Thursday, December 31, 2009

Gleðilegt ár



Óska ykkur öllum gleðilegs árs. Þakka það liðna og margar góðar samverustundir á þessu skringilega ári sem nú kveður í kvöld.

Minni á að ég hef sent Sýrlands/Líbanonsförum greiðsluplan og bið menn að fylgja því mjög nákvæmlega. Hef ekki náð sambandi við Mími um húsnæði en vonast til að fundur geti orðið fyrstu eða aðra helgi í janúar. Bið menn um að muna þá eftir ljósritum af vegabréfum og ítreka að tveir hafa ekki látið vita hvort þeir vilja eins manns herbergi og nú fer að þrengjast um slíkt ef ekki kemur svar. Þakka þeim sem hafa látið vita.

Þá mun ég einnig fljótlega finna stund svo hinir hugþekku Egyptalandsfarar geti loks efnt í myndakvöld og læt vita af því. Mér heyrist að sem flestir hafi gengið frá myndum og væri þakklát fyrir ef einhverjir gætu gaukað að mér einum diski eða svo.

Hafið svo í huga með þessum góða fyrirvara að þann 30.jan verður fyrsti fundur VIMA á nýju ári.
Þó svo ferðalögum fækki hefur VIMA enn og um ókomna tíð hlutverki að gegna. Fréttabréf er í vinnslu. Þeir sem hafa ekki sent Dóminik umbeðið efni geri það skjótlega.

Sæl að sinni

3 comments:

Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár Jóhanna og VIMA félagar. Við hjón þökkum öllum ferðafélögum liðinna ára í öllum ævintýrunum með Jóhönnu hún fær aldrei nógsamlega þakkir fyrir að opna okkur þennan ferðaheim og við erum ríkari eftir. Þessi auður hverfur ekki þó annað hafi fokið út í veður og vind. Hátíðarkveðjur á nýju ári, Jóna Einarsdóttir.

Anonymous said...

Gleðilegt ár kæra Jóhanna og gömlu
ferðafélagar.

Herta Kristjánsdóttir

Dominique said...

Gleðilegt ár kæra Jóhanna og VIMA félagar, takk fyrir allar þessar góðar stundir saman á undanförnum árum og ógleymanlegar minningar.