Tuesday, June 17, 2008
Nú fer ég senn að bauka við
að setja upp ferðirnar fyrir 2009. Allmargir hafa látið mig vita um áhuga en þarf þó staðfestingu frá ykkur þar að lútandi.
Það er nokkurn veginn öruggt að ég verð að hækka ferðirnar töluvert miðað við árið 2008 sakir gengismála og eldsneytishækkunar etc. Hef ekki fengið verð enn.
Auðvitað verður reynt að halda því í lágmarki.
En fyrstu ferðir ársins eru
Óman í febrúar 15 dagar
Sýrland/Líbanon í mars (16 dagar)
Íran um páska(apríl 15 dagar)
Jemen í maí 15 dagar.
Er ekki komin lengra því það er hugsanlegt að ég hafi Kákasuslandaferð eftir Jemen og færi Úzbekistan og Kyrgistan þar til í september.
Mér væri mikil þökk ef fólk léti mig vita, ég er sem sagt með þó nokkra skráða sem ég veit að eru ákveðnir en flestir þurfa að tjá sig um málið.
Eins og ég hef áður sagt er mjög trúlegt að ég verði að hækka Líbíuferðirnar í haust líka. Þetta skýrist allt fljótlega.
Bið um skjót viðbrögð allra vinsamlegast
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment