Sunday, June 22, 2008

Ferðagleði okkar og fagrar kveðjur



Skömmu eftir jarðskjálftann í maílok barst mér imeil frá Mohammed eftirlætisbílstjóranum mínum og væntanlega flestra Íslandsfara í Íranferðum. Hann sagðist hafa heyrt um skjálftann og vonaði að betur hefði farið en virtist við fyrstu fregnir. Og sendi svo alúðarkveðjur. Þeim er hér með komið til skila. Hugulsemi hans er söm og fyrr.

Varðandi fyrirspurnir um aðra Íranáætlun, þ.e. fyrir þá sem hafa þegar farið í eina Íranferð og hafa jafnvel hug á að skoða meira: ekkert að frétta í bili. Læt ykkur vita.


Ásdís, George og JK í Egyptó í febrúar

Áðan fékk ég svo imeil frá George, gædinum okkar ljúfa í Egyptalandi sem bað fyrir kveðjur til hópsins, ekki síst vinar síns Örnólfs Hrafnssonar. Hann óskar eftir að menn hafi imeilið sitt og hér er það george_fikry@hotmail.com

Það er nokkuð augljóst að Íslendingarnir eru mönnum í úttlöndunum okkar eftirminnilegir.

Set fljótlega inn á síðuna uppskriftina að jemensku hunangskökunni, FATIMUKÖKUNNI.

Svo rúllaði ég yfir það í sólskininu áðan hvernig tölfræðin væri í ferðunum.
Alls hafa 515 farið í ferðir VIMA og af þeim 208 í eina ferð(þar með eru taldir margir nýir í ferðum ársins 2008. 307 hafa farið í fleiri, frá tveimur og upp í tíu ferðir. Flestir hafa í augnablikinu farið í þrjár ferðir en það kann að breytast með Libíuferðum haustsins því meirihluti þar eru gamalreyndir VIMAfélagar.

Ítreka svo að það væri einstaklega hagstætt að heyra frá fleirum varðandi þær ferðir sem minnst var á í næst síðasta pistli.
Hugsa Líbanon/Sýrland þannig að byrjað verði í Líbanon og farið einkum um norðurhlutann og verið í Beirut í amk 2 daga og síðan yfir til Sýrlands í 8 daga. Ferðin trúlega 14-15 dagar. Bíð eftir verðhugmyndum og þess háttar frá Líbönum og Sýrlandingum.
Íranferðin áþekk og hefur verið. Sama máli gegnir með Jemen.
Eftir því sem mér sýnist verður Ómanferð í dýrari kantinum og því þarf fólk að láta vita sem fyrst, annars verð ég að láta hana fjúka.

1 comment:

Anonymous said...

Athugið að Elísabet Ronaldsdóttir hefur sett inn á linkinn undir andagift frábærar Jemenmyndir. Lítið á þær
KvJK