Wednesday, July 8, 2009

Jemenkrakkarnir okkar- nú fer að verða tímabært að huga að því máli



Krakkarnir við miðstöðina haustið 2008. Mynd JK

Góðan daginn öll
Það fer að verða tímabært að huga að því hverjir ætla að halda áfram að styðja sín börn í Sanaa. Mér er fullljóst að þetta árið eiga margir erfiðara en undanfarin ár. Samt vona ég að sem flestir sjái sér fært að halda áfram að styðja barn. Með því veitum við þessum börnum möguleika til lífsgæða sem þau hafa ella alls ekki. Þrátt fyrir allt eru fáir hér á Íslandi, ef nokkrir, sem búa við það sem fjölskyldur krakkanna okkar gera.

Ég hef ákveðið að við verðum að lækka upphæðina samt því marga munar um þetta og verður því upphæðin skólaárið 2009-2010 230 dollarar en ekki 270 eins og síðasta ár.
Meðan gengið er í rugli hér og sveiflast til og er misjafnt frá einum banka til annars(í Kaupþingi í morgun voru 230 dollarar t.d 30.021 kr en í Íslandsbanka 29.736)

Þeir sem hafa styrkt fleiri en eitt barn en treysta sér ekki til þess nú bið ég þá samt að reyna að taka eitt barn. Greiðslur væru þá t.d. 1.sept 1.nóv. 1.jan og 1.febr. ef það hentar betur. Númerið er hið sama og fyrr 342-13 551212 og kt 1402403979.

Síðasta ár studdum við 133 börn og kannski ekki við því að búast að við getum haldið þeim fjölda. En þar sem margir leggja inn á reikninginn vegna gjafa, minningarkorta eða bara af velvild og rausn gæti sjóðurinn stutt amk 4-5 börn. Nú eða fleiri ef út í það er farið.

Mig langar að biðja ykkur að láta vita sem allra fyrst hvort þið viljið styrkja barn. Ég hef ekki enn fengið upplýsingar frá Nouriu um hvort allir halda áfram en hún bjóst við því. Enginn úr okkar hópi- það best ég veit- byrjar í háskóla í haust en 2-4 eru komin nálægt því. Hanak al Matari mun fá úr sjóðnum það sem á vantar ef stuðningsmenn hennar greiða þessa upphæð 230 dollara.
Þá vil ég geta að allmargir hafa greitt mánaðarlega um 2 eða 3 þúsund kr. og ég bið fólk að láta mig vita og það sem allra fyrst hvernig fyrirkomulag þið viljið hafa á þessu.
Það yrðu sár vonbrigði ef mörg dyttu út og seint skal ég trúa því.

Þakka kærlega og bið ykkur að hafa samband hið allra fyrsta.
Ég sendi þetta fyrst til stuðningsmannanna núverandi og síðan á línuna alla.

15 comments:

Anonymous said...

Jóhann Engilráð Hrafnsdóttir mun vitanlega styrkja einhverja stöllu sína til náms.

Baráttukveðjur úr Trékyllisvík,

Hrafn.

Anonymous said...

Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir mun vitanlega styrkja einhverja stöllu sína til náms.

Baráttukveðjur úr Trékyllisvík,

Hrafn.

Anonymous said...

Ég mun halda áfram að styrkja mína stelpu.

Guðrún Sverrisdóttir

Unknown said...

Ég verð aðeins að skoða stöðuna hjá mér, var því miður að missa vinnuna en vil samt helst ekki hætta að styrkja - hver er endanlegur frestur til að svara?

Svala

Anonymous said...

Ég styrki mínar báðar áfram. Ætli ég borgi ekki eftir mánaðarmót.
Bestu kveðjur úr sólinni.
Guðrún Guðjónsdóttir

Anonymous said...

Við JHH styrkjum okkar stúlku að sjálfsögðu en gott væri að skipta greiðslunni í tvennt en skal athuga það. kv.,Jóna

Anonymous said...

Ég mun styrkja mín bæði áfram. Einnig mun ég borga eftir mánaðarmót.
kv.
Gulla Pé

Anonymous said...

Ég vil gjarnan byrja að styrkja barn. Hins vegar væri gott fyrir mig ef hægt er að skipta greiðslunni niður á nokkra mánuði, eins og mér skilst á pistli þínum að sé hægt. Látu mig vita hvort svo er.

Kveðja,

Guðrún C.

Anonymous said...

Ég ætla að styrkja stelpuna mína áfram og leggja greiðsluna í einu lagi ínn á reikning, helst 1. september.
m.kv.

Catherine

Anonymous said...

Við höldum áfram með okkar börn en verðum að dreifa. Sindri, Birta og Logi.

Anonymous said...

Ítreka það sem ég sagði í pistlinum að fólk getur dreift greiðslum. Væri gott að vita hvort fólk vill borga mánaðarlega, þ.e. þeir sem dreifa þeim. Þá er auðvelt að tala við bankastarfsmann og láta þá sjá um málið.
Í gær, þ.e á fyrsta degi fengu 32 börn stuðningsmann, eða staðfestingu á því að fólk heldur áfram með sín börn. FLOTT. Takk fyrir
KvJK

Anonymous said...

Hólsfólkið mun áfram styrkja sína stúlku...
kv.
bráin

Anonymous said...

ég mun halda áfram:)

Helga Sverrisd.

Dominique said...

Ég held áfram að sjálfsögðu - skipti kannski greiðslu í tvennt.

Anonymous said...

Við munum halda áfram að styðja okkar tvær. Munum ganga frá greiðslu um mánaðarmótin.

Kveðja,

Eva og Axel.