Saturday, May 30, 2009
Haustferðin til Íran fullskipuð - skrepp í rannsóknarför til Marokkó í næstu viku
Imammoskan mikla í Isfahan í Íran
Sæl veriði
Það er ánægjulegt að segja frá því að nú er haustferðin til Íran fullskipuð. Margir þátttakenda í henni er að fara í sína fyrstu VIMA ferð en nokkrir verið með áður. AMK þrír sem voru í Jemenferðinni á dögunum ætla að skella sér.
Samt er rétt að minna á að ég hugsa það sé hægt að bæta við ef fólk lætur vita hið skjótasta. Það er ekki garanterað ef fram yfir Hvítasunnuna er komið.
Ég geri smábreytingar á ferðinni og set þær inn á linkinn seinna í dag. Þær skipta í sjálfu sér engu máli. Verður flogið gegnum London en ekki Frankfurt þar sem Icelandair felldi niður flug til Íslands 14.okt.
Ég hef sent Íranförum bréf um greiðslur og vona að þær hafi skilað sér til allra og get ekki nógsamlega minnt á hversu mikilvægt er að greiða á réttum dögum.
Þessi hausthópur verður svo kallaður saman í kringum 20. ágúst til að fylla út áritunarblöð og fara yfir fatareglur og nánar um það síðar.
Þá mun páskahópurinn hittast nk þriðjudag og skoða myndir, skeggræða og rifja upp ferð og hafa allir tilkynnt sig. Takk fyrir það. Það verður gaman að hittast og mér heyrist allir hlakka til.
Jemen/Jórdaníuhópinn kalla ég svo á myndakvöld eftir að ég kem frá Marokkó
Frá Fez í Marokkó
Í vikunni þ.e á miðvikudag skrepp ég til Marokkó í ´liðlega viku til að fara yfir áætlun hópsins í september og skoða hótelin. Þarf að kynna mér hvort ég tel að áætlunin sé í góðu standi og allt slíkt því þetta er fyrsti hópurinn okkar þangað og vil endilega að allt verði nú í lagi.
Enn vantar mig um sex manns eða sjö í Egyptalandsför í nóv. og get ekki gefið lengri frest á hana en til miðs júní. Bið Melbæjarfólk að láta mig vita hvort fleiri á þeirra snærum hyggjast koma með. Vona það.
Dundaði mér við í gærkvöldi að gera einn listann enn til fróðleiks og skemmtunar. Þar kom þá í ljós að af 630 þátttakendum hafa 439 farið í fleiri en eina ferð VIMA.
Langflestir hafa farið í 3 ferðir en allmargir í 4 og 5 og nokkrir í sex og sýnist að fimm hafi farið í sjö ferðir Vinninginn hefur Guðrún S. sem hefur farið í ellefu ferðir.
Þrátt fyrir ástandið heyrist mér margir velta fyrir sér Sýrlandi, Jemen og Íran á árinu 2010 og telja einboðið að ég skipti um skoðun og haldi áfram. Það verður ekki.
En ég hef sagt og mun standa við það að smali fólk saman kunningjum og vinum, ekki færri en 20 og óski eftir tiltekinni ferð mun ég taka málið að mér, þ.e. skipulagningu, innheimtu og fararstjórn. Annars ekki því ég ætla að sinna öðru.
Það hef ég þegar sagt milljón sinnum.
Varðandi boð til Pezhmans. Enn hefur ekki nema helmingur þeirra sem hafa farið í Íranferð og notið handleiðslu og einstakrar leiðsagnar hans, svo mikið sem ansað mér um hvort þeir vilji taka þátt í þessu.
Allir eiga fyrir drjúgri stundu að hafa fengið bréf varðandi þessa tillögu. Mér þykir súrt í brotið að menn svari ekki því helmingur dugar því miður ekki til.
Nú á ég von á Gullu pé sem ætlar að hjálpa mér að updatera póstlistana mína því mjög margir nýir voru bæði í Íran og Jemen í vor. Fæ alltaf sömu póstföngin endursend því menn láta ekki vita um ný. En nokkrir þó. Takk fyrir það.
Gleðilega hvítasunnu
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hef sett réttar dagsetningar inn á Íranferðina í október nk
KvJK
Post a Comment