Wednesday, March 12, 2008

Ekki gleyma henni Gullu - og munið að fylgjast með okkur í Íran


Við grafhýsi persneska skáldsins Hafezar í Sjiraz, borg skálda og næturgala

Við förum á föstudagsmorguninn, Íranhópurinn og ég bið alla að láta vini og ættingja vita slóðina svo þeir geti fylgst með ferðalaginu og alltaf gaman að fá kveðjur. Allir þátttakendur muni náttúrlega að mæta í Leifsstöð 5,45-6 á föstudagsmorgun og allur farangur skal tjekkast inn rakleitt til Teheran.

alt=""id="BLOGGER_PHOTO_ID_5176943683723011474" />
Teppi frá Isfahan

Gæti hugsast að einhverjir notuðu tækifærið og festu kaup á persneskum mottum eða teppum sem eru listaverk eins og fyrri Íranhópar vita.
Við byrjum í Teheran og ég vonast til að senda fyrsta pistilinn á sunnudagskvöld. Engar tilkynningar um þær en bið ykkur að vera ötul við að fara inn á síðuna.

Ekki gleyma Gullu
en hún sér um gjafa- og minningarkortin meðan ég er í burtu. Hafa samband við hana á gudlaug.petursdóttir@or.is
eða hringja í hana heim eftir vinnu, hún býr í Laufrima 30.

Þá skal þess getið blíðlega að ég tók á mig rögg og sendi hverjum og einum þingmanni bréf og greinargerð um Fatimuverkefnið okkar og bað hvern að leggja inn 5 þúsund krónur. Það eru ekki margir dagar síðan og tíu hafa nú orðið við þessari ósk. Það finnst mér ekki hátt hlutfall en vanþakka sannarlega ekki framlag þeirra sem þegar hafa lagt inn.
Aðeins tvær þingkonur hafa lagt inn þegar þetta er skrifað. Finnst kannski ekki alveg viðkunnarlegt að nafngreina fólkið enda vona ég sannarlega að fleiri sinni þessu erindi. Fáir - ekki þingmenn né aðrir- fara á hausinn við að reiða fram 5 þús. kall.

Skömmu eftir að við komum heim vonast ég til að Egyptalandsfarar hittist á myndakvöldi og fyrir miðjan apríl verður Líbíuliðið kvatt saman til skrafs og ráðagerða.
Þá vil ég taka fram að bæst hefur í seinni Jemen/Jórdaníuferðina og verð helst því óbreytt.
Margblessuð í bili

No comments: