Saturday, April 30, 2011
Flottir Uzbekistanfarar við Registstan í Samarkand
Hér er hin ágætasta hópmynd af hópnum sem fór í fyrstu Uzbekistanferðina.
Efsta röð frá vinstri:
Garðar Karlsson, Stanley Pálsson, Ágústa Hrefna Lárusdóttir, Sara Sigurðardóttir, Kjartan Rolf Árnson, Gísli B. Björnson, Rikharð Brynjólfsson, Guðmundur Pétursson, Hermann Hermannsson, Jón Helgi Hálfdanarson
Miðröð:
Jóhanna Jóhannsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Ásrún Baldvinsdóttir, Linda Hreggviðsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Marjatta Ísberg, Arngrímur Ísberg, Auður Kristinsdóttir, Sesselja Bjarnadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Jóna Einarsdóttir, Davlatsko Aminov(leiðsögumaður okkar)
Fremsta röð: Margrét Árný Halldórsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Lena M. Rist, Eyþór Björnsson
Einhverjir hafa kvartað undan því að Fréttabréfið hafi ekki borist. Það er auðvitað hið versta mál en gæti líka stafað af því að þið hafið breytt um heimilisfang. Vinsamlegast athugið það.
Blæs Palestínuferð í nóvember af þar sem aðeins örfáir hafa sýnt henni áhuga.
Aftur á móti er mikill áhugi á Eþíópíuferð sem enn er í lausu lofti og skýrist ekki fyrr en ég kem aftur.
Athugið að 1-2 sæti í seinni Uzbekistanferð í sept hafa losnað vegna skyndilegra forfalla.
Við erum út af fyrir sig nægilega mörg en má sem sagt bæta tveimur við.
Endilega munið maígreiðslu og passamyndir því ég þarf að senda allt út áður en ég fer til Eþíópíu eftir nákvæmlega viku.
Vonast svo til að sjá sem allra flesta á aðalfundinum 7.maí en að loknum aðalfundarstörfum mun Guðlaugur Gunnarsson sem hefur búið í mörg ár með fjölskyldu sinni þar gefa okkur innsýn í fjölbreytni, menningu og þjóðirnar.
Ekki sakar að nefna að nýir félagar og gestir eru velkomnir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Við hjónin þökkum Margréti fyrir myndina og sendum kveðju til ykkar allra. Takk fyrir samveruna á ferðinni. Hlökkum til næstu ferðar!
Kveðja
Marjatta og Armngrímur
Sé ekki betur en tveir góðir félagar hafi bæst við. En hér eftir skrifa ég þá á biðlista.
Kveðja JK
Varðandi fréttabréfið. þá kom það úr prentun á miðvikudag, fór í póst á fimmtudag, svo það ætti að berast til fólks á morgun mánudag.
Kv. Edda
Sælt veri fólkið
og hjartans þakkir fyrir stórskemmtilega samveru í þessari eftirminnilegu
ferð. Mig langar að biðja einhvern að senda mér mynd af trjágöngunum á
Stúdentabúlevarðinum fyrir utan hótelið okkar í Samarkand. Minningin er
draumi líkust og mér láðist að taka mynd.
Kærar kveðjur
Sigga
http://hermesbag.finniwolf.com book youth ink beat sickness wild thick bag louis vuitton cheap swift excuse hermes prepare soft postcard head depend child louis vuitton wallets for women persuade cloud than http://www.3rong.com.cn/bbs/forum.php?mod=viewthread&tid=301477
http://www.550707.com/read.php?tid=769879
http://sns.fjlearning.com/bbs/viewthread.php?tid=9774411&extra=
http://www.incrd.com/home.php?mod=space&uid=23227&do=blog&id=807123
http://cxy.uueasy.com/read.php?tid=3093876
http://www.jdwxsh.cn/home/space.php?uid=115050&do=blog&id=1066602
Post a Comment