Monday, September 21, 2009
Marokkóhópurinn - ábendingar til Íranfara
Hér er hópmynd af Marokkóhópnum sem kom heim í sl. viku eftir góða ferð. Vera sendi mér myndina og ég reyndi að koma henni til þátttakenda eins og lofað var. Held það hafi ekki tekist en reyni aftur síðar.
Í fremri röð frá vinstri: Vera Illugadóttir, Daoud ferðaskrifstofustjóri og fyrir aftan hann Kolbrún Ásgrímsdóttir,síðan kemur Helga Sverrisdóttir, Eyþór Björnsson, Edda Ragnarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Mörður Árnason og JK.
Miðröð: Vilborg Sigurðardóttir, Helga Tulinius, Catherine Eyjólfsson, Sjöfn Óskarsdóttir, Jóna Þorleifsdóttir, Sigurður Þorvaldsson, Jóna Einarsdóttir, Þuríður Árnadóttir, Dominik Pledel Jónsson og Jósef leiðsögumaður
Aftasta röð: Vikar Pétursson, Inga Jónsdóttir, Hrafn Tulinius, Jón Helgi Hálfdanarson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Matthildur Valfells, Þorgils Baldursson, Árni Gunnarsson, Ágúst Valfells, Rögnvaldur Gunnarsson, Högni Eyjólfsson
Fríður hópur og skemmtilegur og efnt verður til myndakvölds eftir að ég kem frá Íran því ég vil endilega fá að vera með. Við verðum væntanlega á Litlu Brekku en Dóminik hefur raunar gefið vilyrði fyrir því að elda kúskús ef einhver hefur húsnæði fyrir þennan stóra hóp.
Fundurinn á laugardaginn var hinn prýðilegasti og um fimmtíu manns mættu. Mörður talaði aðeins um Marokkó en aðalefni fundarins var að Hanna Björk Valsdóttir sagði frá veru sinni í Teheran og íranskri kvikmyndagerð sem stendur með miklum blóma.
Til Íranfólks. Hef póstað miða til allra og þeir ættu að vera komnir eða um það bil að detta inn um lúguna í dag eða í síðasta lagi á morgun. Sendi síðan lítið leiðbeiningablað til Íranfara fljótlega. Vinsamlegast fylgist með síðunni
Þá er þess að geta að höfðingskonan Jenný Karlsdóttir hefur lagt afmælisfé sitt inn á reikninginn, þar af fara 120 þúsund til að styðja fjögur börn sem enn hafa engan staðfestan stuðningsmann en 93 þúsund voru lögð á byggingarsjóðinn.
Ég þakka þeim sem brugðu við og lögðu inn fyrir sín börn þegar ég minntist á að ansi mikið vantaði upp á að fólk léti mig vita hvernig og hvenær það borgar þótt það hafi lofað stuðningi. En ekki tóku allir það til sín og ég vil ekki birta nöfn en mun senda sérstakan póst á þá fljótlega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Miðarnir komnir til okkar svo nú er bara að láta sig hlakka til ferðarinnar.
Kveðja,
Kristín og Valur
Takk fyrir að láta mig vita.
Kv.JK
Mér var bent á innsláttarvillur í nöfnum Marokkófara og er fegin að athygli mín var vakin á því. Vona ég hafi nú lagað það og bið afsökunar. Það er alltaf mjög leiðinlegt þegar nafn manns er skrifað vitlaust, jafnvel þótt augljós innsláttavilla sé á ferðinni
Kv.JK
Post a Comment