Sæl veriði
Rétt áður en ég durra til Keflavíkur og sef þar nóttina fyrir brottför eins og venjulega ætla ég að minna á og segja frá haustfundinum okkar:
Hann verður laugardag 19.sept kl. 14 í Kornhlöðunni við Bankastræti.
Aðalefni er: Að vinna í Teheran við kvikmyndagerð. Hanna Björk Valsdótir segir frá í tali og með myndum.
Ætti að vera mjög forvitnilegt efni. Fyrir þann tíma vænti ég að þið hafið fengið Fréttabréfið og þar er margvíslegt efni, Elísabet Ronaldsdóttir skrifar um kvikmyndagerðarkonuna Samiru Makhmalaf, Vera Illugadóttir um egypska kopta, viðtal við Þóri Guðmundsson um starf Rauða krossins í Miðausturlöndum, pistill um YERO krakkana okkar, mataruppskrift frá Marokkó og ljóð eftir líbanskan höfund sem Linda Vilhjálmsdóttir þýddi. Einnig sagt frá Hönnu Björku og veru hennar í Teheran fyrir fáeinum árum. Og fleira girnilegt.
Munið því að taka laugard. 19.sept. frá og komið á fundinn. Muna að nýir félagar eru velkomnir.
Læt svo heyra frá mér. Muna að fara inn á síðuna.
Bless í bili
Friday, September 4, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mjög áhugaverður fundur - er hann öllum opinn og hvenær má gera ráð fyrir að dagskrá ljúki?
Kv,
Ásta
Post a Comment