Sunday, March 30, 2008

Þá er að minna á smávegis



Góðan daginn og allt það

Nú eru senn mánaðamót og minni á greiðslur sem ferðalangar í seinni Jemenferð þurfa að sinna, svo og Sýrlandsfarar í september.

Að öðru leyti: sálin er alltaf svo sein frá Íran og Jemen raunar líka að það var ekki fyrr en núna seinni partinn að hún bankaði uppá hér á Drafnarstíg.

Gott að heyra frá ýmsum Íranförum, allir ánægðir og það fann ég líka. Eyþór er þegar farinn að huga að næstu ferð. Gott mál að koma nýjum á bragðið!

Við verðum með stjórnarfund VIMAkonur á þriðjudag og eftir hann get ég trúlega dagsett fund með Líbíuförum svo og myndakvöld fyrir Egyptalandsfarana.

Set hérna reikningsnúmerið eina ferðina enn svona til vonar og vara 1151 15 551346 og kt 441004-2220.
Ekki meira í bili.

Thursday, March 27, 2008

Þá erum við mætt til leiks á ný eftir frábæra Íransferð

Sælt veri fólkið

Íranshópurinn kom á Keflavík síðdegis og var kvaðst með virktum. Ég missti þó af einhverjum, m.a. Maju, Ólöfu Arngrímsd og kannski nokkrum til viðbótar en sendi þeim kveðjur.

Í gærkvöldi komu fulltrúar okkar ágætu írönsku ferðaskrifstofu og borðuðu kveðjukvöldverð með okkur á Laleh hóteli í Teheran.
Þau færðu öllum diska með íranskri tónlist. Þar þakkaði ég hópnum sérstaklega góða samveru og Magnús Bjarnason sagði líka nokkur elskuleg orð. Svo kláruðu menn að pakka og þeir Ali aðstoðarmaður og Litli Jón(vel á minnst hann biður fyrir sérstakar kveðjur til Sveins Haraldssonar) fóru með okkur út á völl upp úr miðnætti og sáu til þess að enginn - svo ég viti til - þurfti að borga fyrir nokkur aukakíló sem höfðu bæst við í töskur.

Ferðin með Lufthansa til Frankfurt var góð, ansi mikill hristingur og dýfur framan af en flestir sváfu það af sér, meira að segja Fríða Björnsd sem hafði fullyrt að henni kæmi aldrei dúr á auga í flugi.

Þegar til Frankfurt kom bauð Lufthansa í góðan morgunmat og svo var ætlunin að fá brottfararspjöld til að menn gætu síðan valsað um að vild. Þá endurtók sig sagan frá því Egyptalandsfólk kom til Hollands í sl mánuði að Flugleiðir eru einhverra hluta vegna ekki hæst skrifaðir í heimi og Þjóðverjar tóku ekki í mál að tjekka okkur inn í transit.
Ég held að það sé eitthvað að hjá Flugleiðamönnum því orð féllu sem bentu til þessa.
Allir tóku þessu af stakri hugarkyrrð og tíminn leið fljótt og svo endaði allt á besta veg- nema hvað.

Þessi ferð heppnaðist eins og fram hefur komið í pistlunum afskaplega vel og við hlökkum til að hittast á myndakvöldi eftir nokkrar vikur þegar sálir hafa safnast heim og myndir eru tilbúnar.

Endurtek það sem ég hef sagt fyrr: það sem kom fólki almennt mest á óvart var sérstaklega alúðlegt viðmót fólksins í Íran.
Þjóðminjasafnið í Teheran var einn af hápúnktum sem fyrr.
Hótelið okkar í Jasd, svo ég tali nú ekki um páfagaukana sem báðu örugglega að heilsa fyrri Íransförum.
Krafturinn í þjóðfélaginu og hversu öfgalausir Íranir eru í trúmálum sem er vitanlega allt önnur mynd en við fáum hér í okkar skefjalausu fjölmiðlamötun.

Öll þessi saga -öll þessi saga sem virðist nánast endalaus.
Og margt margt margt fleira.

Vonandi getum við efnt í Íransferð að ári og við Pezhman spjölluðum um nýja áætlun- vissulega með Isfahan meðtöldu - sem fyrri Íransfarar gætu haft áhuga á. Það er allt á byrjunar eða hugsunarstigi. Læt ykkur vita um það seinna.

Vil geta þess með gleði að þegar okkar fólk hafði gert kaup í hinni nýju og flottu flugstöð í Teheran sem heitir eftir Khomeini trúarhöfðingja, gáfu menn hrúgu í Fatimusjóð, það er að segja engar stórupphæðir en allir virðast þekkja og vita um sjóðinn svo hann fékk góða búbót.

Fram var tekið í pistli í gær að senn mundu Egyptalandsfarar mætast á myndakvöldi og Líbíuhópar og nánar um það hið fyrsta.
Bið ykkur að fylgjast með því svo flestir geti mætt.

Á eftir að athuga hvort eitthvað hefur verið greitt inn í Fatimusjóð. Vona hið besta

Sef nú á morgun og hef samband.

Wednesday, March 26, 2008

"iranhopurinn kominn til Teheran

Godan daginn oll
Tha erum vid sael og glod komin til Teheran og folk hvilist nu a herbergjum sinum og vid forum ut a voll klukkan half tolf ad ironskum tima og til Frankfurt. Komum heim siddegis a morgun.

Vid logdum upp fra Isfahan med trega i morgun arla, keyrdum framhja helgu borginni Qom, kjarnorkuveri og fogrum fjollum. Raett margt a leidinni svo sem sharia log, refsingar, giftingamal her og otal margt annad
Eftir hadegisverd her var ferd um Tjodminjasafnid sem er stormerkilegt. Kvoddum svo Pezhman adan en hann fer i kvold med hop iranskra til Kina.

Sidustu dagar i Isfahan voru fullir af idju og anaegju og mikid skodad og dadst ad fegurd moskanna, brunna og eg tala nu ekki um markadinn thar sem verulegt magn fjar vard eftir.
Folk er mjog hrifid af tvi hvad Iranir eru einstaklega elskulegir og flestum ber asamt um ad thad hafi kannski verid thad sem mest kom a ovart. Gestrisni og notalegheit geymast i huganum.
Hvarvetna var okkur fagnad eins og langthradum gestum.

Nu er sem sagt thessari ferd senn ad ljuka og eg er mjog lukkuleg med hana. Pezhman taldi hopinn til fyrirmyndar og okkur fannst Pezhman til enn meiri fyrirmyndar svo thetta er allt i fridi og andans einingu.

Fekk imeil fra Nouriu i Jemen, hun leitar nu ott og titt ad hentugu husnaedi og eg vona vissulega ad eitthvad hafi baest i sjodinn. Vid verdum ad standa okkur i thessu.

Einhverja fyrstu dagana i april aetla eg ad kvedja vaentanlega Libiufara til fundar og hef i pussi minu iranskar kokur og sukkuladi sem maetti gaeda ser a medan spad er og spekulerad.
Tha hef eg sent ut til Jordaniu oll vegabrefsnumer tvi their thurfa lengri fyrirvara en Jemenarnir med slik atridi. Svo allt er sem sagt i godum gir.
Sjaumst seinni partinn a morgun

Sunday, March 23, 2008

Teppakaup og gladvaerd i Isfahan

Godan daginn og gledilega paska

Komum til Isfahan i fyrradag og tjekkudum inn a Aseman hotel. Kona og dottir Pezhmans komu til ad borda med okkur og su litla hafi staekkad heilmikid sidan i fyrra.
I gaerdag var haldid i skodun i Fostudagsmoskuna sem er einstaklega merkileg ad skreytingum og synir ad moskan er byggd a longum tima.
Svo var stefnt til torgsins mikla og hvarvetna var manngrui sem fagnadi okkur ospart og varu einlifar myndatokur med adskiljanlegum fjolskyldum og jafnvel farid ad bidja um eiginhandararitanir okkar svo vid fundum oneitanlega nokkud til okkar.
Eftir silung i hadeginu heimsottum vid Hussein og teppastrakana og fengum te og fyrirlestur um teppagerd og eftir thad dro eg hopinn naudugan viljugan ad skodan blau moskuna storkostlegu sem heitir formlega IMAM moska og vorum thar lengi ad skoda og dast ad. Lotfullah moskan var naest a dagskra og svo gengu flestir upp i konungshollina og horfdu yfir torgid en thadan er gesta utsynid yfir torgid og idandi og katan mannfjoldann.

Adrir heldu til teppabudarinnar aftur og adur en vid var litid voru byrjud teppakaup og faerdust enn i aukana thegar hallarhopurinn kom aftur.
Ekki skal upp talid hverjir fengu ser teppi en falleg eru thau og fleiri munu baetast vid trui eg.

A eftir aetlum vid i armenska hverfid og heimsaekja domkirkjuna og safnid um utrymingu Tyrkja a Armenum 1915. Tha skodum vid dasamlegu bryrnar yfir Lifgjafarfljotid og Skjalfandi minerettuna. I kvold byst eg vid ad vid faum taekifaeri til ad fara a ihrottakappleikinn einstaka.

I rutunni hofum vid Pezhman talad um svona hitt og annad sem folk fysir ad vita en einnig rabbai Mordur um soguna og samhengi hennar, Magnus Bjarnason hefur raett um ferdina, Linda for med Limru og Steinunn Marteinsdottir um keramik.

A morgun er frjals dagur og daginn naesta keyrum vid til Teheran og fer tha senn ad ljuka thessari ferd okkar.
Eg held se ohaett ad segja ad allir seu haestanaegdir og einstaklega skemmtileg stemning i hopnum.
Allir bidja kaerlega ad heilsa.

Friday, March 21, 2008

I eydimorkinni midri

Saelt veri folkid
Vid erum nykomin heim a hotel eftir ad hafa russad um Jazd, thennan dularfullu eydimerkurbae, trodum okkur inn i hus eldsins - tvi her er mikil mannthrong Irana vegna aramotanna - lobbudum um gamla baejarhlutann sem er afar serstakur i byggingarlagi og fengum okkur nytt braud i bakariuinu. Ad vatnssafninu og svo i godan hadegisverd a Mehr hotelinu sem vekja ma athygli a tvi thad er eini stadurinn sem eg hef komid a i thessu landi thar sem er islenskur fani.

Komum hingad i gaerkvoldi eftir undursamlega ferd um og yfir og upp a fjollum, vitjudum Kyrosarminnismerkis vid pasargad, 4000 ara gamla tresins vid Abarku sem eldist ekki vitund og rannsokudum manngerdu vatnsveiturnar sem eru otruleg mannvirki. Enginn veit hversu gamlar thaer eru en trulegt ad fra theim tima ad menn foru ad bua um sig i eydimorkinni toku their sig til og gerdu thaer.
hapunktur dagsins var nu ugglaust vid Turn thagnarinnar skommu adur en komid er til Jasd. Aldursforseti hopsins Ester fra Akureyri let sig ekki muna um ad skokka upp asamt flestum i hopnum og um thad leyti sem folk var ad koma nidur birtist paskatunglid eda nyarstunglid tvi i gaer rann upp arid 1387 her

Tha bidu their Mohammed bilstjori og adstodarmadur hans med te, kaffi og saetar dodlur og thad var mognud stemning tharna sem eg held allir hafi skynjad

I kvold bordum vid her a aevintyrahotelinu Mosir al Malek i Jasd og folk er afskaplega hrifid og thessa stundina sitja flestir her uti vid laekjarnid og fuglasong og sotra kaffi eda te.

Fineris stemning i hopnum, allt i soma og 7-9-13 enginn hefur kennt ser svo mikid sem smameins nema ein moskitofluga redst a Sesslju en mer skilst thaer hafi serstakt dalaeti a henni
Allir bida fyrir kaerar kvedjur. i FYRRAMalid verdur svo stent til Isfahan med vikomu i Nain og Meydod.

Wednesday, March 19, 2008

Saelan sjo i Sjiraz

Vid erum her a sidasta degii Sjiraz i 26 stiga hita og sol og blidu og enginn spair iislenskefnahagsmal semmanniskilstad seu oll ikudli. I morgunad grafhysi Saadis skalds, skodudum undurfogru Eramgardana og gengum undir Koranhlidid.
Nu er frjals timi til kvolds ogmenn munu skoda og skilgreina basar, kastalavirki og fleira.
I gaer var ferdin ut tilPersepolis og Nekrapolis og meiraad segja their sem eru ekki nattureradir fyrir fornminjastadi urdu agndofa. Vorum tharlengi og Marjatta og Arngrimur klifu upp i grafir thar svo ogfjallageitin Maja Kr.
Eftir hadegisver5dinn til Nekrapolis og undrudust menn dyrd grafhysannai aegifogrum fjollum. Bilstjorinn Mohammed(fallegi) og adstodarmadurhans hofdu svo kaffi, te og kex a bodstolum thegar vid komum nidur aftur.

Hvort kaffi theirra felaga hafdi thessi ahrif; a heimleidinni upphofust heitar og havaerar umraedur um flugvoll i Vatnsmyrinni Islandi eda ekki flugvoll og heldu landsbyggdamenn akaft fram sinum skodunum gegn nokkrum hofudborgarverum. Sa mer ekki annad vaenna en stodva thetta adur en handalogmal brystu a aftur i bilnum og sagdi soguna af Veru Illugadottur thegar vid vorum i Syrlandi og skagfirskir sungu og sogdu sogur og hun maelti tha stillilega en furdulostin: vid erum i Midausturlondum og thid gerid ekki annad en tala um dauda nordlenska karla.
Slo togn a hopinn og sidan fagnadarlaeti og vid akvadum i mesta broderni ad snua tali ad persneskum kongum.

Daginn tharadu var farid i truarskolann thar sem Pezjmanaladi vel og skilmerkilega eins og hann gerir raunar alls stadar, farid i bleiku moskuna og i appelsinugardspeglasalinn(Thetta a ad vera i einu ordi en annars er tolvan eitthvad erfid og festir ord saman.)
Loks var svo komid vid a basarnum og eg hygg ad einhverjir stefni thangad aftur a eftir.
Hopurinn er mjog samlyndur og gladsinna og allir eru einnig mjog undrandi og hrifnir yfir tvi hvad allir gefa sig ad okkur og v vilja endilega lata taka myndir af ser med okkur og Hogni og Hrafnhildur segjast fila sig eins og Naomi og Brad Pitt.


Thad er thakkad fyrir kvedjur og bedid um fleiri.
Snemma i fyrramalid lagt af stad til Jazd med vidkomu a nokkrum stodum og ohaett ad segja ad tha opnist einn undraheimurinn enn.

Sunday, March 16, 2008

Iranfarar i naeturgala og skaldaborginni Sjiraz

Godan daginn oll
Fullkomlega timi til kominn ad vid katu Iranfararnir latum fra okkur heyra.
Allir hressir og gladir og vid erum buin ad tjekka inn her a Parshoteli vid Zandgotu og menn eru nu ad safna ser saman og a eftir forum vid ut i kvoldmat.
Thetta hafa verid prydilegir dagar. I morgun triftludum vid i Nutimalistafafnid og i Teppasafnid og allir dadust ad tvi sem thar ber fyrir augu.
Sidan var svo flogid til Sjiraz.
Daginn adur skodudum vid hallir keisarafedganna Reza og Reza thar sem iburdur keyrir ur hofi og litum sidan inn i fabrotin husakynni Khomeinis salada truarhofdingja en thar bjo hann asamt fjolskyldu sinni thau tiu ar sem lidu fra tvi hann sneri heim ur aedilangri utlegdi i febr 1979 og thar til hann do 1988. Thetta gaf svo tilefni til margvislegra umraedna eins og ma geta naerri.
I gaerkvoldi heldum vid smaafmaelisveislu Eythori til heidurs og hann fekk afmaelistertu og fjoldasong, hyllingar og Hafezljod.
Ferdin hingad a
thann 14. gekk vel og vid vorum komin um half eitt eftir midnaetti og lentum a nyja flugvellinum og trommudum i gegnum glaesilega nyja flugstod, allt kennt vid Khomeini. Gamli flugvollurinn Mehrabad er nu notadur til innanlandsflugs.
Thar beid okkar Pezhman leidsogumadur og urdu fagnadarfundir og ekki minnkadi gledin thegar allar toskur skiludu ser.
Vedur i Teheran nokkud blitt og umferdin ad sjalfsogdu snargalin eins og fyrri daginn.
Mer barst heimbod fyrir hopinn fra islenska konsulnum en thad kom nokkud seint svo vid saum okkur ekki faert ad thiggja thad.
Her i Sjiraz beid svo uppahaldsbilstjorinn minn Mohammed og hann bidur ad heilsa fyrri Iranforum. Einnig hef eg hitt Leily fyrsta gaedinn minn og gaed i fyrstu ferd. Hun bidur lika fyrir kvedjur.
Gudmundur Kr. og Olla foru i bod til iranskra vina i gaerkvoldi og voru mjog lukkuleg med mottokur
Get ekki latid hja lida ad nefna ad Gudm var serdeilis godur adstodarmadur a Frankfurt flugvelli thar sem vid villtumst nokkra stund og fengum goda hreyfingu fyrir vikid og allt leystist
A morgun skodum vid okkur um i Sjiraz, forum medal annars i truarskola, Narjestanhollina og ad grafhysi Hafezar og kannski gleymi eg einhverju.
Tvi midur faekkadi ferdafelogum um tvo vegna thess ad Hrafnhildur Jonsdottir handleggsbraut sig og Audur Thorbergsdottir var veik. Vid sendum theim bestu kvedjur.
I hopnum eru atta nyir ferdafelagar og tveir sem hafa ekki farid sidan i fyrstu ferd og tha til Libanon og Syrlands.
Allt i bloma og kaeti, bullandi hamingju eins og Hrafnhildur Baldursdottir ordadi thad.
Bidjum fyrir kvedjur til okkar folks.

Wednesday, March 12, 2008

Ekki gleyma henni Gullu - og munið að fylgjast með okkur í Íran


Við grafhýsi persneska skáldsins Hafezar í Sjiraz, borg skálda og næturgala

Við förum á föstudagsmorguninn, Íranhópurinn og ég bið alla að láta vini og ættingja vita slóðina svo þeir geti fylgst með ferðalaginu og alltaf gaman að fá kveðjur. Allir þátttakendur muni náttúrlega að mæta í Leifsstöð 5,45-6 á föstudagsmorgun og allur farangur skal tjekkast inn rakleitt til Teheran.

alt=""id="BLOGGER_PHOTO_ID_5176943683723011474" />
Teppi frá Isfahan

Gæti hugsast að einhverjir notuðu tækifærið og festu kaup á persneskum mottum eða teppum sem eru listaverk eins og fyrri Íranhópar vita.
Við byrjum í Teheran og ég vonast til að senda fyrsta pistilinn á sunnudagskvöld. Engar tilkynningar um þær en bið ykkur að vera ötul við að fara inn á síðuna.

Ekki gleyma Gullu
en hún sér um gjafa- og minningarkortin meðan ég er í burtu. Hafa samband við hana á gudlaug.petursdóttir@or.is
eða hringja í hana heim eftir vinnu, hún býr í Laufrima 30.

Þá skal þess getið blíðlega að ég tók á mig rögg og sendi hverjum og einum þingmanni bréf og greinargerð um Fatimuverkefnið okkar og bað hvern að leggja inn 5 þúsund krónur. Það eru ekki margir dagar síðan og tíu hafa nú orðið við þessari ósk. Það finnst mér ekki hátt hlutfall en vanþakka sannarlega ekki framlag þeirra sem þegar hafa lagt inn.
Aðeins tvær þingkonur hafa lagt inn þegar þetta er skrifað. Finnst kannski ekki alveg viðkunnarlegt að nafngreina fólkið enda vona ég sannarlega að fleiri sinni þessu erindi. Fáir - ekki þingmenn né aðrir- fara á hausinn við að reiða fram 5 þús. kall.

Skömmu eftir að við komum heim vonast ég til að Egyptalandsfarar hittist á myndakvöldi og fyrir miðjan apríl verður Líbíuliðið kvatt saman til skrafs og ráðagerða.
Þá vil ég taka fram að bæst hefur í seinni Jemen/Jórdaníuferðina og verð helst því óbreytt.
Margblessuð í bili

Monday, March 10, 2008

Við ættum að muna eftir kortunum í fermingargjafir



Sæl öll á þessum bjarta marsdegi og er ekki laust við að daufur vorilmur sé í lofti.
Mér finnst aðkallandi, bráðnauðsynlegt og sjálfsagt að minna ykkur á gjafakort Fatimusjóðs til fermingargjafa.
Stundum er ég smeyk um að við vanmetum krakkana okkar; sannleikurinn er sá að þau eru ekki öll óð í peninga og hvers kyns græjur sem ég kann alls ekki að nefna. Þau vilja láta gott af sér leiða. Ef foreldrar og ættingjar útskýra fyrir þeim hlutverk Fatímusjóðs og hvað þau gera mikið gagn með því að hjálpa til, er ég viss um að þau verða stolt af framlagi því sem felst í gjafakorti.
Er að hugsa um að útbúa smáplagg þar sem eru upplýsingar um sjóðinn og fólk gæti fengið slíkt með.
Endilega hafið þetta hugfast. Notið kortin, það er í reynd ótrúlega mikið sem getur safnast í sjóðinn á þennan hátt.

Nú fer ég til Írans seinni partinn í vikunni, en Gulla pe, gudlaug.petursdottir@or.is
mun þá sjá um það fyrir mig og þið getið hikstalaust snúið ykkur til hennar.

Íranhópurinn er í startholunum og hlakkar til. Ágæt hjón hafa bæst í seinni Jemenferðina svo þar er allt í góðum málum þó ég geti enn bætt þar við tveimur ef vill.

Nú vantar mig aðeins að heyra frá örfáum sem töldust ákveðnir í Líbíuferð og ef þeir láta ekki vita af sér geta aðrir bæst við. Líbía verður spennandi ævintýri.

Þá hef ég hugsað mér að fara í kynnisferð til Úzbekistan og Kyrgistan upp úr miðjum júní til að undirbúa för okkar þangað á svipuðum tíma 2009.

Ég skýt því svo að fyrir ferðafélaga Garps Elísabetarsonar, að hans og Ingunnar fríða og fallega barn var skírt á laugardag. Hún heitir Embla Karen. Fjórar langömmur og einn langafi mættu þar og við gerðum hvað við gátum til að stela senunni frá ömmum og öfum.

En sem sagt: munið gjafakortin. Þið getið farið inn á síðuna og valið það kort sem ykkur hugnast best.
Bless í bili

Thursday, March 6, 2008

Hópast menn í tvo hópa til Líbíu- hver hefur veritascapital ofl gúmmulaði


Mynd: Massúd leiðsögumaðurinn minn í Líbíu

Góðan daginn góðir hálsar
Gleðilegt frá því að segja: Ferðir til Líbíu í haust verða tvær því nú hafa 37 greitt staðfestingargjald og mig vantar bara svör frá fjórum eða fimm, nú eða einhverjum öðrum þeim sem hefur hug á ferðinni.

Þá bið ég menn að athuga árið 2009- ekki ráð nema í tíma sé tekið því menn eru þegar farnir að skrifa sig í þær - sjá fréttabréfið síðasta. Allar fyrirspurnir eru teknar alvarlega.

Þakka væntanlegum Sýrlandsförum í sept. hvað þeir hafa verið snöggir að borga sitt staðfestingargjald og síðan 1. hvers mánaðar eins og allir hafa fengið vitneskju um.



Mynd: Hjördís Kvaran Einarsdóttir


Hér er mynd af þeim félögum í Egyptalandsferðinni, Georg okkar unga, indæla og flínka leiðsögumanni ásamt yngsta þátttakandanum, Örnólfi Hrafnssyni. Hef ákveðið eftir framgöngu hans í ferðinni að lækka aldurstakmark í 11 ár.

Egyptalandsfarar athugi að við efnum í smámálsverð og myndakvöld í byrjun apríl og vonast til að sjá sem flesta þar.

Áður en lengra er haldið: kannast einhver við addressuna veritascapital. Fæ alltaf bréf endursent með henni. Vinsamlegast gefa sig fram.

Íranfarar hefja nú senn pakkningu enda ekki nema rétt vika þar til við höldum af stað. Fékk í gær imeil frá forstýrunni okkar í Teheran þar sem hún segir allt til reiðu að taka á móti okkur. Leiðsögumaðurinn Pezhman Azizi verður á flugvellinum og allt í hinu besta standi. Bið Hermann að láta mig vita hvort ég á að senda honum miðana og vegabréf til Ísafjarðar eða hvort hann verður á flögri í bænum fyrr.

Ég er hóflega lukkuleg vegna undirtekta við bóksölunni en vona þó hið besta. Og nokkrir hafa tekið við sér og pantað og greitt snöfurlega. Fékk í gærkvöldi afmælisgjöf inn á Fatímusjóð.
Ég var í Egyptó á afmælinu mínu og kannski brenna einhverjir í skinninu að gefa mér smotterí í afmælisgjöf. Það er sjálfsagt óviðkunnarlegt að óska eftir afmælisgjöfum en best að láta slag standa og gera það samt því málefnið er gott. 1151 15 551212 og kt 1402403979.

Á eftir fer ég að afhenda velunnara okkar, Lofti Sigurjónssyni, myndir af tveimur Jemendrengjum sem hann styrkir og greiðir auk þess 80 þús á árinu í Fatimusjóð. Það er mikil rausn og elskuleg.

Tuesday, March 4, 2008

Líbíuáætlun tilbúin - bækur til sölu og allt í byggingarsjóðinn


Frá klettaristunum í ævindýradalnum Wadi Makandusj

Hér er komin Líbíuáætlun í megindráttum en nákvæmar dagsetningar hef ég ekki fyrr en allir áhugasamir hafa látið vita og greitt staðfestingargjaldið 25 þúsund krónur. Menn eru eindregið beðnir að gera það hið ALLRA fyrsta. Tek fram að allnokkrir hafa gert það og þakka fyrir það.
Þessi ferð hefur vakið hellings athygli og nokkurn veginn óhætt að slá á að farið verði um 8.okt og heim 21.-22.okt. Fáist nægileg þátttaka í aðra ferð mun hún hefjast í kringum 24.okt- 26.okt.
Fjöldi í ferð að hámarki 22.
Trúlegt að við förum með eftirmiðdagsflugi og gistum í London á útleið.Það hentar betur vegna tenginga. Stúlkan okkar hjá Icelandair sem sér um okkar mál lofar hagstæðum prís.

Ferðalýsing með léttum fyrirvara
1.dagur Flogið um London. Gist þar á flugvallarhóteli

2.dagur
Morgunverður
Um morguninn með British Airways til Tripoli í Líbýu. Þar er gengið frá vegabréfsáritunum og svo rakleitt á hótel. Trúlega gist á Hótel Sindbað sem er nýtt, notalegt og hreinlegt og á prýðilegum stað. Góð herbergi.
Móttökukvöldverður.

3.dagur Morgunverður. Rólegur dagur í Tripoli til að kanna handverks og gullmarkaði. Mætti heimsækja nokkrar moskur og markverða staði í leiðinni. Gist á Sindbaðhóteli.
Tripoli er björt og falleg borg með stórum grænum svæðum og fögrum torgum. Merkja má ítölsk áhrif í byggingum enda réðu Ítalir hér í nokkra áratugi á 20.öldinni. Ekki skortir heldur myndir og málverk ef leiðtoganum Gaddafi sem ríkt hefur síðan 1969.

4.dagur Morgunverður Dagsferð til Leptis Magna sem er 110 km austur af Tripoli. Þetta er einhver merkilegasti rústastaður frá tímum Rómverja utan Ítalíu.
Kvöldverður utan hótelsins.

5. dagur. Morgunverður Keyrt til suðausturs til vinjabæjarins Ghadames sem er einkum byggður Berbum. Ghadames er einstaklega notalegur bær. Um kvöldið í sólarlagsferð úti í mörkina, þar sem við borðum nýbakað brauð undir stjörnum.
Gistum á mjög notalegu hóteli í útjaðri Ghadames

6. dagur. Morgunverður.Keyrum út á sandana og horfum á berbadansa og söngva. Skoðum gamla bæinn sem er einstakur hvað skreytingar og byggingarlag snertir. Hann er á Heimsminjaskrá UNESCO og á sér mörg þúsund ára sögu.

7 dagur. Eftir morgunverð er stefnt aftur til Tripoli. Við komum við á nokkrum stöðum þar sem byggingarlag er óvenjulegt, m.a. í Kabaw og Nalut. Einkar skemmtilegir bæir. Ef tími vinnst til skoðum við einnig bæinn Gheryan með athyglisverðum neðanjarðarhúsum og íbúar þar í grennd eru einnig þekktir fyrir fallega keramikgerð.
Gist í Tripoli.

8.dagur
Morgunverður. Flug til Sabha, eyðimerkurborgar í suðurhlutanum.
Þaðan er lagt upp á jeppum áleiðis til Akakusfjalla sem eru einstök að fegurð og fjölbreytileika og alls konar forsögulegar minjar. Keyrum þarna um og alls staðar blasir dýrðin við. Gist í eyðimerkurbúðum, þar er mjög þokkaleg aðstaða. Sturtur og klósett skammt frá

9. dagur Morgunverður
Við verðum allan daginn í skoðun á Akkakus svæðinu og komumst þó ekki yfir nema hluta svæðisins. Gistum aftur í búðunum.

10.dagur Morgunverður
Við förum um ýmsa dali og sækjum heim hina fornu höfuðborg Germa. Á þessum slóðum búa einkum Túaregar og við komumst væntanlega í ´heimsókn til fjölskyldu. Tuaregar eru víða í löndunum í kring og eru hinir upphaflegu íbúðar þessara landa.Gistum í Tiwabúðum

11.dagur Morgunverður Nú er stent til Wadi Medkandusj sem er tólf kílómetra langur dalur þar sem fornar rúnaristur prýða dalinn. Þetta er dularfullur staður og spennandi. Gistum í Tiwa búðum

12.dagur. Við förum til Ubari um sandöldur og skoðum einstaklega fögur eyðimerkurvötn og skrítið landslag. Síðdegis aftur til Sabha og gistum þar á Hótel Afríka.

13.dagur Morgunverður og flug aftur til Tripoli.
Menn hvílast vel eftir eyðimerkurferðina. Ef til vill ferð á Þjóðminjasafnið síðdegis

14. dagur.
Morgunverður
Frjáls dagur í Tripoli

15. Brottför til flugvallar og með British Airways til London.Eftir skamma bið í London heim til Íslands

Verð með öllum fyrirvara 275 þúsund.

Innifalið:
Flug til og frá London og áfram til og frá Tripoli
Gisting í London og morgunverður
Vegabréfsáritun
Allir skattar
Gisting allar næturnar
Fullt fæði
Flug innan Libyu
Keyrsla
Skoðunarferðir og aðgangseyrir á skoðunarstaði
Vatn og allir drykkir

Ekki innifalið
Tips til staðarleiðsögumanns og bílstjóra
Greiða þarf einhverja smáupphæð á rústastöðum (þ.e Leptis Magna og í Wadi Medkandusj) amk. þegar menn eru með vídeóvél.

Nokkur orð um:
Hótel í Tripoli, Ghadames og í Sebha sem eru prýðileg. Búðirnar eru einfaldar en í góðu lagi. Yfirleitt sofið í smáhýsum. Klósett og sturtur eru skammt undan. Nauðsynlegt að hafa vasaljós innan seilingar.
Veðurfar er hagstætt á þeim tíma sem ferðin er fyrirhuguð. Þó er nokkuð heitt inni í eyðimörkinni.

Þetta verður sérstæð og spennandi ferð, trúi ég og margt mun koma á óvart. Menn skyldu athuga að Líbía er ekki ferðamannaland svo aðbúnaður er sums staðar athyglisverður.
Held að óhætt sé að staðhæfa að við verðum fyrstu ferðamannahóparnir af Íslandi sem leita til Líbíu.

Ferðin greiðist þannig:
Staðfestingargjald verður að borga fyrir 10.mars 25 þús kr.
1.maí 50 þús
1.júní 50 þús
1.júlí 50 þús
1.ág 50 þús
1.sept 50 þús (þá skal einnig greiða fyrir eins manns herbergi sem er um 15000 kr)

Mun svo þegar nær dregur óska eftir að menn sendi mér vegabréf sem ég þarf að koma í skönnun til að áritunarmál verði í lagi við komuna.

Ætlunin er að kveðja skráða og staðfesta þátttakendur saman snemma í apríl til skrafs og ráðagerða

Athugið að áfengi er bannað í Líbíu og ekki má fara með það inn í landið. Því banni er mjög samviskusamlega framfylgt.


Ég skrapp í morgun að kanna hvernig byggingarsjóðnum okkar liði, þ.e. vegna væntanlegu nýju miðstöðvarinnar í Sanaa. Það hafði slæðst inn á hann en betur má sannarlega ef duga skal.
Þar sem ég luma á slatta af eintökum af Perlum og steinum og Ást á rauðu ljósi, bið ég nú félaga að koma snarlega til liðs. Ég vil selja þessar bækur og allt sem inn kemur fer rakleitt í byggingarsjóðinn.

Verð (með sendingarkostnaði) Perlur og steinar 1500 kr og Ást á rauðu ljósi 1100 kr.

Elsku, gerið það nú fyrir mig að panta þessar stórmerku bækur og hafið bak við eyrað að þótt gettubeturkeppendur í síðasta þætti myndu ekki nafnið mitt vissu þeir 17-19 ára hnullungar að viðkomandi móðir Elísabetar og Illuga hefði skrifað Ást á rauðu ljósi.
Það fannst mér milljón og því væri ráð að safna milljón í hvelli.
Vinsamlegast hafið samband og leggið inn á FATIMUREIKNING 1151 15 551212, kt 1402403979 og ég læt skutla bókunum til ykkar í hvelli. PLÍS.
Auk þess minni ég á gjafa og minningarkortin. Við eigum að nota þau við tækifæri sem gefast


Rétt í lokin: Núría hefur verið að senda mér plögg um krakkana nýju og ég póstaði í morgun til nokkurra og klára það eftir því sem hún sendir mér þetta. Vonandi að allt verði komið fyrir helgi.

Monday, March 3, 2008

Hér er margt og mikið að segja - Jemenstyrktarmenn fá ný börn


Ólöf og María með stúlkurnar sem þær styðja nú þriðja árið í röð og hittu í Sanaa sl. vor.

Góðan daginn

Í gær var líf í tuskunum í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu því fjórir hópar komu þar til fundar. Mæting var góð en nokkra vantaði þó sem ég bjóst við að kæmu.
Allt fór fram í friði og andans gleði og eindrægni held ég að megi segja.

Kl 2 komu Íransfarar og fengu sína miða og ferðagögn og enn brunnu spurningar á mörgum, einkum er klæðaburðurinn konum hugleikinn. Kannski hef ég gert of mikið úr því stússi en auðvitað er mikilvægt að þar sé allt skv reglum okkar góðu félaga í Íran. Einn var veðurtepptur á Ísafirði og ein hjón skíða nú sem óðast í útlöndum en þau fá send sína miða. Fyrirvarinn er ágætur.
Legg mikið kapp á að menn mæti eigi síðar en kl. 6 um morguninn 14. mars og að allir muni eftir að tjekka farangur alla leið.

KL. 3 komu Sýrlands/Jórdaníufarar en meirihluta þess hóps hefur Maja Heiðdal smalað í af skörungsskap. Þar þurfti að bæta við nokkrum og veit ekki betur en sex bætist þar við svo verð helst eins og í áætlun er. Allt í tilhlökkun þar.

Kl. 4 komu svo Jemen/Jórdaníufarar í fyrri ferð í apr/maí og var farið yfir áætlun og greiðslur en langflestir hafa lokið greiðslu. Elskulegur hópur og kátur og allt í standi nema við söknuðum nokkurra sem eru ákveðnir og hafa einhverra hluta vegna forfallast.

Kl. 5 var svo seinni Jemen/Jórdaníuhópur. Þetta er lítill hópur en virðist valinn maður í hverju rúmi. Gott væri þó ef við gætum bætt við fjórum þar. Ef ekki þá hækkar verð um tíu þúsund og fullur skilningur var á því.

Á boðstólum voru egypskar döðlur og kökur, súkkulaðirúsínur og kex, te og kaffi og var allt hið mesta fjör. Edda, Gulla og Þóra J. hjálpuðu mér við þetta enda mættu held ég hátt í 90 manns á fundina fjóra
Takk fyrir góða samverustund öll

Eins og fram hefur komið voru allnokkur Jemenbörn sem ekki komu eftir Eid al Adha og Núría hefur nú sent mér lista yfir nýja krakka og ég vona að þeir sem höfðu greitt fyrir sín börn fallist allir á að taka aðra krakka. ENGIN ÞESSARA 18 hefur stuðningsmann. Ath. það
Þar á meðal eru nokkur sem koma nú aftur eftir hlé og vantar stuðning. Einn drengur sem sækir miðstöðina er með krabbamein og býr hjá frænku sinni í Sanaa til að geta fengið meðferð.
Þetta eru samtals átján börn og ég ætla að leyfa mér að senda þeim sem hafa ekki fengið börn og velja þau án samráðs við ykkur.
Ég vona það sé í lagi. Þeir sem hafa lýst vilja til að taka börn og hafa ekki fengið nöfn, s.s. Ólöf Magnúsdóttir, María Árnadóttir og einhverjir fleiri vinsamlegast staðfesti vilja sinn. Ath að langflestir hafa greitt en ég sendi hverjum og einum bréf um það.
Öll þessi börn búa við ákaflega erfiðar aðstæður, æði mörg eiga atvinnulausa feður og reyna öll- samhliða skólanum að hjálpa fjölskyldunni.
Vona að þið treystið mér til að skipa þessum börnum á stuðningsfólk.

Saturday, March 1, 2008

Birtast senn börnin smá

Sæl veriði

Eins og sumir nýir styrktarmenn Jemenbarna vita hafa þeir ekki fengið mynd af sínum börnum. Fyrir því er sú ástæða að viðkomandi börn hafa eftir Eid al Adha hátíðina annað hvort verið tekin úr skólum vegna veikindi, bágra fjölskylduaðstæðna eða af öðrum ástæðum. Sumir þessara styrktarmanna eru búnir að borga, aðrir bíða eftir sínum.

Nú hefur Núría sent mér skrá yfir þau börn sem hafa amk í bili hætt en hún segist hafa hóp á biðlista. Ég hef því beðið hana að senda mér annars vegar börn sem þegar hefur verið greitt fyrir og fara til styrktarmanna sinni rakleitt. Einnig myndir og upplýsingar um börn þar sem menn bíða.

Þetta mun hún gera hið allra fyrsta og þá kem ég þessu til ykkar um hæl.
Ítreka að þetta á aðeins við um nýju krakkana, þ.e. frá því í haust.

Menn geta því borgað fyrir sín börn inn á 1151 15 551212 og kt 1402403979, sem svarar 200 dollurum- látið bankann reikna út.

Svo koma börnin fljúgandi til ykkar.

Þakka Jemenförum sem hafa verið ötulir að borga og minni á að þeir eru þó nokkrir enn sem eiga eftir að inna af hendi greiðslur. Veit þið gerið það strax eftir helgi.
Þá eru Líbíufarar byrjaðir að reiða fram staðfestingargjald sitt sem er 25 þús. á mann.
VERÐ AÐ BIÐJA YKKUR AÐ GREIÐA ÞAÐ INN Á FERÐAREIKNINGINN HIÐ ALLRA FYRSTA svo ég geti áttað mig á því hvort við höfum eina eða tvær ferðir.
Reikningsnúmer 1151 15 551346 og kt. 441004-2220.

Virðist verða vel mætt á fundina á morgun. Sjáumst þá.