Sunday, June 29, 2008

Upphitun fyrir hlaup á menningarnótt - upplýsingar um verð



Góðan daginn öll
Nú er ráð að draga fram hlaupaskó og byrja að æfa sig fyrir Glitnishlaupið á menningarnótt.
Við vorum þátttakendur í því í fyrra og all margir hlupu fyrir Fatimusjóð eða hétu á sína hlaupara og við getum fengið drjúga upphæð fyrir það
Hvet menn eindregið til að leggja okkur lið í þessu.

Þá er rétt og ljúft að þakka fyrir góðar undirtektir félaga við hinum merka PERLUMARKAÐI sem verður 31. ágúst. Þar safnar aðgerðarhópur kvenna undir forystu Sigþrúðar Ármann og fleiri ötulla kvenna alls konar góðum fatnaði, munum öðrum til að selja til ágóða fyrir byggingarsjóðinn. Einnig verður FATIMUKAKAN seld þar og margir hafa boðið fram krafta sína við bakstur.
Einnig verða á boðstólum munir frá Jemen sem ég og fleiri höfum sankað að okkur í síðustu tveimur Jemenferðum, svo sem teikningar eftir krakkana okkar, slæður og skjöl, töskur eftir konurnar okkar á fullorðinsfræðslunámskeiðinu ofl ofl.

Auk þess verður matarhorn þar sem seldur verður arabískur matur, hennaskreytingar, tónlist og er þá fátt eitt talið.
Bið alla sem vilja leggja þessu lið að hafa samband.

Vek svo athygli á því að ég hef sett verð- vonandi endanlegt- inn á LÍBÍUFERÐINA, inn á ÍRAN og Jemenferðina á næsta ári. Vonast til að Kákasusverð komi innan tíðar, svo og Óman og Líbanon og Sýrland.

Loks má svo nefna að ég er að stússa í rannsóknarferð til Úzbekistan og Kyrgistan seinna í sumar. Mér sýnist sem það muni ganga og þá er meiningin að skoða þá staði sem ég held að okkur muni falla í geð, athuga gististaði og samgangnamál.
Læt ykkur vita um það þegar það skýrist

Síðan væri ráð að setja sig senn í stellingar og fylgjast með lokaleiknum á EM í fótboltanum.

Wednesday, June 25, 2008

Kákasusáætlun væntanleg - Líbanon/Sýrland komin inn



Fyrsti hópurinn til Kákasuslandanna Ajerbadjan, Georgíu og Armeníu vorið 2007. Með Merap bílstjóra í Georgíu.

Svo einkum til að segja að áætlun
Líbanons/Sýrlands er komin inn á linkinn Líbanon/Sýrland og lítur ansans ósköp notalega út þó svo ég hafi ekki endanlegt verð fyrr en eftir fáeina daga.

Íranfólk hefur verið duglegt að svara en pláss eru þó laus þar því ekki hafa allir látið heyra frá sér.
Ath að ekki á að greiða staðfestingjargjald að sinni, en láta vita hvort alvara er í að ferð þangað.
Hef heyrt frá Pezhman Azizi, gædinum okkar og hann verður leiðsögumaður og það er gott mál.

Þá fékk ég áðan tilboðið um Kákasuslandaferð sem er eindregið fyrirhuguð að vori - en ekki hausti 2009. Undursamleg ferð leyfi ég mér að segja.

Sú áætlun verður sett inn á morgun, fimmtudag.
Mér sýnist hún þekkileg. Stytti um 3nætur og allar helstu upplýsingar munu því verða birtar eins skjótt og hægt er. Með verði svona nokkurn veginn en einhverjum fyrirvara eins og aðrar ferðir.

Jemenferð er svipuð og síðasta. En set hana inn sem fyrst. Hún hækkar ekki að neinu ráði, þe. varla meira en tíu prósent.

Heyrði frá Ómanfólki í kvöld og gædinn okkar góði Abdul Rasool hefur sent tilboð sem mér virðist allt í lagi og ekki eins dýr og ég var smeyk um því að
Óman er dýrara land en flest hinna sem við heimsækjum.
Abdul þætti gaman að hafa Íslendinga meðal fyrstu gesta því hann hefur sett á stofn ferðaskrifstofu og ég hef traust á honum.

Sú áætlun kemur einnig inn á morgun eða hinn. Hann Abdul er klár náungi og einkar hugþekkur,vænta má þess að hann vilji kynna ferðirnar fyrstu á bærilegu verði.

Vil svo biðja þá sem hafa í huga að gefa dót/föt ofl. á Perlumarkað
þann 31.ágúst n. að tjá sig.

Ekki síst karla sem hafa keypt Jemenbúning plús jambia og væru til í að sýna hnífadans að gefa sig fram hið fyrsta.

Þá minni ég á að hafi menn skipt um netföng að láta vita.

Verið svo vinsamleg að senda þetta áfram.

Dagsetningar - með fyrirvara

Aðeins að benda á eftirfarandi:

Nokkuð ljóst með dagsetningar fyrri hluta árs 2009. Gæti rokkað til um daga til eða frá.

Óman (ef af verður) 30.jan-13.febr.
Líbanon/Sýrland 5.-20.mars
Íran 5.-19.apr.
Kákasuslöndin 1.maí- 20.maí
Jemen 29.maí-12.júní

Íranferðin er skv. mínum bókum að verða þéttsetin en þarf þó staðfestingu frá æði mörgum.
Sama máli gildir um Kákasuslöndin.
Vegna þess hvað allt hefur snúist við í gengismálum verður að panta með lengri fyrirvara en áður og var hann þó drjúgur fyrir.
Bið ykkur því endilega að láta mig vita hið allllllllra fyrsta.

Það nálgast mánaðamót= greiðsludagur fyrir Sýrlands og Líbíufólk.Gjöra svo vel og hafa það hugfast. Greiðsla verður að vera komin í síðasta lagi 5.júlí

Hef fengið ansi margar og skiljanlegar fyrirspurnir um hvað má búast við að ferðir hækki í haust og næsta vetur. Hækkun verður örugglega tíu prósent. Vona að það sleppi

Sunday, June 22, 2008

Ferðagleði okkar og fagrar kveðjur



Skömmu eftir jarðskjálftann í maílok barst mér imeil frá Mohammed eftirlætisbílstjóranum mínum og væntanlega flestra Íslandsfara í Íranferðum. Hann sagðist hafa heyrt um skjálftann og vonaði að betur hefði farið en virtist við fyrstu fregnir. Og sendi svo alúðarkveðjur. Þeim er hér með komið til skila. Hugulsemi hans er söm og fyrr.

Varðandi fyrirspurnir um aðra Íranáætlun, þ.e. fyrir þá sem hafa þegar farið í eina Íranferð og hafa jafnvel hug á að skoða meira: ekkert að frétta í bili. Læt ykkur vita.


Ásdís, George og JK í Egyptó í febrúar

Áðan fékk ég svo imeil frá George, gædinum okkar ljúfa í Egyptalandi sem bað fyrir kveðjur til hópsins, ekki síst vinar síns Örnólfs Hrafnssonar. Hann óskar eftir að menn hafi imeilið sitt og hér er það george_fikry@hotmail.com

Það er nokkuð augljóst að Íslendingarnir eru mönnum í úttlöndunum okkar eftirminnilegir.

Set fljótlega inn á síðuna uppskriftina að jemensku hunangskökunni, FATIMUKÖKUNNI.

Svo rúllaði ég yfir það í sólskininu áðan hvernig tölfræðin væri í ferðunum.
Alls hafa 515 farið í ferðir VIMA og af þeim 208 í eina ferð(þar með eru taldir margir nýir í ferðum ársins 2008. 307 hafa farið í fleiri, frá tveimur og upp í tíu ferðir. Flestir hafa í augnablikinu farið í þrjár ferðir en það kann að breytast með Libíuferðum haustsins því meirihluti þar eru gamalreyndir VIMAfélagar.

Ítreka svo að það væri einstaklega hagstætt að heyra frá fleirum varðandi þær ferðir sem minnst var á í næst síðasta pistli.
Hugsa Líbanon/Sýrland þannig að byrjað verði í Líbanon og farið einkum um norðurhlutann og verið í Beirut í amk 2 daga og síðan yfir til Sýrlands í 8 daga. Ferðin trúlega 14-15 dagar. Bíð eftir verðhugmyndum og þess háttar frá Líbönum og Sýrlandingum.
Íranferðin áþekk og hefur verið. Sama máli gegnir með Jemen.
Eftir því sem mér sýnist verður Ómanferð í dýrari kantinum og því þarf fólk að láta vita sem fyrst, annars verð ég að láta hana fjúka.

Thursday, June 19, 2008

Nýjar hugmyndir Nouriu


Góðan og blessaðan 19.júní

Þegar seinni hópurinn var í Jemen á dögunum ræddi Nouria við mig nýjar hugmyndir sem hún hefur um að tengja nám eldri krakka(15 ára og eldri) við starfsnám. Meðal annars alls konar nám í iðngreinum sem gætu nýst krökkunum ef þau ætla til dæmis ekki - af aðskiljanlegum ástæðum- að ljúka menntaskóla og fara í háskóla.

Mér finnst þetta öldungis kjörið en allt byggist þetta vissulega á því að við getum fest kaup á stærra húsnæði áður en mjög langt um líður. Byggingarsjóðurinn hefur ekki gildnað neitt að ráði upp á síðkastið en þó munar um framlög sem síðasti Jemenhópur ákvað að færa mér og ratar sú upphæð beinustu leið í byggingarsjóðinn. Langflestir hafa nú greitt þessi framlög og ég þakka virktavel fyrir það.

Hún er einnig með hugmyndir um að efla fullorðinsfræðsluna til að gera konum sem standa sig vel þar, kleift að stofna tvær eða þrjár saman lítil fyrirtæki. Þær fengju aðstöðu í miðstöðinni fyrir þá starfssemi meðan þær væru að koma undir sig fótunum. Það er einnig jákvætt að nú eru ýmis fyrirtæki í Jemen farin að panta smágripi frá YERO sem þær saumanámskeiðskonur framleiða undir handleiðslu kennara.

Þá er frá því að segja að síðast í ágúst verður haldinn veglegur markaður til styrktar byggingarsjóðnum og aðgerðarhópurinn sem var settur á laggirnar sl. haust vinnur af kappi að því að undirbúa hann. Frá þessu verður sagt nánar um eða upp úr mánaðamótum.

Þegar við vorum í Jemen í ferðunum tveimur síðustu keypti ég hvers kyns jemenska gripi, svo sem sjöl, töskur, myndir eftir krakkana, dúka ofl. ofl sem verður selt á þessum markaði og ýmsir þátttakendur í ferðunum hétu að leggja þessu lið og keyptu muni sem fara á þessa sölu.
Sömuleiðis finnst okkur kjörið að selja þarna FATIMUKÖKUNA og þegar nær dregur mun ég hafa samband við Jemenfara fyrr og síðar og óska eftir liðsinni þeirra við bakstur, etv. vinnu á markaðnum og þess háttar.
Allar hugmyndir frá ykkur eru líka afskaplega vel þegnar.

Tuesday, June 17, 2008

Nú fer ég senn að bauka við


að setja upp ferðirnar fyrir 2009. Allmargir hafa látið mig vita um áhuga en þarf þó staðfestingu frá ykkur þar að lútandi.

Það er nokkurn veginn öruggt að ég verð að hækka ferðirnar töluvert miðað við árið 2008 sakir gengismála og eldsneytishækkunar etc. Hef ekki fengið verð enn.
Auðvitað verður reynt að halda því í lágmarki.

En fyrstu ferðir ársins eru
Óman í febrúar 15 dagar
Sýrland/Líbanon í mars (16 dagar)
Íran um páska(apríl 15 dagar)
Jemen í maí 15 dagar.

Er ekki komin lengra því það er hugsanlegt að ég hafi Kákasuslandaferð eftir Jemen og færi Úzbekistan og Kyrgistan þar til í september.

Mér væri mikil þökk ef fólk léti mig vita, ég er sem sagt með þó nokkra skráða sem ég veit að eru ákveðnir en flestir þurfa að tjá sig um málið.

Eins og ég hef áður sagt er mjög trúlegt að ég verði að hækka Líbíuferðirnar í haust líka. Þetta skýrist allt fljótlega.

Bið um skjót viðbrögð allra vinsamlegast

Friday, June 13, 2008

Kúrekar og alheimskrúttin komin heim

Blessuð öll

Jemen/Jórdaníufarar í seinni ferð komu heim laust fyrir miðnætti og var kvaðst með miklum virktum á Keflavík. Fimm urðu eftir í London og fengu þar hinar bestu árnaðaróskir.

Allir voru glaðir að koma heim eftir einstaklega vel heppnaða ferð.

Í gærkvöldi borðuðum við kveðjukvöldverð á Jerusalemhóteli í Amman.Stefanía ræðismaður okkar í Jórdaníu kom og snæddi með okkur. Hún var þá nýkomin frá Sýrlandi og hafði verið í erindum utanríkisráðuneytisins þar með nokkrum öðrum Íslendingum og fóru þau m.a inn fyrir landamæri Íraks að ræða við flóttamennina sem væntanlega fá hæli á Íslandi og voru lýsingar hennar á aðstæðum kvenna og barnanna sem þar hafast við í senn áhrifamiklar og ömurlegar.

Vegna þess að félagslíf hefur verið óvenjumikið í þessari ferð, m.a. stofnað Ungmennafélag Pálmalundar sem Elísabet Gunnarsdóttir veitir forstöðu og hefur að vísu ekki enn samið stefnuskrá, var einnig ákveðið að stofna nefnd til að veita orður. Í henni störfuðu af kappi og hugmyndaauðgi þau Guðbjörg Árnadóttir, Guðmundur Sverrisson og Elísabet Ronaldsdóttir.

Eftir að ég hafði þakkað ferðafélögum samveruna og minnst á að ég hefði verið nokkuð kvíðin fyrir þessa ferð þar sem allur þorri ferðafélaga, utan þriggja var nýr, en síðan hefði hópurinn fallið sérdeilis vel saman og kvíði minn reynst með öllu ástæðulaus var borðað og var tekið létt þátt í brúðkaupi sem var haldið á
hótelinu okkar í gærkivöldi.
Svo tók nefndin að úthluta orðum og auðvitað fengu allir viðurkenningu með tilheyrandi skýringum sem ekki verða nánar raktar:

Olga Clausen: Hálandahöfðinginn
Guðrún Sigríður Clausen: Alheimskrútt hópsins
Jóna: Hvatningarverðlaun
Sigurður: Ljósmyndari ferðarinnar
Kolbrún: Bjartsýnisverðlaunin
Elísabet Gunnarsd: Pálmaverðlaunin
Sigríður Ásgeirsdóttir: Kúreki ferðarinnar
Helga og Hrafn Tulinius: Töffarar ferðarinnar
Ágúst Valfells: Jemen Bond
Matthildur Valfells: Jákvæðnisviðurkenninguna
Guðmunda: Doktorsverðlaun hópsins
Svanbjörg: Brekkuverðlaunin
Ingvar: Imamverðlaunin
Guðmundur: Niðursetningur ferðarinnar
Guðbjörg: Sólbumbuverðlaunin
Elísabet Ronaldsdóttir: Gluggaviðurkenning hópsins
Jóhanna: sendiherra í Miðausturlöndum

Öllu fylgdi nefndin úr hlaði með skondnum og skemmmtilegum athugasemdum og menn skemmtu sér dátt. Auk þess færði hópurinn mér kort, undirritað af öllum, þar sem þátttakendur heita framlagi í byggingarsjóð YERO og fannst mér það fjarska elskulegt.
Leyfi mér því að ítreka númerið 551212 og kt. 140240 3979

Svo voru menn ræðuglaðir: Hrafn og Helga tóku til máls, svo og Jóna, Elísabet Ronaldsdóttir, Olga Clausen og Ingvar og mæltist öllum hnittilega.

Þetta var afar skemmtilegt kvöld og þátttakendur fengu að vaka til rúmlega hálf ellefu að þessu sinni.
Ingvar hafði haft orð á því fyrr í ferðinni að ég minnti stundum á skólastjóra sinn í heimavistarskóla í denn sem sendi fólk í rúmið eigi síðar en kl. 22 og var ákveðið að vera ívið frjálsari með útivistartíma þar sem við þurftum ekki að fara frá hótelinu fyrr en níu í morgun.

Nú ná menn vonandi sálinni heim um helgina og myndakvöld er varla fyrirhugað fyrr en síðla ágúst því allir verða út og suður á næstunni.
Myndakvöld fyrri Jemen/Jórdaníuhóps um svipað leyti.

Ég hef ekki kannað hvernig status er á greiðslum fyrir júnímánuð, geri það á eftir og mun ekki rukka menn nánar, því ef ekki er greitt detta menn bara átómatískt út.
Svoleiðis verður það og ekki orð meira um það.

Hef meðferðis slatta af kortum til styrktarmanna YERO krakkanna sem fengu ekki kort síðast og sendi þau eftir helgina.

Heimsóknin til Fatimu í Þúla var afskaplega ánægjuleg og menn gerðu þar góð kaup, ekki þó þau ódýrustu en allir vildu taka þátt í að styðja þessa ötulu litlu kaupkonu eftir höfðinglegan málsverð á heimili hennar.

Vil vekja athygli á að ég verð trúlega með 4ra eða 5 kvölda námskeið hjá Mími símenntun um Menningarheim araba, í nóvember þ.e. eftir Líbíuferðir og hvet menn að skrá sig þar ef þeir hafa hug á að forvitnast nánar um þennan heim sem æ fleiri félagar sækja heim og flestir hrífast af.

Þakka svo enn og aftur skemmtilega samveru.

Wednesday, June 11, 2008

Af aevintyrum i Petra

Allir seu velkomnir

Vid erum komin nidur ad Dauda hafi og hofum rett lokid ad snaeda storgoda maltid a Marriotthotelinu og gistum her i nott og svomlum vaentanlega i sundlaugum og skoppum a Dauda hafinu a morgun

I morgun forum vid inn i Petra og fellu menn stodugt og einlaegt i stafi yfir fegurd borgarinnar, litadyrdar i klettunum og magnads fjolbreytileika. Vorum thar lengi dags og ymsir lobbudu upp gilid og heim a hotel ad bua sig til brottfarar. Adrir gengu. Afrek voru unnin af ymsu tagi, aldursforsetinn Gudrun bra ser a ulfaldabak eins og hun hefdi rett aldrei gert annad, Helga slo fotastokkinn a sinum ulfalda med tignarbrag. En liklega Sigridur Asgeirsdottir hafi tho slegid ollum vid.
A leidinni nidur gilid i morgun festi hun kaup a minjagrip godum i budinni thar sem gilid byrjadi en gleymdi svo ad taka hana a heimleidinni. Voru nu god rad dyr en Sigridur do ekki radalaus, stokk nidreftir, pantadi ser gaeding og beid ekki einu sinni eftir ad a hann vaeri lagt og slo i klarinn og theysti erins og or vaeri skotid af boga berbakt til budarinnar, sotti sinn grip og geystist til baka. Var mod og saelleg thegar hun kom en mikid dadumst vid ad thessu

A leid til Dauda hafs taladi eg um politik og almennt um svaedid og enginn sofnadi.

I gaermorgun komum vid flugleidis til Jordaniu og var farid rakleitt til Petra og byrjad a heimsokn i litlu Petru sem vakti addaun. Sidari hluta dags fengu flestir ser lur.

Eftir veruna her forum vid upp a Nebofjall og til Madaba og gistum svo sidustu nottina i AMman. Thad er einstaklega skemmtileg stemning i hopnum og allir bidja kaerlega ad heilsa.

Sunday, June 8, 2008


Fra heimsokn hopsins til Thula

Saelan sunnudaginn oll
Thad hefur margt og mikid drifid a dagana okkar sidan eg skrifadi sidast. Nuna adan komum vid fra Taiz en thar gistum vid sidustu nott. Ferdin thangad var i alla stadi makalaust skemmtileg og fegurdin i fjollunum groin upp a tinda med stallabuskapnum hreif alla. Vid stoppudum odru hverju og hadegismat bordudum vid i Ibb.
Thegar komid var til Taiz drifum vid okkur snarlega a markadinn sem er rett vid hoteldyrnar og voru rekin upp havaer fagnadarop ur morgum budum, ekki sist silfurbud Thoru Jonasar. Vid keyptum tharna allt mogulegt- svo merkilegt hvad okkur vantar endalaust eitthvad smalegt- kaffi, te, reyktan ost, krydd og eg man ekki hvad.
Bordudum a hotelinu i gaerkvoldi og Ingvar flutti thar snofurlegan pistil um sidustu imamina og Mohammed sagdi fra svaedinu, Orwu drottningu og renndi yfir sogu Taiz
I morgun forum vid i Ashrafiyamoskuna, kiktum inn i holl Ahmeds imams
og upp a Saberfjall. Tha la hitamoda yfir svo vid letum duga ad fara upp thar sem vid stoppum venjulega i tedrykkju og sidan lagt af stad til Sanaa.
Vid Mohammed akvadum ad hafa pikknik hadegisverd a leidinni og maeltist thad vel fyrir, Nasser bilstjori i bil numer eitt hafdi keypt tunfisk, lauk, agurkur, ost og braud, auk jogurts og avaxta og vid snaeddum thetta med godri lyst i fjallaloftinu.



Her er bilstjori i bil numer fimm, te. i theim bil voru EOR, Elisabet Gunnarsd, Ingvar og eg. En ed honum a myndinni er Gudbjorg.
Thessi bilstjori gerdi serstaka lukku og vid thykumst nokkud viss um ad her se kominn Ahmedinedjad forseti Irans i dulargervi og i sumarleyfi og gengur her undir nafninu Abdu tho hann svaradi osvart Ahmedinedjad thegar eg kalladi til hans.
Ljufmenni hid mesta og sprelligosi og vid munum lita Iransforseta odrum augum a naestunni.

Heimsoknin til Thula i fyrradag var serstaklega anaegjuleg. Thar leidd ad veislubordi heioma hja henni og eg taladi dalitid um sjodinn, tilurd hans ofl og vid gerdum okkur gott af glaesilegum veitingunum.
Vid gerdum audvitad kaup vid Fatimu og allir strakarnir voru ofundsjukir og siogdust vera braedur hennar eda fraendur til ad lokka hopinn til ad versla thar.
Kvoddum svo Fatimu, thessa ljufu rausnarstulku og toff kaupkonu med virktum. Brunad til Wadi Dhar thar sem klettaholl sidasta imamsins stendur a ofurhaum kletti.

Nu a morgun aetlum vid a Tjodminjasafnid i fyrramalid og sidan er frjals dagur - og raunar sidasti Jemendagur ad sinni tvi adra nott liggur leidin til Jordaniu.

Vel ad merkja> buin ad skipta klutnum fyrir Thoru og keypti jambia fyrir Axel.
Allir eru mjog vel stemmdir hrifast af Jemen og bidja fyrir kaerar kvedjur til sinna.

Thursday, June 5, 2008

I dag liggur leidin til Thula og i klettahollina Wadi Dhaar





Sael oll
Komum sidla gaerdags til Sanaa eftir dvolina i Wadi Hawdramaut thar sem hiti var einatt um 44 stig en vid vorum samt hin katustu og undum okkur vel. I gaer var farid til Tarim og a leidinni stoppad hja koprlunum sem vinna vid ad bua til leirflogur i husin sem einkenna thetta svaedi. Menn sem vinna thessa pulvinnu dagana ut i thessum mikla hita. Thad vakti vissulega addaun okkar.
Daginn adur hofdum vid skodad Sjibam i krok og kring og dadst ad thessu undri thar sem husin eru 300-500 ara gomul og oll byggd ur nefndum leirflogum. UNESCO hefur tekid borgina undir sinn verndarvaeng og umbaetur langt komnar og folk er aftur flutt inn i borgina. Thar klifum vid upp i gestahus, satum i bondum og drukkum engiferdrykk og ymsir fengu ser futa- karlmannapilsin.
A leidinni ad torginu aftur misstu thaer Svanbjorg og Olga um hrid sjonar a modur sinni, aldursforsetanum og hljomudu hropin MAMMA MAMMA um borgina og allir toku undir og kolludu en Gudrun labbadi afram i makindum og hafdi ekki minnstu ahyggjur.

Vid komuna i gaer fluttum vid okkur a Shebahotelid sem er flott og umfram allt a einstaklega godum stad. Vildi svo til ad sjavarrettamatarveisla var a bodstolum sem vakti lukku og ekki dro ur anaegjunni thegar kom upp ur durnum ad haegt var ad fa hvitt eda rautt vin med matnum, en thad er ekki vida her i landi.
Baud Nouriu ad borda med okkur og hun tha thad. Hun spjalladi vid ymsa i hopnum, sat hja Sigr Asg. Matthildi, Agusti, Jonu og Sigurdi og fraeddust thau af henni um YERO starfid.
Svo kvaddi hun alla med virktum og vid hittum hana ekki aftur i ferdinni tvi hun fer a morgun til Kairo i augnrannsokn.
Hun bad mig ad skila kaerum kvedjum til vina sinna a Islandi.

Nu situr hopurinn ad herlegu morgunverdarbordi. Elisabet er buin ad setja inn myndir sem eg skoda a eftir og set texta vid. Kl 11 keyrum vid til Thula, thar bydur Fatima til hadegisverdar og sidar til Wadi Dhaar. A morgun forum vid til Taiz og verdum thar eina nott.
Thad bidja allir fyrir kaerar kvedjur og ohaett ad segja ad menn leiki a als oddi.

Tuesday, June 3, 2008

Vid erum i Wadi Hawdramaut

Sael og blessud oll
Siddegis i dag komum vid brunandi fra Mukalla. Flugum thangad i morgun, prydis gott flug og tha bidu bilstjorarnir gladlyndu og vid heldum af stad yfir merkur og sanda og nidur i Wadi Douan og menn dadust ad fegurd og fjolbreytileika landsins. Tharf natturlega varla ad taka fram ad vis snaeddum hinn fraega grillada kjukling i Palmalundi vid godar undirtektir.

Thegar kom nidur i Wadi Doun - sem er einn af morgum hlidarkvislum Wadi Hawdramaut breyttist landslagid, dodluplmar og grodur og sotrkostleg fjoll leystu af holmi brunt og grodursnautt landid sem vid hofdum ekid um.
I Wadi Souan er raktad besta hungangid og vid nokkur gerdum smakaup i tvi. Rulludum afram og alltaf odrum hverju myndastopp, hvort sem thad voru ulfaldar eda einstok thorpin sem flest eru byggt ur leirflogum eftir serstakri og gamalli adferd.

Einhverjir skelltu ser i sundlaugina thegar kom a thetta undurljufa hotel, adrir logdu sig og nuna vorum vid ad ljuka vid kvoldverdinn.

A morgun er mjog audveldur dagur, forum ekki hedan fyrr en 14,3o- thad er ansi mikid heitt og best ad vera ekki mikid a ferli tha. Skodum soldanahollina i Sejjun en verjum annars eftirmiddeginum i Sjibam, thessari einst-ku morg hundrud ara gomlu hahysabyggd sem er oft kollud Manhattar eydimerkurinnar og er nu komin a heimsminjaskra UNESCO.

I gaer var frjals dagur og tha var mikid fjor. Forum flest nidur i gomlu borg og a Nylistasafnid, sidan i silfur, jambia og slaedukaup i buntum og allir virtusthinir katustu me sin kaup.

Daginn adur var ferdin til Manakha og Hajjara og thann dag 1. juni attu Jona og Olga badar afmaeli. I tilefni af tvi voru taer samdar VIMAordunni og hylltar serstaklega.
Bordudum godan mat og sidan syndu saetir menn Baaradansinn og er ekki ad ordlengja ad allir i hopnum toku thatt i dansi med tilheyrandi sveiflu. Ekki sist aldurforsetinn Gudrun Clausen enda saemdi eg hana dansordu VIMA fyrir vikid.
Thetta var afskaplega skemmtilegt held eg megi segja.
Um kvoldid maetti Matthildur og ordin frisk, i afmaelismat, Olga og Jona fengu gjof fra ferdaskrifstofunni og tertu fra hotelinu.

Af tvi er ad segja ad Helga hefur fengid sina tosku svo eg veit ekki betur en allt se i fegursta lagi.
Allir bidja astsamlega ad heilsa og eru gladir og lettir i lundu.