Góðan daginn
Vona að menningardagurinn/nóttin hafi verið sem flestum til ánægju.
Ekki koma svör fyrr en eftir nokkra daga hversu margir hlupu fyrir Fatimusjóð eða hétu á hlaupara en einhverjir voru það og munar um allt eins og ég hef margsinnis ítrekað.
Tvö börn í viðbót hafa fengið stuðning:
B113 NÝR72. Basheer Nabil Ahmed Abbass, 8 ára og á 4 systkini. Faðir án atvinnu. - Alma Hrönn Hrannardóttir
G48 73. Gada Farooq Al SHargabi- Guðríður Helga Ólafsdóttir
og bestu þakkir fyrir það. Ekki hafa allir greitt fyrir sín börn og væri ágætt ef menn gerðu það sem fyrst.
Nokkra drengi vantar stuðning Þeir eru sex talsins.
Þá hef ég ekki fengið svör varðandi áframhaldandi stuðning við stúlkurnar frá styrktarmönnum sem greiða fyrir sextán stúlkur og einn dreng frá fyrra ári.
Vonast til að allir hafi skilað sér fyrir 25.ágúst en minni líka á að ef þið viljið af einhverjum ástæðum draga ykkur út úr því þá bið ég ykkur að láta mig vita svo ég geti reynt að útvega aðra í staðinn.
Heyrði frá Nouriu í morgun og hún hlakkar mjög til að koma hingað og ég vænti þess að sem flestir hafi aðstöðu til að hitta hana. Væri gaman að heyra frá ykkur um það. Reikna með að hún komi um eða upp úr 25. september.
Þá væri líka ráð að kynna þetta enn meira því það er augljóst að þetta gengur vel og full ástæða til að fleiri viti af því.
Ég er mjög þakklát þeim sem taka þátt í þessu en undrast þó nokkuð að klúbbar og félagasamtök eru ekki fyrirferðarmikil í styrktarmannahópnum og leyfi mér að hvetja þá til dáða.
Að ekki sé nú talað um blessaða peningamennina okkar. Þeir eru uppteknir við útrásina. En það gæti kannski breyst. Ekki má gleyma því að þessu hefur ekki verið haldið nein ósköp á lofti og þar af leiðandi enn skemmtilegra að svona vel skuli ganga.
Nokkrir nýir styrktarmenn hafa bæst í hópinn af því þið hafið kynnt þetta í vina eða kunningjahópi. Það er flott. Haldið því áfram.
Ómanfarar hafa verið nokkuð ötulir að senda mér ljósrit af vegabréfunum en vantar þó nokkur og bið ykkur að drífa í því.
Svo líður að mánaðamótum og skulu þá Egyptalandsfarar, Íranhópur og Jemenhópur fyrri, auk náttúrlega Ómanliðinu muna eftir að borga á hárréttum tíma.
Sæl í bili
Monday, August 20, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment