Mynd Þóra Jónasdóttir:Við Pezhman Azizi, íranski leiðsögumaðurinn okkar. Af persónulegum ástæðum gat hann ekki verið með síðasta hóp en nú hafa þau mál leyst farssællega og hann verður með páskahópinn.
Staða ferða: Egyptaland í febrúar 2008, í þá ferð má bæta við tveimur. Tilkynnið snarlega
Íran um páska 2008: Vegna ófyrirsjáanlegra forfalla má bæta við 2-4. Tilkynnist
hið bráðasta vegna þess að flugsæti er mjög erfitt að fá á þeim tíma sem ferðin er ákveðin
Jemen/Jórdanía apr/maí 2008: Þar geta amk. 3-5 bæst við. Láta vita hið fyrsta
Jemen/Jórdanía maí/júní 2008: Þar getur vænn hópur bæst við. Láta vita innan tíðar.
Libya október 2008: Virðist fullskipuð. Reynslan segir mér hins vegar að fólk hætti við eða gefi sig fram með skömmum fyrirvara. Skrifa því á biðlista.
Gjörið svo vel og verið svo vinsamleg að láta þessar upplýsingar ganga
Og ekki má gleyma því sem nú kemur:
Vilt þú styrkja gott málefni?
Þann 18. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Glitnis. Þeir sem taka þátt geta valið að hlaupa í þágu góðgerðafélaga. Þá er hægt að heita á hlauparann og leggja góðu málefni lið. Við í Fatimusjóðnum hvetjum ykkur eindregið til að fara inná http://www.marathon.is/ og heita á hlaupara sem hlaupa í þágu okkar félags.
Níu íslenskir hlauparar af hverjum tíu safna áheitum til stuðnings starfsemi um 100 líknar- og góðgerðarsamtaka
Nærri lætur að níu af hverjum tíu skráðra Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoni ætli að hlaupa í þágu líknar- og góðgerðarsamtaka að eigin vali. Þannig safna þátttakendur áheitum frá fjölskyldum sínum, vinnufélögum, vinum eða öðrum þeim sem vilja hvetja hlauparana til dáða og styrkja í leiðinni gott málefni.
Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta valið úr hópi um 100 líknar- og góðgerðarfélaga af ýmsu tagi og safnað áheitum fyrir þau. Allir landsmenn, sem á annað borð nota greiðslukort og hafa aðgang að tölvu, geta síðan heitið á hlauparana og áheitaupphæðin rennur óskert til viðkomandi líknar- og góðgerðarfélags. Þá heitir Glitnir á starfsmenn sína og viðskiptavini og greiðir 3.000 krónur fyrir hvern kílómetra sem starfsmaður hleypur og 500 krónur á hvern kílómetra sem viðskiptavinur hleypur. Í fyrra söfnuðu 500 Glitnisstarfsmenn á þennan hátt alls 23 milljónum króna fyrir ýmis líknar- og góðgerðarsamtök. Í ár heitir Glitnir líka á viðskiptavini sína og þar með má fullvíst telja að tekjur líknar- og góðgerðarsamtaka af hlaupinu aukist verulega.
Af alls um 1.700 íslenskum hlaupurum sem þegar hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið, hafa yfir 1.500 valið sér góðgerðarfélög til að hlaupa fyrir. Mörg þessara félaga eða samtaka eru nú á þessum áheitalista í fyrsta sinn, önnur voru þar í fyrra og uppskáru sum hver miklar og óvæntar tekjur. Þannig skiluðu áheitin í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 2006 Geðhjálp ríflega 900.000 krónum, sem Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri segir að hafi verið ánægjulegur búhnykkur. Verkefnalisti félagsins sé langur og þessir fjármunir hafi komið sér afar vel.
Friday, August 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Einn félagi benti mér á að hann hefði skráð áheit á einn hlauparann í gær, en það hefði tekið dálítinn tíma að finna út að þeir væru að hlaupa fyrir “Fatímusjóð vináttufélagsins”. Hann var að leita að VIMA eða einhverju nafni undir “vaffi”. Hann bendir á að ástæða til þess að hamra betur á þessu í næsta fjölpósti.
Ég þakka kærlega fyrir þessa réttmætu og þörfu ábendingu
Kv/JK
Post a Comment