Monday, February 15, 2010

Svipmyndir úr afmæli JK í gær






Ljósm. Vera Illugadóttir

Hér eru nokkrar svipmyndir úr afmælinu JK sem efnt var til í félagsheimili Neskirkju í gær í tilefni þess að mér tókst að fylla sjöunda tuginn.
Á efstu mynd fylgjast nokkrir gestanna með danssýningu Elísabetar Jökulsdóttur sem sýndi konu halda uppi heiminum. Sýningin gerði forkunnarmikla lukku

Á næstu mynd má sjá sýnishorn af krásum sem voru á boðstólum. Veitingastjórarnir Jóna Einarsdóttir og Edda Ragnarsdóttir skipulögðu það með miklum glæsibrag. Hrafn Jökulsson og fjölskylda sem kom úr Trékyllisvík með randalínur, kleinur, rúllupyslur ofl frá myndarfrúm í Árneshreppi, Þorgils Baldursson, bakaði bollur, Hildur Bjarnadóttir lagði með sér á borð, brauðrétti, Sirrý Hjaltested ostakökur og góðmeti, Herdís Kr rækjurétti, Borgarfjarðarstúlkur komu færandi hendi með Fatímukökur, osta og fleira góðmeti og smurðu auk þess flatkökur og rúgbrauð í mannskapinn, Elín Skeggjadóttir, Gulla Pé, Valgerður Kristjónd, Kristjón Kormákur,Þóra Jónasd, Guðrún S. Gísladóttir, Stella Jóhannsdóttir, Guðlaug Jónasdóttir og margir, margir fleiri að ógleymdum Jónu og Eddu komu með kræsingar af öllu tagi og rann allt ljúflega niður með kaffi, tei, gosi eða kókómjólk.

Á þriðju myndinni var Elísabet Ronaldsdóttir kölluð upp til að fara með borðbæn eins og við hæfi þótti

Á fjórðu mynd eru veislustjórarnir Máni, Jökull og Garpur sem stýrðu samkomunni af hinni mestu glettni og þó fullri ábyrgð.

Á neðstu mynd erum við Vera Illugadóttir, sem tók annars allar myndirnar.

Afmælið fór listavel fram, held ég megi segja. Á þriðja hundrað manns mættu og áttu saman góða stund. Margrét Pála las upp kafla sem hún skrifar í bókina Leyndarmál Jóhönnu sem ég keppist nú við að safna áskrifendum að og hið sama gerði Illugi Jökulsson. Jón Helgi Hálfdanarson talaði og ekki má gleyma að minnast aftur á dans Elísabetar.
Árni Ísleifsson spilaði á píanó, fólki til yndis og menn skröfuðu og skemmtu sér og kýldu sig út af öllu góðmetinu.

Góður slatti skráði sig áskrifendur eða greiddi bara beint, en má þó miklu betur ef duga skal og ég er hér einn ganginn enn með reikningsnúmerið 342 13 551212 og kt 140240-3979.
Þá fékk ég nokkra blómvendi og smágjafir að auki, m.a. gullsokka sem koma sér vel í eyðimerkurferðum, stjörnuspárkort sem sýnir að ég er einstaklega unaðsleg manneskja og einnig bárust hlýjar og notalegar kveðjur frá ýmsum sem voru fjarstaddir/erlendis og er þakkað fyrir hjartanlega fyrir þetta allt.

Þarna hittust gömul skólasystkini, allt frá því í barnaskóla, kvennaskóla og MR, fjölskyldumeðlimir, systkina og bræðrabörn, ferðafélagar og gamlir samstarfsmenn mínir auk nokkurra vina.

Ekki má gleyma að mér var síðan færð önnur afmælisgjöf frá niðjatalinu sem sýnir þau öll og var myndin tekin við Drafnarstíg í desember sl. þegar ég var í Sýrlandi. Einstaklega fríður og fjölmennur hópur sem er ástæða til að vera stoltur af.

Annars voru ræðuhöld ekki leyfð nema ég fékk náðarsamlegast að segja örfá orð til að lýsa ánægju minni með það að sjá allt þetta góða fólk sem kom þarna til að fagna hinum merka áfanga.

4 comments:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna.
Vegna óvæntra atvika komumst við Eva ekki í afmælið, en sendum þér okkar innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Var þó búinn að greiða fyrir bókina, sem verður örugglega hin skemmtilegasta.
Kær kveðja,
Axel.
ps.
Tvíbökurnar hafa verið afar girnilegar, eftir myndinni að dæma.

Anonymous said...

´Þakka þér Axel. Saknaði ykkar. Sé að auðvitað ert þú búinn að borga og kærar þakkir fyrir það. Kveðja til Evu
Jóhanna

Anonymous said...

Síðbúnar hamingjuóskir kæra Jóhanna, leiðinlegt að missa af veislunni en komst ekki vegna vinnu. Gurrý

Anonymous said...

Sæl og blessuð.Missti af fjöri og kræsingum en hjartanlega til hamingju með vatnsberaárin 70.Er það partur af leyndarmáli þínu (í bókinni)hvernig þú heldur þér svona reffilegri og ungri....er sá partur, að gera altso, bara það sem mann langar til, leggjast í ferðalög,elskhuga á hverjum stað og vera alltaf á hreyfingu ???
Lagði inn fyrir bókinni. Hlakka til að lesa hana.Erla Magg