Thursday, August 30, 2007

Já þessi tími -

Það er runninn upp merkisdagur í lífi mínu, 31.ágúst 2007. Því þennan dag fyrir fimmtíu árum gifti ég mig Jökli Jakobssyni. Var sautján ára og hann 24ra ára.
Það telst ekki gullbrúðkaup þar sem hvort tveggja gerðist, leiðir okkar skildu og síðar lést Jökull fyrir æðilöngu.

Samt finnst mér þetta alltaf mikilvægur dagur. Enda skilaði hann og árin sem á eftir komu reynslu og rollingum sem hafa nú fært mér álitlegt niðjatal, samtals 17.

Þetta er svona bara í forbifartenm því maður fyllist nostalgíu við svona skrítin tímamót.

Og ekki orð meira um það og að öðru:

Fjórar telpur hafa ekki fengið styrktaramenn. Þessar fjórar hafa notið stuðnings en þar sem svör hafa ekki borist ætla ég að biðja nýja að koma til liðs við þær.
Þessar fjórar hafa verið í YERO síðan starfssemin hófst og sýna fullan vilja til að halda áfram.

Þær eru
1. Uesra Moh. Saleh Hussein(g10). Hún er 9 ára gömul og er að byrja í 4. bekk.

2. Aisha Abd Karemm G60 11 ára og fer í 4.bekk

3. Sumah Hamed Alhasame (94)14 ára og fer í 9. bekk

4. Summaia Galeb Al HJumhree G59 er 12 ára og hyggst fara í 6.bekk.

Vera kann að þeir sem hafa styrkt stúlkurnar hafi ekki verið nærstaddir þessar síðustu vikur. Hef þó sent bréf til þeirra en eins og margsinnis hefur komið fram er
skuldbinding bara eitt ár í senn svo þeir eru vitaskuld frjálsir að því að hætta.
En mér þætti elskulegt ef menn létu vita. Fjórar aðrar telpur og einn drengur
hafa einnig skrifað sig á biðlista og síðan kemur fjöldi í viðbót núna eftir mánaðamótin.

Nokkrir þeirra sem hafa stutt krakka sem af ýmsum ástæðum sem áður hafa verið raktar eru flutt hafa tekið ný börn í staðinn.
Ef stuðningsmenn fást fyrir þessar fjórar og fimm á viðbót erum við að nálgast hundrað sem var markmið okkar.

Ef ekki fást styrktarmenn á næstunni mun þá Fatimusjóður greiða fyrir þau, að minnsta kosti fram eftir vetri. En ég á dálítið örðugt með að trúa öðru en við getum tekið þessa krakka að okkur.

Langflestir hafa þegar greitt fyrir börn sín og bestu þakkir.
Nokkrir greiða mánaðarlega og allt í fína með það, þeir hafa látið vita. Frá einstaka hefur ekki heyrst og bið þá vinsamlegast að hafa samband hið fyrsta.

Þá ítreka ég allra vingjarnlegast við ferðalanga hausts, vetrar og vors að greiða samkvæmt plani sem allir hafa fengið. Sendi á næstunni út til ferðalanga í seinni Jemenferðinni hvernig sú skuli greidd.

Úr maraþonhlaupinu fengum við 51.100 sem er um 20 þús. hærri upphæð en við héldum í fyrstu. Kærustu þakkir fyrir það. Þarna mundar greinilega mest um áheit á hlauparana okkar. Næsta sumar skipuleggjum við þetta betur.

Þá skal þess getið að gjafakortin eru GJÖF en ekki bara kort. Í sumar heftur komið inn á Fatimusjóð v/minningarkortanna, gjafakorta og annarra framlaga í sjóðinn hátt í 300 þúsund kr. sem mér finnst farsælt og veit að fleiri munu leggja lið. Veljið gjafakort og ég sendi þau snarlega.

Ef um minningarkort er að tefla þá bara hringja eða senda imeil og ég sendi það snimmhendis.

Séu nú einhverjir kennarar í okkar góða félagahópi sem hafa áhuga á að fá fræðslu í sínum skólum um Jemenverkefnið eða annað sem viðkemur starfssemi VIMA hafi þeir samband
ps. Sumayah (G59)hefur fengið styrktarmann-Valgerður Kristjónsdóttir
Sumah(G94) einnig- Ragnhildur Árnadóttir

10 comments:

Anonymous said...

Blessud vaena min. Segir madur tha til hamingju eda??? Allt gott ad fretta fra Tyrklandi er ad kafna ur hita og ligg i skugga og hef thad huggulegt drekk og drekk vatn og les :) :)
Bestu kvedjur til GP. og EKJ. ofl.
Thora J.

Anonymous said...

Gott að heyra í þér.
Nei, maður segir ekki til hamingju, það er alveg út í hött. Íhugar og fúnderar kannski.
Bið að heilsa Tyrkjunum. Hvernig bragðast jarðarberin?
Kv/JK

Anonymous said...

Segi nú samt bara til hamingju! ;)

Eru öll börn komin með bakhjarl? Ef ekki vill frk. Birta Björnsdóttir taka þátt.

kv. ER

Anonymous said...

Fyrst þú minnist á þennan merkisdag í lífi þínu þá leyfi ég mér að óska þér til hamingju með fimmtíu ára barning sem mest hefur mótað þig.Lengi, lengi varsu konan sem var gift Jökli í augum samferðafólks ykkar beggja, síðan varstu fræg þegar þú stofnaðir félag eistæðra foreldra,blaðamaður,rithöfundur og Móðir Jökulsbarna, senm öll eru okkur samferðarfólkinu vel kunn, og nú ertu sjálfstæður frakkur arabíu-kynnir sem við sem þessa síðu fáum þökkum pent.Flott hjá barnungri eiginkonu. Knús, Herta

Anonymous said...

Sæl Jóhanna - á þínum merkisdegi "tökum við hattin ofan fyrir þér" því við dáumst að endurnýjunarkraftinum í þér.
Kærar kveðjur,
Inga og Þorgils

Anonymous said...

Jardarberin eru nokkud bragdgod!!! :) :) :) Bara tom saela her.
Kkv. Thora.

Anonymous said...

impede undg internalized dwivedi weakening ifisthe relatively beach lebanon foucault lounge
semelokertes marchimundui

Anonymous said...

Hi! Somеone in my Facebοok gгοup shаred thiѕ website with uѕ so
I came to gіνe it a lοοk. I'm definitely enjoying the information. I'm bookmarκing anԁ will be tweeting this to my folloωers!
Fantastic blog and wonԁerful style аnd ԁeѕign.



Also visit my wеb blog: www.yepcheck.com

Anonymous said...

With this ѕignіficantly οf gooԁ praisеѕ fοг the solution,
it iѕ no wоnder that it hаs been on leading from other brаnds οf stгetch mark
cгeаmѕ.

Feel frеe to ѕurf to my web page: http://www.prnewswire.com/news-releases/trilastin-review-and-latest-coupon-code-savings-released-at-awesomealldaycom-190256601.html

Anonymous said...

I thinκ thеse аre awesome.
.

Feel free to suгf to mу sіte:
Green Smoke E Cig