Sæl veriði
Eins og sumir nýir styrktarmenn Jemenbarna vita hafa þeir ekki fengið mynd af sínum börnum. Fyrir því er sú ástæða að viðkomandi börn hafa eftir Eid al Adha hátíðina annað hvort verið tekin úr skólum vegna veikindi, bágra fjölskylduaðstæðna eða af öðrum ástæðum. Sumir þessara styrktarmanna eru búnir að borga, aðrir bíða eftir sínum.
Nú hefur Núría sent mér skrá yfir þau börn sem hafa amk í bili hætt en hún segist hafa hóp á biðlista. Ég hef því beðið hana að senda mér annars vegar börn sem þegar hefur verið greitt fyrir og fara til styrktarmanna sinni rakleitt. Einnig myndir og upplýsingar um börn þar sem menn bíða.
Þetta mun hún gera hið allra fyrsta og þá kem ég þessu til ykkar um hæl.
Ítreka að þetta á aðeins við um nýju krakkana, þ.e. frá því í haust.
Menn geta því borgað fyrir sín börn inn á 1151 15 551212 og kt 1402403979, sem svarar 200 dollurum- látið bankann reikna út.
Svo koma börnin fljúgandi til ykkar.
Þakka Jemenförum sem hafa verið ötulir að borga og minni á að þeir eru þó nokkrir enn sem eiga eftir að inna af hendi greiðslur. Veit þið gerið það strax eftir helgi.
Þá eru Líbíufarar byrjaðir að reiða fram staðfestingargjald sitt sem er 25 þús. á mann.
VERÐ AÐ BIÐJA YKKUR AÐ GREIÐA ÞAÐ INN Á FERÐAREIKNINGINN HIÐ ALLRA FYRSTA svo ég geti áttað mig á því hvort við höfum eina eða tvær ferðir.
Reikningsnúmer 1151 15 551346 og kt. 441004-2220.
Virðist verða vel mætt á fundina á morgun. Sjáumst þá.
Saturday, March 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment