kort sem fólk gæti skrifað á sjálft svo það er bara að ákveða hvernig þið viljið hafa þetta. Og þá mun ég koma þessu til ykkar á örskotsstundu.
Með þessu móti gætum við náð inn drjúgri upphæð og látið meira af hendi rakna í "byggingarsjóðinn" sem er nú óformlegur að sinni en verður að alvöru með haustinu - ef guð lofar.
Sem sagt: pantið kort. Sérstakur hlekkur verður mjög fljótlega settur inn á síðuna þar sem þið getið skoðað kortin.
Glitnishlaupið skilaði okkur um 30 þúsund krónum. Það þykir mér glæsilegt í fyrsta skipti og þakka þeim mikið vel sem hlupu fyrir okkur eða hétu á okkar hlaupara. Þessir peningar fara rakleitt í nefndan byggingarsjóð.
Tuesday, August 21, 2007
Þessir drengir- þessir drengir
Majed hennar Esterar er númer 106 og Yihya Sigríðar Lister er númer 110. Önnur númer eru rétt.
Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að allar stúlkurnar sautján sem Nouria sendi okkur hafa fengið stuðningsmenn. Þar hafa nýir bæst við af því félagar hafa verið ólatir við að kynna verkefnið og láta síðuna ganga.
Eins og ég sagði verður hinkrað til 25.ágúst eftir þeim sem hafa stutt börn s.l. 1-2 ár og ekki látið vita en hér eru nöfn drengja sem vantar stuðningsmann/menn:
B 105 Abdullah Sameer Al Rade er 15 ára og á 4 systkini. Faðir vinnur þegar hana er að hafa
B 108 Foud Nagi Hassan Al Salmee 13. ára. 4 systkini. Faðir atvinnulaus
B109 Badre Abdul Kareem Alansee, hann á 4 systkini. Faðir atvinnulaus
74.NÝR B115 Hamza Ali Al Dobibi er 12 ára. Hann á sjö systkini. Faðir er atvinnulaus Hann fékk stuðningshjón í kvöld -Inga Jónsdóttir/Þorgils Baldursson
75. G55 Amal Abduhizam AlKadasi- Vaka Haraldsdóttir
Reikna með að heyra frá fleirum á morgun? Það skýrist fljótlega. Gæti verið að fleira skýrðist líka og svör bærust frá þeim sem ég hef ekki heyrt í.
Og svo gætu verið frekari fréttir á morgun eða hinn.
Þá vil ég taka fram að vinnsla fréttabréfs er á réttu róli og það ætti að líkindum að koma út kringum 20.sept.
VIÐBÓT
Í morgun hafa bæst við fleiri styrktarmenn
76. NÝR B114 Isame Adel Sharaf- Loftur Sigurjónsson
77.G3 Saadah Abdullah Ali Hussein - Zontaklúbburinn Sunna
78 G 4 Tahanee Abdullah Ali Hussein - Zontaklúbburinn Sunna
79. NÝR Ayman Yassen Moh. AlShebani - hann á 7 systur og 4 bræður. Faðir hefur vinnu - Margrét Hermanns Auðardóttir
Monday, August 20, 2007
Börn og hlaup og örfáar blíðlegar áminningar
Vona að menningardagurinn/nóttin hafi verið sem flestum til ánægju.
Ekki koma svör fyrr en eftir nokkra daga hversu margir hlupu fyrir Fatimusjóð eða hétu á hlaupara en einhverjir voru það og munar um allt eins og ég hef margsinnis ítrekað.
Tvö börn í viðbót hafa fengið stuðning:
B113 NÝR72. Basheer Nabil Ahmed Abbass, 8 ára og á 4 systkini. Faðir án atvinnu. - Alma Hrönn Hrannardóttir
G48 73. Gada Farooq Al SHargabi- Guðríður Helga Ólafsdóttir
og bestu þakkir fyrir það. Ekki hafa allir greitt fyrir sín börn og væri ágætt ef menn gerðu það sem fyrst.
Nokkra drengi vantar stuðning Þeir eru sex talsins.
Þá hef ég ekki fengið svör varðandi áframhaldandi stuðning við stúlkurnar frá styrktarmönnum sem greiða fyrir sextán stúlkur og einn dreng frá fyrra ári.
Vonast til að allir hafi skilað sér fyrir 25.ágúst en minni líka á að ef þið viljið af einhverjum ástæðum draga ykkur út úr því þá bið ég ykkur að láta mig vita svo ég geti reynt að útvega aðra í staðinn.
Heyrði frá Nouriu í morgun og hún hlakkar mjög til að koma hingað og ég vænti þess að sem flestir hafi aðstöðu til að hitta hana. Væri gaman að heyra frá ykkur um það. Reikna með að hún komi um eða upp úr 25. september.
Þá væri líka ráð að kynna þetta enn meira því það er augljóst að þetta gengur vel og full ástæða til að fleiri viti af því.
Ég er mjög þakklát þeim sem taka þátt í þessu en undrast þó nokkuð að klúbbar og félagasamtök eru ekki fyrirferðarmikil í styrktarmannahópnum og leyfi mér að hvetja þá til dáða.
Að ekki sé nú talað um blessaða peningamennina okkar. Þeir eru uppteknir við útrásina. En það gæti kannski breyst. Ekki má gleyma því að þessu hefur ekki verið haldið nein ósköp á lofti og þar af leiðandi enn skemmtilegra að svona vel skuli ganga.
Nokkrir nýir styrktarmenn hafa bæst í hópinn af því þið hafið kynnt þetta í vina eða kunningjahópi. Það er flott. Haldið því áfram.
Ómanfarar hafa verið nokkuð ötulir að senda mér ljósrit af vegabréfunum en vantar þó nokkur og bið ykkur að drífa í því.
Svo líður að mánaðamótum og skulu þá Egyptalandsfarar, Íranhópur og Jemenhópur fyrri, auk náttúrlega Ómanliðinu muna eftir að borga á hárréttum tíma.
Sæl í bili
Thursday, August 16, 2007
Örfáir dagar í hlaupið - ekki gleyma Fatimusjóð Vináttufélags- og hér eru fleiri börn
Nú eru aðeins örfáir dagar í Reykjavíkurmaraþon Glitnis og því mikilvægt fyrir ykkar félag að nýta allar leiðir til að fá áheit. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um það hvernig er hægt er að virkja ykkar félaga og almenning. Notið síðustu sólarhringana til útrásar - í tölvupóstum og á heimasíðum!
1. MS-félagið birtir lista á heimasíðunni sinni yfir alla sem ætla að hlaupa fyrir félagið. Þannig býr félagið í leiðinni til ,,sinn hlauparahóp”, skapar samkennd og baráttuanda:
http://www.msfelag.is/?PageID=3&NewsID=18
2. Hægt er að setja frétt inná heimasíður til að vekja athygli á hlaupurum:
http://www.athygli.is/Index/Frettir/Nanar/769
3. Einnig geta bloggara sett inn frétt á sínar bloggsíður til að vekja athygli:
http://attilla.blog.is/blog/attilla/
Fleiri börn sem við styrkjum:
N'YR65. B 121 Abdo Mohammed Saleh Omar er 10 ára og er í 3 bekk. Faðir óvinnufær vegna veikinda - Vilborg Sigurðardóttir/Vikar Pétursson
NÝR66. B 117 Ramzi Ahmed Salem Abbas er 10 ára og er í 2.bekk. Faðir hefur oftast vinnu - Ingunn Sigurpálsdóttir/Garpur Elísabetarson
67. B18 Jamal Hameed Al Shamree- Helga Kristjánsdóttir
68. NÝR 108 BadrYheia Hussein Al Matari, er 15 ára, á fjórar systur(allar njóta stuðnings okkar fólks) og einn bróður- Sigríður Halldórsdóttir
69. G 47 Fatten Sharaf Al Kadsee- Bjarnheiður Guðmundsdóttir
70. G64 Samar Yeheia Aoud- Bryndís Símonardóttir
71. G90 Nawal Mohammed AlHymee- Rannveig Guðmundsdóttir/Sverrir Jónsson
Verið svo undurgóð að láta heyra frá ykkur.
Mikilvægt er þó að menn athugi eitt:
Menn skuldbinda sig aðeins í eitt ár í senn til að styrkja barn. Þess vegna þarf fólk líka að vera svo ljúft að láta vita ef það vill halda áfram eða ekki.
Set inn fleiri nöfn síðar í dag.
Monday, August 13, 2007
Setjið á ykkur skóna, Ómanfundur, myndakvöld og fleiri krakkar
55. G 40 Hanak Moh. Al Matari- Ragnheiður Gyða, Oddrún Vala og Guðrún Valgerður
56. G46 Bushra Sharaf AlKadsee-Catherine Eyjólfsson
57.NÝ G 120 Hayet Yihia Galeb al Mansoor, 18 ára, hún á fimm systkini, faðir vinnur þegar vinnu er að fá en bágindi á heimilinu - Erla V. Kristjánsson
58. NÝR B 106 Yihya Nasser Moh. AlAnsee er 17 ára og í 9. bekk, hann á 5 systkini. Faðirinn hefur oftast vinnu- Sigríður J. Lister
59. NÝR B 107 Majed Yheia Ali Al Mansoor er 17 ára og er í 3 bekk sem þýðir að hann hefur ekki komist í skóla fyrr en 14 ára. Töggur í stráknum. Hann á fimm systkini. Faðir vinnur við akstur þegar vinnu er að hafa - Ester Magnúsdóttir
60.NÝR B 104 Abdul Kareem Moh. Almatri, er 13 ára. Hann á sex systkini. Faðir vinnur en mikil fátækt á heimilinu- Birna Sveinsdóttir
61.G61 Aida Yejiea Alansee - Birna Sveinsdóttir
62.NÝ Ahlam Abdullah AlKeybsee er 18 ára og er í 10.bekk. Hún á fjögur systkini. Faðir vinnur en mikil dátækt á heimilinu- Birna Sveinsdóttir
63. G22 Rawia Ali Ahmed Al Dobibi - Birna Sveinsdóttir
64. N'YR B112 Ibrahim Ahmed Qarase, er 12 ára Hann á þrjú systkini. Faðir látinn. - Hrafnhildur Baldursdóttir
Mig langar mjög mikið til að stuðningsmenn síðasta árs sem ekki hafa staðfest að þeir verði áfram/eða ekki með krakka láti í sér heyra. Mér telst að þeir séu að minnsta kosti tuttugu.
Langflestir þeir sem hafa staðfest hafa sömuleiðis greitt og góðar þakkir fyrir það.
Hef heyrt frá nokkrum nýjum sem vilja bætast við og vonast því til að geta bætt við fleiri börnum á morgun.
Ástæða er til að þakka nýju styrktarfólki kærlega.
Ég vil benda á að pláss eru enn í Jemenferðirnar næsta vor og er viss um að fleiri styrktarmenn hafa áhuga. Hafið samband.
Setjið á ykkur skóna trölluðu Stuðmenn og hér eru þeir til að minna ykkur á að hlaupa fyrir Fatimusjóð vináttufélagsins á laugardaginn. Veit um nokkra sem ætla að leggja okkur lið og hver veit nema fleiri bætist í hópinn. Munar um allt. Hvetjið vini og vandamenn sem ætla að hlaupa/eða hlaupa ekki til að heita á sjóðinn.
Á mánudag var svo heilmikið selskabslíf hjá félögum.
Kákasuslandafélagar hittust, skröfuðu og skemmtu sér dátt við myndaskoðun og rifjuðu upp góðar minningar úr ferðinni. Borðuðum þennan fína fisk og kaffi og sætindi í eftirmat. Við sátum lengi því margir höfðu komið með diska með ákaflega fallegum og fjölbreytilegum myndum og aðrir voru með myndir í albúmum svo það var nóg að skoða og minnast daganna okkar í Azerbadjan, Georgíu og Armeníu.
Ásdís Hafrún stjórnaði tölvum af mikilli leikni.
Á myndinni hér fyrir neðan sem Ólafur Sigurðsson tók sést heilagi maðurinn í Mtsketki skvetta vatni (örugglega margblessuðu)á Gullu Pé. við nokkra undrun hennar.
Þá var fundur okkar haust-Ómanfararnir einnig á mánudag. Við sötruðun te og kaffi og gúffuðum í okkur rúsínum, fíkjum og döðlum. Glugguðum í ferðaáætlun og rætt það helsta sem hafa ber í huga. Við munum svo hittast aftur seinna í haust þegar miðar koma og fara nánar í saumana á því. Líst þetta fínn hópur og hátt í helmingur sem er að fara í sína fyrstu VIMA ferð svo þetta verður væntanlega ágætis blanda.
Sendi áætlun og þátttakendalista til þeirra sem komust ekki. Bið fólk að senda mér hið allra fyrsta ljósrit af fyrstu þremur síðum í vegabréfi og nokkrir brugðu svo skjótt við og skutluðu því til mín í dag.
Tvennt í viðbót: Einn félagsmaður, einkar listfengur, hefur boðist til að gefa okkur eitt þúsund stykki af forkunnarfallegum kortum sem mætti nota sem gjafakort. Þakka þennan góða hug og rausnargjöf
Annað: Annar félagsmaður hefur stungið upp á að gjafakort væru til án texta svo fólk skrifaði sjálft það sem það vildi sagt hafa. En væri prentað á kortið að peningarnir rynnu til YERO. Þetta er ágætis hugmynd og við snörum okkur í það. Þá mætti hugsa sér að selja 5-10 kort saman, t.d. á 1000-1500 kr. stk.
Nú skrepp ég til augnlæknisins að vita hvort ekki er allt í sóma. Nokkur börn eru á leiðinni og ég set þau væntanlega inn seinna í dag.
Hér er fyrsti listinn og svo bætist vonandi annar við þegar svör koma frá mörgum
Drengir:
1.B10 Mohammed Jameel AlSlwee- Guðmundur Pétursson
2.B17 Wadee Abdullah AlSharagi - Guðmundur Pétursson
3. B 3 Rabee Abdullah Sl Sharabi- Högni Eyjólfsson
NÝR4. B 45 Abdulrahim AL Feisal, 13 ára, hann er munaðarlaus og býr hjá frændfólki sínu- Sigurlaug M. Jónasdóttir
NÝR5. B103 Hilal Mohamed AlHyshary 10 ára, á fjóra bræður. Faðirinn er bílstjóri þegar akstur er að fá- Guðlaug Pétursdóttir
NÝR6. B111 Ali Najeeb Labib AlAdemee, 14 ára, hann er í 8.bekk. Foreldrar hans eru ekki saman- Jóhanna Kristjónsdóttir
NÝR7. B120 Adnan Ahmed Saleh AlHombose 13 ára. Hann er í 6.bekk og á 3 bræður. Faðirinn er bílstjóri og hefur oftast vinnu- Pétur Jósefsson
NÝR 8. B119 Zakarya Ahmed Abbas, 13 ára, hann er í 4.bekk. Á einn bróður Faðirinn hefur oftast vinnu- Gunnlaugur E. Briem
NÝR 9. B118 Mohammed Yihia Moh. Al Kholani, 10 ára, er í 4.bekk. Á fimm systkini. Faðirinn hefur oftast vinnu - Gunnlaugur E. Briem
stúlkurnar
NÝ10.G 119 Shada Yihia Galeb AlMansoor, 7 ára-hún á fimm systkini. Faðir hennar hefur íhlaupavinnu. Margrét Guðmundsd/Brynjólfur Kjartansson
11. G5 Kholad Moh.Ali AlRemee - Stella Stefánsdóttir
12. G 6 Abeer Abdo AlZabibi- Ólöf Arngrímsdóttir
13.G9 Takeyah Moh. AlRemee- Dominik Pledel Jónsson
14.G11 Hind Bo Bellah - Guðrún Ólafsdóttir
15.G12 Busra Ali Ahmed AlRemee- Margrét S. Pálsdóttir
16. G15 Fatten Bo Bellah- Guðrún Halla Guðmundsdóttir
17.G17 Ahlam Al Remee- Ingveldur Jóhannesdóttir
18. G19 Sara Moh. Saleh Al Remei- Sigríður G. Einarsdóttir
19. G25 Rasha Abdohizam Alqadsi- Hulda Waddel/Örn Valsson
20.G27 Leebia Moh. AlHamery- Guðlaug Pétursdóttir
21.G29 Nassim Abdulhakim AlJoned-Jóhanna Kristjónsdóttir
22.G30 Yesmin Jamil AlSalwee- Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
23.G32 Hanan Moh. AlMatari- Jóna Einarsd/Jón Helgi Hálfdanarson
24.G34 Gedah Moh. Al Hamley- Þóra Jónasdóttir
25.G37 Fairouz Moh. AlHamyari- Ragnhildur Árnadóttir
26.G41 Ahlam Yahya Hatem- Birna Karlsdóttir
27.G49 Sasbreen Farooq AlSharbai- Guðrún Sesselja Guðjónsdóttir
28.G50 Fatima Abdullah AlKabass-Ragnheiður Jónsdóttir
29.G52 Safwa Sadak AlNamoas- Svala Jónsdóttir
30.G54 Reem Farooq AlShargabi-Valdís Björt Guðmundsd/Halldóra Pétursd
31. G71 Hanadi Abdulmalek AlANsee- Ingvar Teitsson
32. G102 Tarwa Yousef AlSame- Kristín B. Jóhannsdóttir
NÝ33. G117 Ablah Abdoh Moused Omer 11 ára, hún á 4 systkini. Faðirinn er krabbameinssjúklingur og óvinnufær. Hún er systir Alyu sem er nr 48. - Ásdís Halla Bragadóttir
NÝ 34. G 105 Asma Mohm Shiek 6 ára, Hún á fjögur systkini, faðir hennar er látinn og móðirin vinnur fyrir heimilinu- Ásdís Halla Bragadóttir
NÝ. 35.G106 Ranya Yessin Al Shebani 12 ára, hún á tíu systkini. Faðir vinnur þegar vinnu er að fá - Aðalbjörg Karlsdóttir
NÝ 36. G107 Maryam Yessin Al Shebani 8 ára, systir nr. 35. og 37-Kolbrún Vigfúsdóttir
N'Y 37.G108 Heba Yessin Al Shebani 13 ára, sjá Ranya og Maryam- Fríða Björnsdóttir
NÝ 38. G111 Rehab Hussein Al Shameri 7 ára, hún á sex systkini. Faðir hefur oftast vinnu en mikil fátækt á heimilinu - Bára Ólafsd/Eiríkur Haraldsson
NÝ 39 G112 Somaya Yihya Al Kholani, 13 ára, hún á fimm systkini. Faðir hefur vinnu oftast -Ásdís Stefánsdóttir
NÝ 40. G115 Alya AbdouKahleq 10 ára og á 2 systkini, faðir er atvinnulaus - Guðný Ólafsdóttir
Ný. 41. G109 Soha Hameed AlHashmee 8 ára, hún er systir nr. 42. Þær eiga sjö systkini. Faðir vinnur en bágindi á heimilinu - Eva Pétursd/Axel Axelsson
NÝ 42. G110 Sameha Hameed Al Hashmee 9 ára systir Soha- Eva Pétursd/Axel Axelsson
43. G53 Fatima Samir Al Radee- Sigrún Tryggvadóttir
44.G20 Shemah Abdulhakim Al Joned- Ingunn Mai Friðleifsdóttir
45. G21 Hyefa Salman AlSharifi - Ingunn Mai Friðleifsdóttir
46. G35 Suzan Moh. Hamley - Ingunn Mai Friðleifsdóttir
47. G42 Bodore Nagi Obad- María Kristleifsdóttir
NÝ 48. G116 Alya Abdou Moused Omer hún er 14 ára, og á 4 systkini, faðirinn er krabbameinssjúklingur og óvinnufær- Eva Júlíusdóttir
49. G23 Hayat Moh. AlMatari- Inga Hersteinsdóttir
50.NÝ G113 Ragad Kamal Ali Al Zonome, hún er 6 ára, hún á fjögur systkini. Faðirinn er atvinnulaus - Auður Finnbogadóttir
51. NÝ 114 Hadeel Kamak Ali Al Zonome, hún er 8 ára og systir no.50 - Auður Finnbogadóttir
52. G56Maryam Saleh Al Jumhree- Valborg Sigurðardóttir
53. G62 Asma Attea- Herdís Kristjánsdóttir
NÝ,54.Hanan Galeb Al Mansoor er 16 ára. Hún er systir no. 10 - Herdís Kristjánsdóttir
Eins og sjá má eru allmargir sem eiga eftir að svara, en ég hef bætt á listann jafnóðum eftir því sem svör berast og þakka virktavel öllum þeim sem þegar hafa getað látið mig vita. Margir eru ugglaust í fríum en ég vonast til að heyra frá þeim. Og svo vantar allra blíðlegast fleiri nýja styrktarmenn.
En við erum ríflega hálfnuð til að ná því markmiði að styrkja hundrað krakka. 0g bara á einum degi. Er það ekki alveg stórkostlegt
Takk aftur og höldum áfram á morgun.
Sunday, August 12, 2007
Þá er kominn nýr listi yfir Jemenbörn sem þurfa styrk og nöfn sex þeirra sem eru flutt
Friday, August 10, 2007
Hver er staða ferða og Fatimusjóður VIMA á harðahlaupum í maraþon.
Staða ferða: Egyptaland í febrúar 2008, í þá ferð má bæta við tveimur. Tilkynnið snarlega
Íran um páska 2008: Vegna ófyrirsjáanlegra forfalla má bæta við 2-4. Tilkynnist
hið bráðasta vegna þess að flugsæti er mjög erfitt að fá á þeim tíma sem ferðin er ákveðin
Jemen/Jórdanía apr/maí 2008: Þar geta amk. 3-5 bæst við. Láta vita hið fyrsta
Jemen/Jórdanía maí/júní 2008: Þar getur vænn hópur bæst við. Láta vita innan tíðar.
Libya október 2008: Virðist fullskipuð. Reynslan segir mér hins vegar að fólk hætti við eða gefi sig fram með skömmum fyrirvara. Skrifa því á biðlista.
Gjörið svo vel og verið svo vinsamleg að láta þessar upplýsingar ganga
Og ekki má gleyma því sem nú kemur:
Vilt þú styrkja gott málefni?
Þann 18. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Glitnis. Þeir sem taka þátt geta valið að hlaupa í þágu góðgerðafélaga. Þá er hægt að heita á hlauparann og leggja góðu málefni lið. Við í Fatimusjóðnum hvetjum ykkur eindregið til að fara inná http://www.marathon.is/ og heita á hlaupara sem hlaupa í þágu okkar félags.
Níu íslenskir hlauparar af hverjum tíu safna áheitum til stuðnings starfsemi um 100 líknar- og góðgerðarsamtaka
Nærri lætur að níu af hverjum tíu skráðra Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoni ætli að hlaupa í þágu líknar- og góðgerðarsamtaka að eigin vali. Þannig safna þátttakendur áheitum frá fjölskyldum sínum, vinnufélögum, vinum eða öðrum þeim sem vilja hvetja hlauparana til dáða og styrkja í leiðinni gott málefni.
Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta valið úr hópi um 100 líknar- og góðgerðarfélaga af ýmsu tagi og safnað áheitum fyrir þau. Allir landsmenn, sem á annað borð nota greiðslukort og hafa aðgang að tölvu, geta síðan heitið á hlauparana og áheitaupphæðin rennur óskert til viðkomandi líknar- og góðgerðarfélags. Þá heitir Glitnir á starfsmenn sína og viðskiptavini og greiðir 3.000 krónur fyrir hvern kílómetra sem starfsmaður hleypur og 500 krónur á hvern kílómetra sem viðskiptavinur hleypur. Í fyrra söfnuðu 500 Glitnisstarfsmenn á þennan hátt alls 23 milljónum króna fyrir ýmis líknar- og góðgerðarsamtök. Í ár heitir Glitnir líka á viðskiptavini sína og þar með má fullvíst telja að tekjur líknar- og góðgerðarsamtaka af hlaupinu aukist verulega.
Af alls um 1.700 íslenskum hlaupurum sem þegar hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið, hafa yfir 1.500 valið sér góðgerðarfélög til að hlaupa fyrir. Mörg þessara félaga eða samtaka eru nú á þessum áheitalista í fyrsta sinn, önnur voru þar í fyrra og uppskáru sum hver miklar og óvæntar tekjur. Þannig skiluðu áheitin í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 2006 Geðhjálp ríflega 900.000 krónum, sem Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri segir að hafi verið ánægjulegur búhnykkur. Verkefnalisti félagsins sé langur og þessir fjármunir hafi komið sér afar vel.
Wednesday, August 8, 2007
Jemenbörnin okkar
Nú er langt komið að skrá börnin inn í YERO og fer að verða tímabært að biðja þá sem vilja styrkja krakkana að gefa sig fram. Vonast til að þeir sem hafa styrkt börnin haldi því áfram, en þið þurfið samt að láta mig vita um hvort einhver breyting er þar á. Sumir hafa þegar gert það og þó nokkrir hafa einnig innt af hendi greiðsluna fyrir skólaárið 2007-2008. Upphæðin er hin sama , jafnvirði 200 dollara og reikningsnúmer einnig 1151 15 551212 og kt.1402403979.
Þá hafa nú þegar bæst við fimm styrktarmenn og mig langar að við bætum við fleirum svo við styrkjum samtals 100 börn skólaárið sem nú fer í hönd.
Þess vegna væri afar jákvætt ef þið vilduð senda síðuna áfram og/eða segja góðum ættingjum og vinum frá málinu.
Í morgun þegar ég kannaði heimabankann minn sá ég að einn félagsmaður hafði lagt inn hundrað þúsund krónur í sjóðinn og hef þegar þakkað fyrir þessa einstaklega rausnarlegu gjöf. Einnig barst nýlega gjöf frá einum fyrverandi kennara mínum í Kvennó í denn tíð. Gladdi mig því ég man ekki betur en ég hafi verið einstaklega lítið prúður og heldur óskemmtilegur nemandi gagnvart þessum kennara. En það hefur sýnilega ekki verið erft við mig.
Svo vonast ég til að fá staðfestingar frá styrktarfólki fljótlegast og heyra frá nýjum og síðan koma nöfn og upplýsingar sennilega eftir svona tíu daga.
Bæti við rétt í lokin að hlekkurinn Bréf Nouriu hefur verið settur inn en ég hef ekki komist til að snúa því á íslensku en dríf í því fyrr en síðar. Þar skrifar hún um sumariðju sem YERO hefur staðið fyrir með krökkunum, tölvunámskeið, skyndihjálparnámskeið, teiknun o.fl og ´síðast en ekki síst að það er lögð rækt við að efla og styrkja sjálfstrú og traust krakkanna.
Og ps. Tveir hafa dottið út úr Íranferðinni um páska og get því bætt við. Gjörið svo vel og athugið það.
Saturday, August 4, 2007
Tilhlökkunarefnið greiðsluplan verður sent til ykkar um helgina
Nú um helgina geng ég frá greiðsluplani og sendi til væntanlegra ferðalanga í eftirfarandi reisum:
Egyptaland í febr 2008
Íran páskar 2008
Jemen(fyrri ferð) apr/maí 2008
Jemen( seinni ferð) maí/júní 2008
Þar kemur nákvæmlega fram hvenær á að borga og hvaða upphæð. Ég bið alla að vera mjög pottþétta í greiðslum. Það er nauðsynleg- þetta er sagt í blíðum tón altso- því ég þarf að senda greiðslur út til viðkomandi flugfélaga og ferðaskrifstofa með löngum fyrirvara og aukasjóðir eru ekki fyrir hendi.
Libýa um haust 2008: ekki skýrist fyrr en eftir könnunarferðina sem ég skýst í nú í september hvað heildarverð er á þeirri ferð enda hefjast greiðslur hvort eð er ekki í þá ferð fyrr en eftir áramótin.
Ég er afskaplega ánægð með undirtektir og þátttöku í ferðunum. Góð blanda af félögum sem hafa farið í margar ferðir VIMA og fjölda nýrra ferðafúsra.
Standi þannig á fyrir einhverjum að þeir þurfa að fá að fresta greiðslu óska ég eindregið eftir því að menn láti mig vita. Þetta er líka sagt í blíðlegum tón en býsna ákveðnum samt.
Ómanfara bið ég að ljúka ágústgreiðslu og halda svo áfram strax eftir helgi. Það tókst sýnist mér að bæta við í þá ferð eins og óskað var eftir og þar sem síðustu flugmiðagreiðsluna verð ég að senda út á þriðjudag er aðkallandi að menn gangi frá þessu. Einnig sagt blíðlega.
Ómanfarar hittast svo fljótlega til skrafs og ráðagerða, fá nákvæmt ferðaplan og fleira. Enn eru nokkrir sem hafa ekki tilkynnt sig á þann fund. Gangið í málið.
Kákasusfaramyndakvöld er á næstunni og verður ánægjulegt að hittast, fá sér snarl og skoða myndir og rifja upp minningar. Þar sem ég þarf að panta handa okkur í gogginn með fyrirvara bið ég þá sem hafa verið í brottu og ekki látið vita að hafa samband. Þetta er líka sagt blíðlega en af fullri einurð.
Nú fer ég og sæki Ísleif ömmustrák. Hann ætlar að gista á Drafnó og við skemmtum okkur vonandi hið besta.
Allra blíðlegast.
Thursday, August 2, 2007
Mér er alltaf hlátur í hug - og þó
Átti ekki að vera rigning? Allavega sól í vesturbænum.
En sem sagt: ég get ekki annað en hlegið - og þó.
Ferðirnar 2008 hafa verið inni á síðunni í marga mánuði. Hvað eftir annað hef ég ítrekað að fólk tilkynni sig snemma.
Svo dettur nú inn hvert imeilið af öðru og beðið um að komast í ferð sem er fyrir löngu búið að setja dead line á.
Og ég á erfitt með að neita því en ekki eins einfalt að verða við slíkum beiðnum þar sem allt er meira og minna löngu fastmælum bundið.
Er að baksa við að athuga nokkur svona mál og fæ svör eftir helgi. En nú hef ég líka ákveðið að þetta gangi ekki oftar. Fólk er flest mjög skilningsríkt á þetta en margir átta sig ALLS EKKI á hvað langan undirbúningstíma þarf. Að sumu leyti er það eðlilegt.
En ég get ekki ráðið við það. En mér þykir líka afar leitt að segja nei.
Þessar ferðir eru ekki eins og sólarlandaferðir sem fólk hoppar inn í fyrirvaralaust. Svoleiðis liggur í málinu.
Nouria Nagi sendi mér ítarlegt bréf í fyrradag og sagði mér að langflest börnin okkar hefðu staðið sig með sóma í prófunum s.l. vor en þau fengu ekki vitnisburð fyrr en nú nýlega.
Einstaka féllu í einhverjum greinum eins og gengur.
Hún sagði að það hefði verið veisla hjá YERO fyrir alla krakkana, þeir fengið gjafir og góðar veitingar og mikil lukka og metnaður hefði verið meðal þeirra. Þeim fáu sem gekk ekki nógu vel ætla ekki að gefast upp og halda ótrauð áfram svo fremi þau fái styrk. Það er mikið gott.
Ég er ekki viss um að við skiljum þær aðstæður sem þessi börn búa við. Fátækt og allsleysi, atvinnuleysi föður, systkinamergð. Sum hafa misst annað foreldri og nokkur eru munaðarlaus. Og eiginlega ótrúlegt hversu miklu Nouria hefur fengið áorkað og stappað í þau stálinu.
Hún sagði einnig að nokkrir krakkanna okkar mundu ekki vera í Sanaa næsta vetur, því annað tveggja hefði gerst hjá sumum, faðir hefur fengið vinnu annars staðar eða skóla (sem er stórkostlegt) hefur verið komið á laggirnar í heimaþorpum þeirra.
Þau búa sumsé ekki öll í Sanaa en hafa sótt skóla af því slíkt hefur ekki verið fyrir hendi í heimaþorpinu fyrr en nú.
Ég hef lúmskan grun um að frumkvæði Nouriu hafi ekki síst átt þátt í því að yfirvöld hafa vaknað af afskiptaleysissvefni í þessu og er það gleðimál.
Læt menn vita sem allra fyrst um sín börn og þykist viss um að það skorist enginn undan því að taka þá annað barn undir sinn vernarvæng ef svo ber undir. Er það ekki rétt hjá mér???
Vil taka fram að ég hef sent ÓMANFÖRUM tilkynningu um fund og bið þá að svara mér. Fyrirvari er harla góður og ég vonast til að sjá sem flesta/alla þar. Við þurfum að hittast.
Þá er nokkuð klárt að önnur ferð til Jemen/Jórdaníu verður að vori. Menn skrái sig í hana við fyrsta tækifæri. Trúlegt að dagsetningar á henni verði sirka 29.maí til 11.júní.
Rétt aðeins: Fékk imeil frá íranska gædinum okkar, Pezhman í gær. Hann hlakkar til að taka við páskahópnum og bað einnig fyrir bestu kveðjur til Íranfara úr ferðunum sem hann hefur verið með.