Thursday, June 5, 2008

I dag liggur leidin til Thula og i klettahollina Wadi Dhaar





Sael oll
Komum sidla gaerdags til Sanaa eftir dvolina i Wadi Hawdramaut thar sem hiti var einatt um 44 stig en vid vorum samt hin katustu og undum okkur vel. I gaer var farid til Tarim og a leidinni stoppad hja koprlunum sem vinna vid ad bua til leirflogur i husin sem einkenna thetta svaedi. Menn sem vinna thessa pulvinnu dagana ut i thessum mikla hita. Thad vakti vissulega addaun okkar.
Daginn adur hofdum vid skodad Sjibam i krok og kring og dadst ad thessu undri thar sem husin eru 300-500 ara gomul og oll byggd ur nefndum leirflogum. UNESCO hefur tekid borgina undir sinn verndarvaeng og umbaetur langt komnar og folk er aftur flutt inn i borgina. Thar klifum vid upp i gestahus, satum i bondum og drukkum engiferdrykk og ymsir fengu ser futa- karlmannapilsin.
A leidinni ad torginu aftur misstu thaer Svanbjorg og Olga um hrid sjonar a modur sinni, aldursforsetanum og hljomudu hropin MAMMA MAMMA um borgina og allir toku undir og kolludu en Gudrun labbadi afram i makindum og hafdi ekki minnstu ahyggjur.

Vid komuna i gaer fluttum vid okkur a Shebahotelid sem er flott og umfram allt a einstaklega godum stad. Vildi svo til ad sjavarrettamatarveisla var a bodstolum sem vakti lukku og ekki dro ur anaegjunni thegar kom upp ur durnum ad haegt var ad fa hvitt eda rautt vin med matnum, en thad er ekki vida her i landi.
Baud Nouriu ad borda med okkur og hun tha thad. Hun spjalladi vid ymsa i hopnum, sat hja Sigr Asg. Matthildi, Agusti, Jonu og Sigurdi og fraeddust thau af henni um YERO starfid.
Svo kvaddi hun alla med virktum og vid hittum hana ekki aftur i ferdinni tvi hun fer a morgun til Kairo i augnrannsokn.
Hun bad mig ad skila kaerum kvedjum til vina sinna a Islandi.

Nu situr hopurinn ad herlegu morgunverdarbordi. Elisabet er buin ad setja inn myndir sem eg skoda a eftir og set texta vid. Kl 11 keyrum vid til Thula, thar bydur Fatima til hadegisverdar og sidar til Wadi Dhaar. A morgun forum vid til Taiz og verdum thar eina nott.
Thad bidja allir fyrir kaerar kvedjur og ohaett ad segja ad menn leiki a als oddi.

3 comments:

Anonymous said...

Heil og sæl frú Jóhanna . Ég ferðast með ykkur í huganum bið að heilsa Olgu og öllum hinum sem ég þekki í þessum hóp- Kveðja Ásdís

Anonymous said...

Ennþá meira ævintýri að lesa um,og Elisabet mín yndislegt að heyra í þér,ég talaði áðan við Sindra sem var í vinnuni og allt gott að frétta af þeim bræðrum.
Bara góðar kveðjur til hópsins og auðvitað stórt knús á þig frá
Falsterbo

Anonymous said...

En dásamlegt að heyra hvað það er gaman hjá ykkur. Ég sé hana móður mína í anda ganga í rólegheitunum og hafa ekki minnstu hugmynd eða áhyggjur af hrópum og köllum sem hún heyrir hvort eð er alls ekki. Hún er ekki eðlileg í krúttlegheitunum. Kærar kveðjur, Kristbjörg